Skátablaðið - 01.12.1942, Blaðsíða 10
FONN Smásaga eftir
Hann er minnsstæðari fleirum en mér,
fjárskaðabylurinn, sem gerði haustið sem
ég var tíu ára gamall.
Haustið hafði verið einmuna gott, hlý-
indi og stillur. Jörð var auð og þýð um vet-
urnætur, og sauðfé úti um alla heimahaga.
Og þeir voru bæði viðáttumiklir og vand-
smalaðir i Innstadal, þar sem ég átti heima.
Bærinn stóð undir lágri, gróðurrikri heiði,
og fé stjúpa mins gekk þar á heiðinni á
sumrin, og var beitt i heiðarbrekkurnar á
vetrum.
Aðfaranótt fyrsta þriðjudags i vetri rauk
hann svo allt i einu upp með grimmdar
stórlirið af norðri. Svo var veðurofsinn
mikill, að bæjarliúsin nötruðu, og fann-
koman var eftir því. Stjúpi minn vaknaði
við veðurgnýinn, bjó sig i skyndi og brauzt
út í hríðina, til þess að reyna að ná i hús
þvi af fénu, sem næst var túninu, eða slæðzt
heim undan veðrinu. Siggi bróðir minn,
fimmtán ára gamall, fór með honum. Þeir
voru langa stund úti, en kornu svo inn
fannbarðir og silaðir og illa til reika —
höfðu náð bænum við illan leik. Engin leið
var að leita upp í heiðina, fyrir veðurofsa
og myrkri af nóttu og hríð. En allmargt
fé hafði vitað á sig veðrið og leitað heim.
Höfðu þeir tínt það saman í skjóli undir
húsum og görðum, og í gilinu sunnan við
túnið, og komið því í hús. Þó vantaði full-
an helming af fé stjúpa míns, og var liann
ærið órólegur yfir þvi, sem von var.
Stórhríðin stóð dagstæða þrjá sólarhringa,
svo svört, að aldrei glórði í snúrustaurinn
frammi í varpanum. Engin leið var að leita
fjárins, sem vantaði, þá daga. En svo birti
nærri því jafnskyndilega og syrt hafði áð-
ur. Á föstudagsmorguninn var komið logn
og heiöríkja með vægu frosti, allra bezta
veður. En mikil var sú breyting, sem.á var
orðin. Nú sá hvergi á dökkan díl og var
slétt af öllum mishæðum. Túngarðurinn var
i kafi i snjó, og bæjargilið að heita mátti
barmafullt.
Nú var brugðiÖ við að leita fjárins, sem
vantaði. Piltarnir lögðu af stað með langar
járnstengur, til þess að ltanna með þeim
skaflana, þvi að mest af því fé, sem úti
var i bylnum, hafði fent. Það hafði leitað
Aðalstein Sigmundsson kennara
i skjól í lautum og giljadrögum og sunnan
undir hæðum, og þar hafði svo skeflt yfir
það og það farið i kaf í snjó. Sumt af því
fannsf með þvi að kanna skaflana með
járnstöngum, þar sem kunnugir vissu, að
skjól var undir. Nokkra liópa fann Lappi
gamli. Hann hefur líklega fundið kindaþef-
inn gegn um snjóinn, og hamaðist svo að
krafsa i skaflinn, þar sem fé var undir.
Einn hópinn fundum við eftir tilvísun
krumma. Þeir hömuðust og görguðu á fönn
einni ofarlega í Stóragilsdraginu, og þar
reyndust vera kindur undir.
Að viku liðinni vantaði stjúpa minn enn
átján kindur, og allmargt fé vantaði af
næstu bæjum. Tvær kindur frá Innstadal
höfðu fundizt dauðar.
Ég var enginn stórbóndi á þessum tíma,
sem ekki var von.' Þó átti ég tvær kindur.
Grána min, stór og falleg ær, hafði skilað
sér heim, kvöldið sem stórhríðin skall á.
En hina kindina vantaði. Það var vetur-
gömul ær, hvít að lit, gul á andliti, spir-
þyrnd, með svartan blett vinstra megin á
snoppunni. Var ég ærið áhyggjufullur um
hag hennar og heilsufar í fönninni. Leið
svo fram um hríð.
Bóndi einn í næstu sveit átti hund einn,
sem var svo naskur að finna fé í fönn, að
furðu gegndi. Fór mikið orð af rakkanum.
Bóndi fór með hann bæ frá bæ og leitaði,
og björguðu þeir fjölda fjár frá hungur-
dauða í fönninni. Þeir komu að Innstadal
þremur vikum eftir stórhríðina, og var vel
fagnað.
Ég fékk að fara með þeim, stjúpa mínum
og Jóni gamla í Brennugerði, þegar þeir
fóru að leita. Hundurinn, Bósi, var alsvart-
ur á lit, með upprétt eyru og hringaða rófu,
meöalstór. Engan mann vildi hann þýð-
ast, nema húsbónda sinn, og virtist vera
stór upp á sig. Hann rásaði á undan, þegar
farið var að leita, fór einlæga króka og
þefaði upp úr snjónum.
Mógilið mátti heita fullt af snjó, og var
hér um bil slétt af því. Þar á fönninni
hringsnerist Bósi góða stund. Þá rak hann
allt í einu upp hvellt gelt, og fór að ham-
ast að krafsa ofan í fönnina. Komu þá
karlmennirnir að með stengur sínar og tóku
10
DBENGJAJÓl