Skátablaðið


Skátablaðið - 01.12.1942, Síða 27

Skátablaðið - 01.12.1942, Síða 27
Góðverkin Einu sinni var skáti. Eitt kvöld gat hann ekki soínaS vegna þess, að hann hafði svo mikið samvizkubit. Hann hafði ekkert góð- verk gert um daginn. Hann bylti sér fram og aftur í rúminu, en honum var ómögu- legt að sofna. Hvað átti hann að gera? Ekkert góðverk gat hann gert héðan af um kvöidið. Allt í einu heyrði hann eitthvert þrusk uppi á loftinu. Hann fór að 'hlusta. Hvað gat þetta verið? Og hann hlustaði betur. Þetta var líklega mús, sem hafði lent í músagildrunni. Allt í einu datt honum gott ráð í hug. I staðinn fyrir að hjálpa eða gleðja ein- hverja manneskju, gat hann hjálpað litlu músinni. Skáti er dýravinur. Hann skre;ð fram úr rúminu, læddist upp á loftið og tók litlu músina úr gildrunni. Þegar hann ætlaði að sleppa músinni, datt honum ennþá betra ráð í hug en áð- ur. En ef hann gæfi kisu músina? Þá gleddi hann kisu líka og gerði tvö góðverk í einu. Hann læddist niður stigann og gaf kisu músina. En þegar hann var kominn upp í rúmið og hafði breitt ofan á sig, gat hann varla sofnað. Svo ánægður var hann yfir hugkvæmni sinni. (,,Speideren“). Pétur fuglari Þetta skeði í Svíþjóð. Pétur fuglari átti heima á Hvoli. Hann var mjög heyrnarsljór. En Pétri fuglara þótti mjög leitt að láta ókunn- uga verða þess vara, hversu heyrnar- lítill hann var. Dag einn slátraði Pétur fuglari nokkrum kjúklingum, síðan hatt hann kjúklingana saman á löppunum, kast- aði þeim á bak sér og arkaði af stað með þá í kaupstaðinn. Á leiðinni hraut Pétur heilann um það, hvað sagt mundi verða við hann, þegar hann kæmi í kaupstaðinn og byði fram kjúklingana. „Látum okkur nú sjá“, sag'ði Pétur og þurrkaði svitann af enninu. „Fyrst spyrja þeir auðvitað, livað sé i pok- anum. Svo spyrja\þeir sjálfsagt, hvað kjúklingarnir kosti. Þá segi ég: átján dali. Þá þrátta þeir áreiðanlega og reyna að fá mig til að slá af og selja kjúklingana lægra verði. En þá svara ég gallharður: Sýslumaðurinn á Stað vildi láta mig fá seytján, en úr því að ég er kominn til kaupstaðarins, vil ég fá átján“. Svo kom Pétur loks á sölutorgið í kaupstaðnum. Mennirnir, sem þar voru saman komnir, sáu strax, að þarna var skrítinn karl. Heill hópur safnaðist ut- an um Pétur. Einn kaUpstaðarbúinn gekk fram fyrir Pétur fuglara, tók ofan fyrir honum og sagði: „Góðan daginn“. „Kjúklingar“, svaraði Pétur fuglari. „Hvað er í pokanum?“ spurði kaup- staðarbúinn. „Átján dalir“, svaraði Pétur. „Þú gerir gys að heiðarlegu fólki, þú DRENGJAJÓL 27

x

Skátablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.