Morgunblaðið - 22.02.2011, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.02.2011, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍFHreyfing og útivist MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRÚAR 2011 Svanhildur Eiríksdóttir svei@simnet.is Heilsuskóli Keilis mun síð-ar í þessu mánuði bjóðaupp á Þjálfarabúðir íannað sinn, þar sem mjög góð reynsla var af búðunum sem haldnar voru í september síð- astliðnum, svo góðar, að sögn Gunn- hildar, því ekki hafði verið ætlunin að halda aftur búðir fyrr en í sept- ember á þessu ári. Það verður því boðið upp á tvennar Þjálfarabúðir á þessu ári og undirbúningur er þegar hafinn fyrir þær í september. „Í fyrra komu 120 sjúkraþjálfarar, einkaþjálfarar og íþróttaþjálfarar í búðirnar og stór hluti þess hóps ætl- ar að koma aftur núna. Auk þess hef ég verið að taka við skráningu frá erlendum þátttakendum. Við erum með þessum Þjálfarabúðum að skapa vettvang fyrir breiðan hóp fagaðila til þess að tengjast, skiptast á hugmyndum og mögulega vinna saman. Þjálfarar hafa sagt mér að almennt vinni hver og einn í sínu horni og gætt hefur ákveðinna for- dóma gagnvart öðrum fagstéttum sem oftar en ekki er vegna þekking- arleysis á getu og kunnáttu hinna,“ sagði Gunnhildur í samtali við blaða- mann. Styrktar- og ástandsþjálfun Þjálfarabúðirnar standa yfir í 3 daga, frá fimmtudeginum 24. febr- úar til laugardagsins 26. þar sem boðið verðu upp á námskeið með þremur erlendum fyrirlesurum. Námskeiðin ná þvert á allar íþrótta- greinar og til allra þeirra fagaðila sem eru í einhvers konar líkams- þjálfun og meðhöndlun. „Námskeiðin eru ekki síður að ná til þeirra íþróttamanna sem vilja skara framúr og hafa brennandi áhuga og þekkingu á efninu. Við höf- um fengið þrjá frábæra þjálfara til liðs við okkur. Dave Jack mætir aft- ur en hann vann hug og hjörtu þátt- takenda síðast og höfðu margir orð á að vilja sérstaklega fá hann aftur. Að hámarka árangur og lágmarka meiðsli „Núna þegar kreppir að er minna um að þjálfarar geti sótt námskeið erlendis og með Þjálfarabúðum er Keilir að opna fyrir þá möguleika að sækja heimsklassa námskeið í styrktar- og ástandsþjálfun í heimalandinu,“ sagði Gunnhildur Vil- bergsdóttir, forstöðumaður Heilsuskóla Keilis, miðstöð vísinda, fræða og atvinnu- lífs um Þjálfarabúðir sem framundan eru í skólanum á Ásbrú. Forstöðumaðurinn Gunnhildur Vil- bergsdóttir er forstöðumaður Heilsuskóla Keilis. Vefsíðuna Copenhagencyclechic.com mætti kalla tískublogg hjólreiða- áhugamannsins. Þarna eru birtar ljósmyndar af fólki á reiðhjóli, að- allega í Danmörku en líka víðar að úr veröldinni. Það er mjög gaman að skoða þetta blogg og sjá hinar mörgu gerðir af hjólum sem til eru, sniðugar lausnir, hvernig fólk klæðir sig á hjóli og hvernig það hjólar úti í umferðinni. Það eru ekki bara birtar nýjar myndir af hjólandi fólki heldur grefur síðuhaldari líka upp alls konar myndir úr hjólasögunni, sýnir til dæmis hver hjólatískan var 1940. Nýjar færslur koma nánast daglega inn á síðuna enda af nægu að taka í Danmörku þegar það kemur að hjól- reiðum. Þar er hjólamenningin í há- vegum höfð og liggur við að maður öfundi Dani að geta farið allra sinna ferða svona fyrirhafnarlaust, að virð- ist, á hjóli. Nýjasta færslan, frá því í gær, fjallar um hvernig má ferðast um með börn á hjóli og sýnir margar og mis- munandi myndir af fólki á hjóli með kassa/kerru á til að hafa börnin í. Flestir eru með kassann framan á hjólinu og í honum situr barnið, jafn- vel í barnabílstól. Fullorðnir fá líka að sitja í miðað við myndirnar. Endilega kíkið á þetta líflega og skemmtilega hjólreiðablogg. Vefsíðan www.copenhagencyclechic.com Cycle Chic Flottur fararskjóti og hagkvæmur. Tískublogg hjólreiðamannsins Þótt það sé alltaf gott að vera í sömu öruggu rútínunni getur verið enn betra að ögra sjálfum sér stundum og prófa eitthvað nýtt. Ef þú ætlar á hlaupabrettið eftir vinnu eins og allt- af farðu þá frekar í boxtíma eða spinning, það gæti veitt þér meiri út- rás en þú gerir ráð fyrir. Farðu upp fjallið sem þú taldir þig ekki geta klifrað og öskraðu svo út í loftið á toppnum „ekkert mál“, það ætti að veita þér góða útrás og kannski kem- ur á óvart hvað það er gott að öskra upp í vindinn eins hátt og hægt er. Það er ótrúlega gaman að ögra sjálfum sér þegar kemur að hreyf- ingu jafnvel þótt það sé bara að ganga nýja leið heim. Endilega … … ögrið ykkur Reuters Ögrun Gæti komið á óvart. Flestir vita að það að borðafimm skammta af ávöxtumog grænmeti á dag gagnast mikið betur en tuttugu mínútur í ljósabekk eða tvær stundir í sólbaði. Ný rannsókn sýnir fram á að það gerir okkur líka meira aðlaðandi í augum hins kynsins. Þessi niðurstaða er líklegri til að hafa góð áhrif á mat- aræði ungs fólk en nokkur önnur heilsuráðlegging sem hefur komið fram. „Núna getum við sagt við ung- lingana að ef þeir borða ávexti og grænmeti muni þeir líta betur út á sex til átta vikum. Niðurstöður okkar sýna fram á að það að borða hollt og að halda sér frá sólarljósi lætur fólk líta heilbrigðara út og virka meira að- laðandi í augum hins kynsins,“ segir Ian Stephen einn þeirra sem komu að rannsókninni. Lykilatriðið í þessu er karótínið sem er andoxunarefni sem er ábyrgt fyrir rauða litnum á til dæmis tómöt- um, papriku, plómum og gulrótum. Þegar ávextir og grænmeti með ka- rótíni er borðað glæðir þessi rauði lit- ur húð fólks smá gulum lit, eða frekar heilbrigðum gullnum ljóma. „Karót- ínið er geymt í fitunni undir húðinni. Það dregst líka með blóðvökvanum upp á yfirborð húðarinnar og veldur þessum gullna lit,“ segir Stephen. „Það eru tveir aðalþættir sem hafa áhrif á húðlitinn, annar er karótínið hinn er melanín sem gefur brúna húðlitinn sem er tengdur við sól- brúnku. Ég notaði litrófsmæli til að mæla litabreytingar tengda karót- ínmagni og síðan melanínmagni í húðinni. Síðan notaði ég tölvuforrit og leyfði þátttakendum að setja eins mikið magn karótín- og melanínlit- arins í andlitsmyndir til að láta fólkið á þeim líta út fyrir að vera eins aðlað- andi og mögulegt var. Þátttakendur juku melanínlitinn aðeins á mynd- unum en karótínlitinn juku þeir mik- ið sem bendir til þess að gullni húðlit- urinn sem grænmeti og ávextir gefa okkur þyki fallegri en sá sem sólar- ljósið gefur okkur,“ segir Stephen. Í öðrum hluta rannsóknarinnar var haldið utan um það magn ávaxta og grænmetis sem annar hópur af þátttakendum borðaði yfir daginn og síðan var húðlitur þeirra skoðaður til að staðfesta að gullni ljóminn út- skýrðist af breytingum í karótín- magni en ekki af öðrum litarefnum eins og melanín. Þátttakendur með „gullna ljómann“ þóttu meira aðlað- andi en aðrir. Rannsóknarniðurstöð- urnar benda til þess að hraustlegur gullinn ljómi sem kemur fram hjá einstaklingum sem borða mikið af ávöxtum og grænmeti sé settur að jöfnu við kynferðislegt aðdráttarafl. Heilsa Hollt mataræði gefur aðlaðandi gullinn ljóma Reuters Hraust Natalie Portman borðar eflaust mikið af ávöxtum og grænmeti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.