Skátablaðið - 01.12.1942, Side 23
fyrir litlu tveggja manna tjöldin frá í fyrra,
sem við að vísu notuöum, höfðum viö nú
stór tjöld, þar sem hægt var að koma fyrir
sjö rúmstæðum. Voru reist fimm þannig
tjöld ásamt sex smærri tjöldum. Stóðu þau
i tveim röðum, sem mynduðu rétt horn sín
á milli. Dyrnar sneru móti norðri og vestri.
Rúmstæði smíðuð.
Meðan sumir reistu tjöldin, smíðuðu aðrir
rúmstæði. Var það altmikið verk, að smíða
um 40 rúm. Skiptu drengirnir þar með sér
verkum, sumir mældu, aðrir söguðu, og enn
aðrir negldu, eða settu botnana í, o. s. frv.
Kom sér vet, hve margir drengjanna voru
hagir.
Dýnur stangaðar.
Það er ekki svo lítil vinna að stanga milli
40 og 50 dýnur. En það skal fúslega játað,
að ekki var á öllu fyrirmyndarvinna, enda
voru allir „fúskarar“. En á dýnunum var
sofið í allt sumar og kvartaði enginn.
Allt var þetta unnið úti, og kom sér vel,
að þurrt var og ekki kalt. Á fimmta degi
voru allir drengirnir — 42 talsins — komn-
ir austur og flestir búnir að fá tjaldvist.
Vinnan.
Þegar allir drengirnir voru komnir, var
þeim skipt niður í 6 flokka -— 7 í hverjum
flokki — og kusu þeir sér flokksforingja.
Bjó einn flokkur í hverju hinna stærri tjald-
anna, en 6. flokkurinn í Smærri tjöldum.
Vinnuskipting fór eftir flokkum, þannig að
hver flokkur hafði sitt ákveðna starf og
sama starfið í eina viku. Fylgir hér með
vinnulisti vikunnar 6.—12. júli.
Vikan 6.—12. júlí 1942.
Tjaldbúðagæzla: Hegrar.
Matreiðsla: Haukar.
Garðmnna o. fl.: Uglur.
Sjómennska: Þrestir
Skálastörf: Ernir.
Vegavinna: Fálkar.
Mjaltir: Jón H. Jónsson og Björn Kristjáns-
son.
Kimgæzla: Bragi Hinriksson og Gunnar
Jónsson.
Fjósmokstur: Þorsteinn Friðriksson og Ól-
afur "Walter.
Matreiðslan.
Björn Stefánsson, eða Bjössi, eins og hann
var kallaður, var einvaldur i eldhúsinu. Réð
hann yfir þeim flokki, er að matreiðslu
starfaði. Það liggur i augum uppi, að mikið
verk er að matreiða handa um 50 manns,
ekki sízt þegar þar við bætist að fyrsta
mánuðinn þurfti að sækja allt vatn suður
í læk, eða um 300 metra. Og það var ekk-
ert smáræði eða 90—100 fötur, sem sækja
þurfti á dag. Yfirleitt fórst matreiðslan
prýðilega úr hendi, og drengirnir sjálfir
voru hinir myndarlegustu. Siðari hluta sum-
ars kom fyrir, að drengirnir sáu alveg ein-
ir um matinn heilan dag. Þá voru líka höfð
nokkurs konar matreiðslunámskeið. Einn
flokkur bjó 3 daga í smátjöldum við gamla
eldhúsið og sá um sig sjálfur að öllu leyti.
Buðu þeir okkur foringjunum til skiptis í
matinn, og vorum við nokkurskonar próf-
dómendur.
Vatnsleiðstan.
Það var engin furða, þótt drengirnir
þreyttust á vatnsburðinum. Hann er bæði
erfiður og þreytandi. Allir voru því kátir,
þegar byrjað var að hlaða stíflu í lækinn,
en hennar var þörf til þess að fá fall-
hæð að „hrútnum“, en það er áhald, sem
rekur vatnið 10 sinnum hærra en aðrennslis
hæðin er. Stífluvinnan sóttist hægt, því að
stiflan var ca. 10 m. löng, nærri mannhæð-
ar há, þar sem hæst var og all breið.
Laugardaginn 12. júlí komu pípulagn-
ingamenn frá Richard Eirikssyni austur og
um ltvöldið var vatnið komið i eldhúsið.
Sá flokkur,sem við matreiðslunni tók þá,
var sérstaklega hamingjusamur. Þægindin
eru þvi aðeins metin að verðleikum, að til
þeirra sé unnið, að erfiðleikarnir séu yfir-
stignir af þeim, er njóta eiga þægindanna.
Vegavinna.
Það var fyrirsjáanlegt, að graslendið
kringum tjaldbúðirnar og skólann mundi
troðast og gróðurinn eyðileggjast, ef um-
ferð yrði ekki takmörkuð. Eina leiðin var
sú, að leggja vegi. Var snemma byrjað á
veglagningu milli tjaldbúða og þvottastaða
við lækinn. Vegagerðin var einföld. Fyrst
var vegarstæðið mælt út og síðan raðað
smásteinum á vegbrúnirnar. Síðar voru
DRÉNGJAJÓL
23