Skátablaðið - 01.12.1942, Blaðsíða 17
Skátafélagið Einherjar ísafirði
Undanfarin 2 ár, 1940 og 1941, hefir ver-
ið hnignun í starfi þessa ágæta Skátafé-
lags, sem oft hefur verið á hvers manns
vörum víðsvegar á landinu, einkum fyrir
íþróttaafrek félagsmanna. Á félagið joringja
sínunx á mörgum liðnum árum, Gunnari
Andrew, stórar þakkir að gjalda. En þar
sem Gunnar Andrew hefir nú látið af störf-
um fyrir félagið um skeið, vill Skátablaðið
ekki láta hjá líða að þakka honum starf
hans, einlægni og fórnfýsi fyrir málefni
skáta..
— Því miður barst skýrsla Einherja svo
seint í vor, að síðasta Skátablað var full-
prentað. B.Í.S. ber hið fyllsta traust til hins
nýja sveitarforingja félagsins Hafsteins O.
Hannessonar bankaritara. Og Skátablaðið
vonar, að honum auðnist að efla afrek fé-
lagsins og lyfta því til nýrrar frægðar og
aukinna ‘afreka.
J. S.
Björgvin Þorbjörnsson.
Skátafélag Reykjavíkur.
Aðalfundur Skátafélags Reykjavíkur var
haldinn sunnudaginn 25. október s.l.
Sú breyting varð á stjórn félagsins, að
úr stjórninni gengu Daníel Gístason og
Sveinbjörn Þorbjörnsson, en i stað þeirra
komu Hjörtur Theodórs og Sigurbjörn Þor-
Skátar víðsvegar á landinu. Sendið Skáta-
blaðinu greinar um áhugamál ykkar og
fréttir af skátastarfinu, af ferðalögum ykkar
og félagslífi. Gerið á þann hátt aðra skála
aðnjótandi að starfi ykkar. Verið óragir
að senda blaðinu greinar ykkar með rnynd-
um. Þá eru vel þegnar sögur og frumsam-
in kvæði. Munið að Skátablaðið er ykkar
blað og það eruð þið sjálfir, sem eigið að
rita meginefni blaðsins.
Þá eru foringjar einstakra skátafélaga
beðnir að láta jafnan blaðinu í té ýtarleg-
ar fréttir, með myndum, af félagsstarfinu.
Með þessu blaði hætti ég að vera ritstjóri
Skátablaðsins. En ég óska skátamálefnun-
um farsæls og afdrifariks starfs, og eitt
þýðingarmesta atriðið til þess, að slíkt megi
verða er, að skátarnir eigi gott blað. Blað,
sem þeir rita sjálfir. Blað, sem ber liug-
sjónir, manndómsvilja og frelsisþrá frá ein-
um skáta til annars, hvar sem hann er á
landinu.
Jón Signrðsson.
björnsson. Félagsforingi var kosinn Björg-
vin Þorbjörnsson, féhirðir Sigurbjörn Þor-
björnsson, en að öðru leyti er stjórnin ó-
breytt.
Félagið starfar nú i 7 deildum enda þótt
tvær deildirnar hafi að undanförnu starfað
fremur lítið. Félagið telur nú um 300 skatt-
skylda skáta auk ylfinga.
DRENGJAJÓL
17