Skátablaðið


Skátablaðið - 01.12.1942, Qupperneq 22

Skátablaðið - 01.12.1942, Qupperneq 22
Skátaskólinn. FRA ÍLFLJÓTSVATAI Hvítasunnan 1942. ÞaS var mannmargt á Úlfljótsvatni á hvítasunnunni s.I. vor, enn fleira en í fyrra. Milji 60 og 70 skátar og skátastúlkur dvöldu þar frá laugardagskvöldi til mánudags- kvölds. En nú var sá munur á, að ekki þurfti aS flytja tjöld austur., þvi aS Skáta- skólinn var það langt á veg kominn, að hann veitti gott húsaskjól. Veður var ekki sem ákjósanlegast á hvíta- sunnudag, stormur og rigning, en á annan var að mestu Jþurrt en allhvasst. Hamlaði veSur þó ekki að margt og mikið var starf- að báða þessa daga. Sumir máluðu kirkj- una að utan og því næst öll bæjarhús. Kirkj- an hafði einliverntíma verið hvít með grænu þaki. Þó var aðeins hluti af þakinu grænn, hitt var ómálað. Bæjarhúsin voru ómáluð, en kolryðguð. Urðu þvi heldur en ekki um- skipti á og er nú staðarlegt heim að líta. Þetta er þó elcki nema áfangi á þeirri leið, að endurreisa hið forna höfuðból, sem svo stór og góð jörð hlýtur að hafa verið. En það voru ekki nema fáir menn, sem unnu að málningarstörfum. Nóg var að gera. Nokkrir voru við smíði inni í húsinu, aðr- ir byrjuðu á greftri safnþróar, og enn aðrir tróðu viðarull í dýnur, sem skátar í Reykja- vík höfðu saumað. Og ekki má gleyma hon- um Guðmundi og Birni, sem voru önnum kafnir við matreiðsluna. Þetta voru nú karl- arnir. Ekki voru stúlkurnar iðjulausar. Þær gengu berserksgang við að hreinsa og mála tvö herbergi heima i bænum, en í þeim áttu skátastúlkur að dvelja um sumarið. Já, j)að var nóg að gera, enda var kappsamlega að nnnið, a. m. k. stundum. Síðdegis þann dag settust allir að borði, er sett hafði verið eftir endilöngu húsinu, og hófst skemmtileg kaffidrykkja. Skáta- höfðinginn, dr. Helgi Tómasson, kvaddi sér hljóðs og lýsti yfir því, að hér með væri þetta nýja hús skátanna tekið til afnota fyrir skátastarfsemina og þakkaði skátun- um fyrir hið mikla og óeigingjarna starf, sem lagt hefði verið fram við bygginguna. Þann 14. apríl hefði hann og Einar Erlends- son, húsameistari, sem teiknað hefði húsið, mælt fyrir því, og 15. apríl hefði verið byrj- að á smíðinni. Hann kvað það óvenjulegt á þessum tímum, hve fljótt hefði gengið byggingin, og væri það óefað mikið að þakka dugnaði þeirra skáta, sem komið hefðu austur og unnið að byggingunni lengri eða skemmri tíma. Þá þakkaði hann og nokkrum • skátum í Reykjavík, sem gefið höfðu Skátaskólanum á Úlfljótsvatni vélbát- inn Stundvís. Er staðið var upp frá borðum gengu allir út og var íslenzki fáninn dreg- inn að húni. Fjórum dögum síðar, 29. maí, hófst Skáta- skólinn, er rúmlega 20 af drengjunum komu austur til dvalar. Sofið var í skólahúsinu fyrstu næturnar, þvi að tjöld voru eigi upp komin, og rúm- stæði og dýnur ekki til. Var því strax tekið til óspilltra málanna. Tjöldun. Við tjölduðum á hvítasunnuflöt. í staðinn 22 DRENGJAJÓL

x

Skátablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.