Skátablaðið


Skátablaðið - 01.12.1942, Blaðsíða 16

Skátablaðið - 01.12.1942, Blaðsíða 16
Fréttir úr skátalífinu. 30 ára afmælis Skátahreyfingarinnar á fslandi minnst. Mánudaginn 2. nóv. s.l. var haldið sam- sæti, í Oddfello-whöllinni í Reykjavík, til minningar um 30 ára starf skátafélaganna á íslandi. Mikill fjöldi eldri og yngri skáta sat hófið. Björgvin Þorbjörnsson, félagsforingi Skáta- félags Reykjavíkur stjórnaði hófinu. Ræður fluttu: skátahöfðingi dr. Helgi Tómasson, Leifur Guðmundsson, Ása Friðriksdó’ttir, Helgi S. Jónsson og Jónas B. Jónsson. Einsöng sungu: Guðmundur Jónsson og Kristján Guðlaugsson, en Einar Markússon lék einleik á píanó. Þá afhenti skátahöfðingi 1. flokki, 1. sveit, 2. deildar Skátafélags Reykjavíkur verðlaun fyrir sérprófasam- keppni árið 1941. Hafði flokkurinn lokið 24 sérprófum á árinu 1941. Flokksforinginn var Sigurgeir Guðjónsson, sveitarforinginn Ástvaldur Stefánsson en deildarforingi Páll H. Pálsson. Störf Skátafél. Húsavíkur veturinn 1941-1942. Vetrarstörfin hófust um miðjan október. Síðan hafa fundir verið mjög reglulega, flokksæfingar einu sinni í viku, og sveita- fundir hálfsmánaðarlega. í félaginu er/ ein sveit, og í henni eru 3 flokkar. Alls eru í félaginu 26 drengir. Um miðjan nóvember kom hingað hr. Jón Oddgeir Jónsson og hafði námskeið í Hjálp i viðlögum. Tóku þar þátt í allir skátarnir. Þá var sendur fulltrúi á námskeið það, sem B.Í.S. hélt fyrir skáta víðsvegar af landinu. Var sú för kostuð af Bandalaginu að öllu leyti. Fyrir skömmu hafa kven- og drengjaskátam- ir, ákveðið skátabyggingu. Er búið að gera uppdráttinn, og kaupa skúr, sem úr má fá mikinn efnivið. Er mikill áhugi ríkjandi meðal skátanna, um þetta mál. Sýna þorps- búar mikinn skilning á málinu og hafa á fám dögum gefið um kr. 500.00. Auk þess munu drengirnir róa á sjó, leggja aflann inn og verja peningunum til skálans. Er ákveðið að vinna að byggingunrii í sumar og vera búið að koma húsinu upp fyrir veturinn. Þá er búið að festa kaup á efni i búninga, og saumakona fengin til þess að sníða þá, en saumaðir verða þeir hjá skátunum hverjum og einum. Nú standa æf- ingar yfir, fyrir hina venjulegu samkomu á sumardaginn fyrsta. Með skátakveðju Stefán Sörenssoii. Aths. Ofanritað barzt eltki fyrr en sið- asta Skátablaðið var fullprentað og birtist því nú ásamt nýjum fregnum af sumarstarf- inu. Frá Húsavík. Starf skátafélaganna í Húsavík í sumar hefur einkum verið fólgið í því, að koma upp skátaskála suður i Aðaldalshrauni, ca. 15 km. frá Húsavik. Er sá staður mjög fag- ur, og sérstaklega vel fallinn til allrar skátastarfsemi. Áhugi fyrir þessari byggingu er mjög mikill og hafa margir skátarnir unnið mik- ið við skálann í fristundum. Er hann nú orðinn fokheldur og verður ekki unnið meira við hann í sumar. En næsta sumar er ákveðið að ljúka verkinu. Stærð skálans er ca. 7x5 m. Verður í honum stór stofa, eld- hús og forstofa. Auk þess verður i honuin svefnloft. Bygging þessi verður alldýr, en við erum bjartsýnir um það að geta klof- ið kostnaðinn. Hafa skátarnir verið ötulir að safna fé með ýmsu móti, t. d. samkom- um, merkjasölu, frjálsum samskotum o. fl. Og nú síðast hefur verið ákveðið að stofna til happdrættis. Nokkrar útilegur hafa verið farnar í sumar, Sept. 1942. Skátablaðið óskar Skátafélagi Húsavíkur til hamingju með skálann og þann dugnað og áhuga, sem lýsir sér í öllu starfi þeirra. Er gott til þess að vita, að skátar vinni af slikum þrótti og einlægni. J. S. •_ 16 DRENGJAJÓL

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.