Skátablaðið


Skátablaðið - 01.12.1942, Síða 13

Skátablaðið - 01.12.1942, Síða 13
Kl. 21.30 var varðeldur og var mótssöngur- inn þá sunginn í fyrsta sinn. Hann er efir Eyjólf Jónsson deildarforingja. KyrrS var kl. 23. Mánudagur 22. júní. Fótaferð kl. 8, en morgunverður kl. 9, en síðan var hafinn undirbúningur undir fjallgöngu. Eftir hádegi var lagt af stað og ferðinni heitið npp á Búrfell. Var nú hald- ið, sem leið liggur og yfir stífluna við Ljósa- foss og niður veginn fram hjá Syðri-Brú. Síðan var haldið beint npp fjallið, sem er mestmegnis ein brekka, með allmörgum hjöllum er ofar dregur. Þótti sumum, sem voru farnir að þrá hæsta tindinn, þessir hjallar nokkuð margir. Uppi á hæsta tind- inum, hjá vörðunni, var matazt. Síðan var haldið heim eftir að hafa notið fjallalofts- ins og útsýnisins, sem var ekki sem bezt vegna misturs. Komið var heim ld. 19.15. Varðeldur var kl. 21.15 og þá kom í fyrsta sinn fram hljómsveit mótsins. Mesta athygli vakti þá hinn „aðdáanlegi“ leikur Haraldar Theodórssonar á Trommuna. Kyrrð var kl. 23. Þriðjudagur 23. júní. Fastir liðir voru eins og venjulega. Eftir hádegi var farið í Gullpokaleik og voru Iíári Kárason og Sigurmundur Jónsson for- ingjar liðanna. Varðeldur vSr um kvöldið. Miðvikudagur 24. júní. Fyrir liádegi var hafinn undirbúningur undir næturleilc næstu nótt.. Skipt var eftir hádegi í tvö lið og voru þeir Kári Kárason og Hallgrímur Sigurðsson foringjar liðanna. Eftir að kakó hafði verið drukkið var svo lagt af stað og voru bæði liðin látin ganga nokkuð langa leið, en þegar komið var á fyrirfram ákveðna staði, var tjaldað og eld- að. Siðan var öllum sagt að fara að sofa. Annað liðið setti þó vaktmenn, sem var viturlega gert. Kl. 1 um nóttina voru bæði liðin vakin og sagt, að þeir ættu að gera árás á óvinina, sem voru í átt, sem þeim var gefin upp. Var svo um séð, að liðin mættust ekki, en kæmu bæði að mannlaus- um tjaldbúðunum hvert hjá öðru, siðan skyldu liðin mætast mitt á milli tjaldbúð- anna, og þá myndi verða bardagi mikill. Fyrst gekk nú allt samkvæmt áætlun. Þoku- slæðingur var og skyggni næstum ekkert, en þó sáu menn úr liði Hallgrims menn Kára uppi á hæð nókkurri og skildu þá hverju fram vatt. Menn Kára tóku nú varð- menn þá, sem Hallgrimur hafði skilið eftir, en það tóþ þó nokkurn tima, því að þeir flýðu undan ofureflinu inn í helli einn mikinn, sem var þar nálægt. Siðan sendi hann fangana jafnóðum heim í sínar tjald- búðir en þar lá Hallgrímur fyrir með sína menn og tók fangana og verði þeirra jafn- óðum og þeir komu, og gaf auðvitað föng- unum frelsi. Lauk leiknum þvi með sigri Hallgríms. Veður var nú orðið leiðinlegt, rigning og súld og urðu flestir fegnir að koma heim í - tjaldbúðirnar og hvíla sig eftir að hafa leikið Indíána og laúdnema í 12 klukkustundir. Fimmtudagur 25. júní. Sofið var fram eftir degi, því að sumir höfðu komið seint heim um nóttina. Kl. 3 voru allir boðnir heim i skálann að Úlf- Ijótsvatni, en þar var veitt eins og hver gat i sig látið. Varðeldur féll niður um kvöldið vegna þess að farið var að rigna. Föstudagur 26. júní. Fastir liðir voru eins og venjulega. Nú fór veðrið að versna að ráði, og var lítið hægt að hafast að úti við vegna roks og rigningar. Kl. 4 kom skeyti til Vestmann- eyinganna um að bálur færi til Eyja næsta morgun og lögðu þeir af stað gangandi niður i Hveragerði kl. 16.30. Bigningin Heimsókn skátahöfðingjans. DRENGJAJÓL 13

x

Skátablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.