Morgunblaðið - 22.02.2011, Blaðsíða 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRÚAR 2011
Enzo nefnist hundur einnsem segir okkur sögusína í þessari bók. Enzoer valinn úr hvolpahópi
úti í sveit af honum Dennis sem
starfar sem atvinnuökuþór, en líf
hans snýst um kappakstur og kapp-
akstursbíla. Fyrst eru Enzo og
Dennis bara einir
en svo kemur
Eva inn í líf
þeirra og verða
hún og Dennis
ástfangin. Þau
eignast stúlku,
Zoë, sem er í
miklu uppáhaldi
hjá Enzo. Ham-
ingjan leikur við
fjölskylduna
þangað til Eva
fær sjúkdóm sem Enzo skynjar áður
en hún uppgötvar hann. Þegar upp
kemst um veikindi Evu fer lífið á
annan endann hjá litlu fjölskyldunni
og Dennis á ekki sjö daga sæla,
Enzo reynir að gera honum lífið
bærilegt og tekur þátt í sorginni
með eiganda sínum.
Söguna segir Enzo okkur þegar
hann er orðinn gamall og veikburða
og veit að komið er að leiðarlokum.
Hann rifjar upp líf sitt hjá þessari
ágætu fjölskyldu, frá því hann var
hvolpur og fram á síðasta dag.
Það háir Enzo helst að hann er
hundur og kemur það oft fram í sög-
unni, að hann getur ekki bjargað
málunum því hann talar ekki manna-
mál, skrifar ekki og hefur ekki hend-
ur til að opna dyr. Hann getur ekki
gert sig auðveldlega skiljanlegan á
annan hátt en hundar geta. Það er
eins og höfundurinn, Garth Stein, fái
ekki nóg af því að tyggja ofan í les-
andann að Enzo sé hundur og
hundar geti ekki talað, eins og les-
andinn geti ekki sagt sér það sjálfur
eftir að komið er í ljós að sagan er
sögð út frá sjónarhóli hunds.
Dennis og Enzo hafa mjög gaman
af formúlukappakstri og horfa mikið
á slíkt saman í sjónvarpinu. Enzo er
uppfullur af kappakstursáhuga og
líkir oft lífinu við kappakstur. Það
koma heilu kaflarnir þar sem hann
notar kappakstursfræðin til að út-
skýra lífið. Þeir sem lesa þessa bók
þurfa því að hafa áhuga á hundum,
kappakstri og dramatík.
Vissulega er þetta hjartnæm saga
sem fær eflaust marga til að tárfella
en hún fer líka stundum svo yfir
strikið í tilfinningunum að hún er
varla lesandi. Þeim sem trúa því
ekki að hundar hafi mannshuga á
líklega eftir að finnast þessi bók
ótrúverðug á köflum.
Það hefur verið í tísku undanfarið
að segja sögur út frá sjónarhorni
dýra, Enzo er ekkert einsdæmi. En
mér finnst Stein ekki takast vel upp
með að blanda saman fjölskyldusög-
unni og kappakstri, auk þess að
hann smyr söguna með svo mikilli
dramatík og tilfinningum að manni
þykir nóg um. Nú er verið að kvik-
mynda söguna um Enzo og ef mynd-
in verður eitthvað í líkingu við bók-
ina þarf annaðhvort að mæta með
bunka af snýtupappír eða gubbudall
í bíó.
Hundur, kappakstur
og dramatík
Kilja
Enzo – Garth Stein bmnnn
Bókaútgáfan Tindur
INGVELDUR
GEIRSDÓTTIR
BÆKUR
Jóhann Friðgeir
Valdimarsson er
gestur á hádeg-
istónleikum
ungra einsöngv-
ara í Íslensku óp-
erunni í dag,
þriðjudag. Hefj-
ast tónleikarnir
klukkan 12.15.
Efnisskrá
þessara hádeg-
istónleika verður í dramatískara
lagi, en á þeim verða fluttar aríur
og samsöngvar úr óperum eftir
Verdi, Mascagni, Puccini og Bizet,
þar á meðal Blómaarían úr Carmen
og Un di felice úr La traviata.
Á undanförnum árum hefur Jó-
hann Friðgeir sungið mörg stór
hlutverk við Íslensku óperuna, m.a.
Hertogann í Rigoletto, Turiddu í
Cavalleria Rusticana, Canio í I
Pagliacci og Alfredo í La traviata.
Aðrir flytjendur eru að venju úr
röðum ungra íslenskra einsöngv-
ara; þau Egill Árni Pálsson, Gréta
Hergils Valdimarsdóttir, Hörn
Hrafnsdóttir, Jóhanna Héðinsdóttir
og Magnús Guðmundsson.
Antonía Heversí leikur á píanó
og sér Sibylle Köll um sviðsetningu
atriðanna.
Rósa Magnús-
dóttir, lektor í
rússneskri sagn-
fræði við Háskól-
ann í Árósum í
Danmörku, flytur
í dag fyrirlestur í
hádegisfundaröð
Sagnfræðinga-
félags Íslands,
Hvað er kynja-
saga?
Nefnir hún fyrirlesturinn Þóra og
Kristinn: Ævisaga – hjónasaga –
kynslóðasaga – kynjasaga?
Í fyrirlestrinum fjallar Þóra um
ævisögu hjónanna Þóru Vigfús-
dóttur og Kristins E. Andréssonar í
ljósi sambands þeirra við sjálfstæð-
isbaráttu Íslendinga, kvennabarátt-
una, kommúnismann, Sovétríkin og
alþjóðahyggjuna. Fjallar Rósa um
sögu hjónanna og mögulegar að-
ferðir við nálgun hennar.
Fyrirlesturinn verður í Þjóð-
minjasafninu og hefst kl. 12.05.
Saga Krist-
ins og Þóru
Rósa
Magnúsdóttir
Myndröð pólska ljósmyndarans
Adam Pañczuks, sem er hluti sýn-
ingarinnar (Ei)land eða IS(not),
sem opnaði í Hofi á Akureyri í lið-
inni viku, hlaut önnur verðlaun sem
„porterttmyndröð ársins“ í einni
virtustu ljósmyndasamkeppni sam-
tímans, Picture of the Year Int-
ernational (POY). Myndröðina, sem
kallast „Hidden People“, tók Pañc-
zuk hér á landi og vann með texta
Sindra Freyssonar rithöfundar.
Sýna myndirnar Íslendinga sem
tengjast huldufólks- og álfatrú á
ýmsan hátt.
Í verkefninu (Ei)land tóku fimm
ungir pólskir ljósmyndarar höndum
saman við fimm íslenska rithöfunda
og unnu að verkefnum hér á landi.
Afraksturinn er kominn út í veg-
legri bók. Settar verða upp þrjár
sýningar á verkefninu hér á landi
og þrjár í Póllandi; á eftir Hofi
verður sýningin sett upp í Gerðu-
bergi í Reykjavík og síðan í Lista-
safni Árnesinga.
Í verðlaunaröðinni eru sjö ljós-
myndir af viðmælendum Sindra og
Pañczuks í íslenskri náttúru.
Huldufólksmynd-
ir verðlaunaðar
Myndröð Pañczuks valin önnur besta
Ljósmynd/Adam Pañczuk
Ein verðlaunamyndanna Á þessari mynd Pañczuks má sjá Sigurlaugu
Dagsdótur í óræðu umhverfi en fyrirsæturnar eru allar úti í náttúrunni.
Verðlaunaraðirnar í portrettflokki
POY má sjá á slóðinni
www.poyi.org/68/15/
Jóhann
Friðgeir
gestur
Drama í hádeginu í
Íslensku óperunni
Jóhann Friðgeir
Valdimarsson
568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is
NEI, RÁÐHERRA! (Stóra sviðið)
Þri 22/2 kl. 20:00 forsýn Sun 6/3 kl. 20:00 5.k Fös 25/3 kl. 22:00 aukasýn
Mið 23/2 kl. 20:00 forsýn Þri 8/3 kl. 20:00 aukasýn Lau 26/3 kl. 19:00 12.k
Fim 24/2 kl. 20:00 forsýn Mið 9/3 kl. 20:00 6.k Fös 1/4 kl. 19:00
Fös 25/2 kl. 20:00 frumsýn Fös 11/3 kl. 19:00 7.k Lau 2/4 kl. 19:00
Lau 26/2 kl. 19:00 2.k Fös 11/3 kl. 22:00 aukasýn Sun 3/4 kl. 20:00
Þri 1/3 kl. 20:00 aukasýn Mið 16/3 kl. 20:00 8.k Fim 7/4 kl. 20:00
Mið 2/3 kl. 20:00 3.k Fim 17/3 kl. 20:00 9.k Lau 9/4 kl. 19:00
Fös 4/3 kl. 19:00 4.k Fös 18/3 kl. 19:00 10.k Sun 10/4 kl. 20:00
Fös 4/3 kl. 22:00 aukasýn Fös 18/3 kl. 22:00 ný aukas Sun 17/4 kl. 20:00
Lau 5/3 kl. 19:00 aukasýn Fim 24/3 kl. 20:00 11.k
Lau 5/3 kl. 22:00 aukasýn Fös 25/3 kl. 19:00 aukasýn
Tveggja tíma hláturskast...með hléi
Ofviðrið (Stóra sviðið)
Fim 3/3 kl. 20:00 Fim 10/3 kl. 20:00 Sun 13/3 kl. 20:00
Ástir, átök og leiftrandi húmor
Fjölskyldan (Stóra svið)
Sun 27/2 kl. 19:00 aukasýn Sun 20/3 kl. 19:00 aukasýn Fim 31/3 kl. 19:00 lokasýn
Lau 12/3 kl. 19:00 aukasýn Sun 27/3 kl. 19:00 aukasýn
Aukasýningar vegna mikillar eftirspurnar. Allra síðustu sýningar!
Afinn (Litla sviðið)
Sun 27/2 kl. 20:00 Lau 19/3 kl. 19:00
Óumflýjanlegt framhald Pabbans. Sýnt á Stóra sviðinu í mars
Nýdönsk í nánd (Litla svið)
Mið 23/2 kl. 20:00 4.k Fös 25/2 kl. 20:00 6.k Lau 26/2 kl. 19:30
Fim 24/2 kl. 20:00 5.k Fös 25/2 kl. 22:00 Lau 26/2 kl. 22:00
Sáldrandi brjáli sem aldrei fyrr
Skoppa og Skrítla á tímaflakki (Litla svið)
Sun 27/2 kl. 12:00 Sun 27/2 kl. 14:00
Bestu vinkonur allra barna
NEI RÁÐHERRA! - Frumsýning á föstudag
Ath. Sýningar hefjast kl. 19:00
Nánar á leikhusid.is
Sími miðasölu 551 1200
Mbl, GSP
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
Karlakórinn Heimir Skagafirði
í Njarðvíkurkirkju
föstudaginn 25. febrúar kl. 20:30
í Langholtskirkju
laugardaginn 26. febrúar kl. 15:00
Forsala á tónleikana í Langholtskirkju er hjá Eymundsson í Kringlunni
Helga Rós Indriðadóttir
STJÓRNANDI
Thomas R. Higgerson
PÍANÓ
Jón Þorsteinn Reynisson
HARMONIKA
Efnisskrá fjölbreytt að vanda,
þekktar karlakóraperlur, óperukórar, ástarkvæði og hestavísur.
Einnig flytur Jón Þorsteinn nokkur sígild verk gömlu meistaranna.
www.heimir.is
N
Ý
PR
EN
T
eh
f.