Skátablaðið - 01.12.1942, Blaðsíða 33
Frá aðalfundi B. I. S. 1942
Aðalfundur B.Í.S. var haldinn í Laugar-
nesskóla 9. maí 1942. 19 fulltrúar frá 12
skátafélögum sátu fundinn, auk stjórnar
B.Í.S. Á fundinum fóru fram venjuleg aðal-
fundarstörf.
Störf bandalagsins voru mikil og fjöl-
þætt á síðustu tveimur árum. En flestra
þeirra framkvæmda hefur verið getið í
skátablaðinu jafnóðum, svo að einstökum
atriðum úr skýrslu skátaþöfðingja verður
sleppt liér.
Þessar tillögur voru samþykktar:
1. „Aðalfundur B.Í.S. heimilar stjórn B.í.
S. að láta gera skátabúninga, almenn skáta-
merki og sérprósmerki úr því efni, sem
hentungt virðist vera og fáanlegt er á hverj-
um tíma“.
2. „Aðalfundur B. Í.S. samþykkir að skatt-
ur til B.Í.S. frá félögum skuli innheimtur
með vísitöluhækkun árin 1942 og 1943“.
í stjórn Bandalagsins voru kosnir: Dr.
Helgi Tómasson, skátahöfðingi til næstu
fjögurra ára. Henrik Thorarensen, vara-
skátahöfðingi til næstu fjögurra ára. Páll
H. Pálsson, innlendur bréfritari. Jón Guð-
mundsson, erlendur bréfritari. Carl H.
Sveins, gjaldkeri. Þórarinn Björnsson og Jón
Sigurðsson meðstjórnendur.
í varastjórn voru kosnir: Jónas B. Jcns-
son, Innlendur bréfritari. Hannes Þorsteins-
son, erlendur bréfritari. Axel L. Sveins,
gjaldkeri. Sveinn Tryggvason og Robert
Schmidt meðstjórnendur.
Á aðalfundi tilkynnti skátahöfðingi að
þessir skátar og borgarar hafi, á tímabilinu
hlotið viðurkenningu fyrir vel unnin störf
í þágu skátahreyfingarinnar:
Silfurúlfinn: Skátahöfðingi dr. med. Helgi
Tóinasson.
Svastiku. Guðmundur Magnússou, S.f R.
' ryggvi Þorsteinsson, S.F.Ak. Gústaf And-
ersen, S.F.Ak.
15 ára lilja í hring (hvíta liljan): Hjalti
Guðnason, S.F.R. Ólafur Nielsen S.F.R.
10 ára lilja i hring (bláa liljan) Björn
Stefánsson, S.F.R. Sveinbjörn Þorbjörnsson,
S.F.R. Tómas Tómasson, S.F.R. Gunnsteinn
Jóhannsson, S.F.R. Októ Þorgrímsson, S.F.R.
5 ára lilju í hring (gula liljan): Hjörtur
Theodórs, S.F.R. Guðmundur Jónsson, S.F.R.
Halldór Sigurjónsson, S.F.R.
Borgaramerki (Græna liljan á prjóni):
Kristján Gestsson, Reykjavík. Sigurður Hlíð-
ar, dýralæknir, Aliureyri. Friðrik Rafnar,
vígslubiskup, Akureyri.
Hetjumerki. Silfurkrossinn: Gísli Gunnar
Guðlaugsson Vestmannaeyjum, fyrir veitta
björgun úr lífsháska, með áhættu á eigin
lífi.
Innan vébanda B.Í.S. eru nú þessi skáta-
félög: Væringjar, Akranesi. Valur, Borgar-
nesi. Hólmverjar, Stykkishólmi. Útherjar,
Þingeyri. Framherjar, Flateyri. Glaðherjar
Suðureyri. Einherjar, ísafirði. Hólmverjar,
Hólmavik. Birnir, Blönduósi. Andvarar,
Sauðárkróki. Fálkar, Staðarhreppi i Skagaf.
Fylkir, Siglufirði. Skátafélag Akureyrar, Ak-
ureyri. Skátafélag Húsavíkur, Húsavík.
Faxi, Vestmannaeyjum. Svanir, Stokkseyri.
Stafnverjar, Sandgerði. Heiðarbúar, Kefla-
vik. Skátafélag Hafnarfjarðar, Hafnarfirði.
Völsungar, Laugarnesskóla, Rvík. Skálafélag
Reykjavíkur, Reykjavík.
DRENGJAJÓL
33