Skátablaðið


Skátablaðið - 01.12.1942, Qupperneq 19

Skátablaðið - 01.12.1942, Qupperneq 19
SKÁTAFÉLAGIÐ ÚTHERJAR ÞINGEYRI 14. febr. fyrir átta árum var Skátafélagið Útherjar á Þingeyri stofnað. Ef segja skal sögu þessa félags mun luin flestum vera óljós, öðrum en þeim, er að henni hafa staðið, því hún samanstendur af minningum frá sólríkum sumardögum i glöðum drengja hópi og flestar og þær beztu eru einkaeign hvers og eins okkar. Á hverju sumri höfum við farið fleiri eða færri útilegur og legið í tjöldum yfir helgar, en svo höfum við lika reynt að hafa eina „aðalútilegu“ á hverju sumri og verið 4—5 daga í einu í tjöldum. Þá höfum við reist okkur myndarlega tjaldbúð, smíðað okkur húsgögn, byggt afbragðs kamar, já, þessi kamar okkar var öllum öðrum kömr- um til fyrirmyndar, byggður eftir nýjustu tizku, í „funkis“ úr strigapokum og með öllum hugsanlegum þægindum, en þau voru fólgin í einni spýtu, er sett var lárétt er „upptekið“ var. Svo syntum við eða lágum í sólskininu og urðum brúnir sem rauð- skinnar, eða klifruðum upp í arnahreiður, urðum skjálfandi loft-hræddir, báðum faðir- vorið i hálfum hljóðum og lofuðum guði að verða alltaf góður skáti, halda skátalögin og mikið mikið meira en það, bara ef liann vildi forða okkur frá að hálsbrotna. Þegar niður kemur segjum við ekki frá þessu, heldur tveim arnarungum, er voru eins stórir og hænur, en höfðu klær stærri en mannshönd og gult stórt nef og lagði af þeim óskaplega vonda lykt og voru morandi í flugu og lús, eða frá arnar- hjónunum, sem flugu vælandi yfir okkur eða sátu á nibbu þar hjá, vængjahaf þeirra er um 2 metra. En ef við vorum spurðir hvort vont væri að fara þetta, settum við upp spekingssvip og sögðum: „Ekki ef rétt er að farið“. Eftir svona ferð búum við til fina mál- tið, og ef grauturinn verður viðbrenndur þá furðum við okkur á, að við höfum ekki tekið eftir þvi fyrr, að liann er mikið betri þannig, og ef kjötið verður illa soðið, er það ekki vegna þess, að við gátum ekki soðið það betur, heldur missir það fjörefn- in við suðuna, eða við féllum alveg í stafi yfir hversu tommu þykkar pönnukökur gátu verið yndislega ljúffengar. Á kvöídin sitjum við í hring fyrir utan tjöldin okkar og segjum sögur, sitjum kring- um varðcld og syngjum eða þegjum og liorf- um í glæðurnar. Önnur kvöld segjum við hvorki sögur né kyndum varðeld, heldur horfum á kvöldroðann og hlustum á nætur- kyrrðina. Vetrarstarfsemin var erfið fyrstu árin..Við þurftum að hafa fundina til skiptis hver hjá öðrum, því að við höfðum hvergi neitt fast lnisnæði. En fyrir ári var ráðin bót á þessu. Þá keyptum við okkur liús á fallegum stað og eigum það nú orðið svo að segja skuldlaust. Kringum húsið á að koma heilmikill trjágarður, með margra metra háum trjám, gosbrunni og öllu mögulegu. Við búumst við, að hann verði eins fullkominn sem aldingarðurinn Eden, (Adam og Éva verða þó ekki í honum), þótt enn sé ekki nema arfi í honum. Einu sinni á hverjum vetri höldum við skemmtun og reynum að liafa hana í sömu viku og afmælið okkar, og höfum þá af- mælisfagnað um leið í einhverri mynd, ef ekki með neinu sérstöku, þá með þvi að eta upp allar köku- og mjólkurleifar frá skemmtuninni. Þetta þykir öllum fyrir- myndar fyrirkomulag. Sjálfsagt munu margir meta starf okkar fyrir lítið, en þó ég viti að margt hafi mátt fara betur, hika ég ekki við, að full- DRENGJAJÓL 19

x

Skátablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.