Skátablaðið


Skátablaðið - 01.12.1942, Side 12

Skátablaðið - 01.12.1942, Side 12
DAGBOKARBROT frá skáfamóíinu að Úlfljótsuatni 1942 Laugardagur 20. júní. Loksins er þessi dagur runninn upp. VeSriS er gott og gefur hinar beztu vonir um vel heppnaSa útilegu næstu viku. Frá Reykjavík er haldiS i mörgum flokk- um vegna þess hve erfitt er aS ná í farar- tæki. Alls er 41 skáti væntanlegur úr Reykjavík, 22 skátar koma frá Skátaskól- anum á Úlfljótsvatni, en svo koma líka 14 skátar frá Vestmannaeyjum, því aS þaS var eiginlega fyrir þeirra tilmæli aS stjórn Skátafélags Reykjavíkur gekkst fyrir þessu móti, eftir aS útséS varS, aS eigi mundi verSa af landsmóti á þessu sumri. Um ltvöld- iS voru komnir alls 77 skátar inn i kvos- ina fallegu viS Úlfljótsvatn. Þar var þegar hafizt handa um aS reisa nýbýli þau, er viS áttum aS dvelja í næstu viku, og reisti hver maSur sitt eigiS hús, eftir aS yfirvald- iS (tjaldbúSarstjórinn) hafSi sagt fyrir hvar tjalda skyldi. Allt gekk þetta svo fljótt og vel fyrir sig, aS sumir voru búnir aS búa um sig tveim klukkutímum eftir aS þeir kornu á staSinn. Þegar allir voru orSnir Hljómsveit mótsins. þreyttir og svangir um kvöldiS viS hin ýmsu lýjandi störf, þá kom GuSmundur Magnússon, sem er yfirkokkur útilegunnar meS te og brauð og svo líka sitt góSa skap, svo aS allir voru komnir í bezta skap strax fyrsta kvöldiS og þarf varla aS taka fram, aS þaS hélst alla útileguna, þó aS á ýmsu gengi. En skyndilega blæs GuSjón í lúSur og þá er gengiS til náSa. Klukkan var þá 1.10. Sunnudagur 21. júní. Kl. 8 er blásiS til fótaferSar, en kl. 8.15 er þvottur. VeSriS er ágætt, sólskin og blíSa. Kl. 8.30 um leiS og fáninn er dreginn að hún i fyrsta skipti, setur mótstjórinn, Páll H. Pálsson, mótiS. TjaldbúSarstjórinn, Ei- ríkur Jónasson, las síSan upp reglur móts- ins. Fyrirkomulag mótsins er þannig: Skát- unum er skipt í 5 sveitir, sem nefnast FaxabúS þar búa Vestmannaeyingarnir, Ást- valdarbúð, HaraldsbúS, HallgrímsbúS(seinna var hún alltaf kölluS Hallgrímssókn) og Sigurmundarbúð. Ennfremur er sérstök verkfræSingasveit, sem sér um allar tækni- legar framkvæmdir, svo sem uppsetningu á hliSi, útvarpstilraunir og trommugerS. Og þar aS auki er ForingjabúS. Þar býr mót- stjórinn, tjaldbúðarstjórinn og embættismenn móísins, sem eru: Jón Mýrdal gjaldkeri, Gísli Björnsson ritari, Páll Gíslason varð- eldastjóri, Friðrik Haraldsson foringi Vest- manneyinganna og GuSjón Tómasson lækn- ir mótsins. Sveitirnar skiptast á um aS sjá um eldun og varSgæzlu. Kl. 9.15 var drukk- iS kókó, en kl. 10 var tjaldskoðun (ströng fannst þeim, sem höfSu ekki veriS við- staddir svoleiSis tækifæri áSur). Eftir há- degi var farið í ýmsa leiki heima viS. Kl. 17 heimsótti skátahöfðinginn okkur ásamt konu sinni og Ragnheiði Brynjólfsdóttur. 12 DRENGJAJÓL

x

Skátablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.