Morgunblaðið - 22.02.2011, Blaðsíða 15
Saif al-Islam hafði lengi verið álitinn líklegur arftaki
föður síns, Muammars Gaddafis, áður en götumótmæl-
in hófust í Líbíu í vikunni sem leið. Hann er nú talinn
takast á um völdin við tvo bræður sína á bak við tjöldin.
Saif al-Islam, eða „Sverð íslams“ eins og nafn hans er
þýtt, er 38 ára gamall og hefur verið mjög áhrifamikill
í Líbíu þótt hann gegni ekki neinu opinberu embætti.
Hann hefur lýst sér sem umbótasinna og gegnt mikil-
vægu hlutverki í því að koma samskiptum landsins við
Vesturlönd í eðlilegt horf eftir að stuðningur Gaddafis
við hryðjuverkamenn kallaði útskúfun og einangrun
yfir landið.
Saif boðaði umfangsmiklar umbætur í ágúst 2007 og
sagði að Líbía ætti ekki að vera undir stjórn „ættar-
veldis, konungs eða einræðisherra“. Hann tilkynnti ári
síðar að hann hygðist hætta öllum afskiptum af stjórn-
málum. Yfirlýsingar hans síðustu daga benda þó til
þess að hann vilji enn láta að sér kveða í stjórnmál-
unum.
Saif er elsti sonur annarrar eiginkonu Gaddafis og
næstelstur af alls sjö sonum og einni dóttur
einræðisherrans. Gaddafi hefur einnig ættleitt tvö
börn, bróðurson sinn og stúlku sem beið bana í loft-
árás sem Ronald Reagan, þáverandi forseti Banda-
ríkjanna, fyrirskipaði árið 1986 vegna stuðnings
Gaddafis við hryðjuverkamenn.
Fregnir herma að einn sona Gaddafis,
Khamis, stjórni árásum öryggissveitanna á
mótmælendur í Benghazi, næststærstu
borg landsins.
Fjórði elsti sonur Gaddafis,
Muatassim, er þjóðaröryggis-
ráðgjafi einræðisherrans og hef-
ur einnig verið nefndur sem líklegur arftaki hans. Að
sögn fréttaskýranda The Guardian virðast þeir Khamis
og Muatassim hafa verið áhrifameiri en Saif á síðustu
mánuðum.
Elsti sonur Gaddafis, Muhammad, er formaður
ólympíunefndar Líbíu og þriðji elsti sonurinn, Saadi,
fer fyrir knattspyrnusambandi landsins. Hann var áður
atvinnumaður í fótbolta, meðal annars hjá ítölsku lið-
unum Sampdoria og Perugia.
Fimmti elsti sonurinn, Hannibal, er á hinn bóginn al-
ræmdur fyrir ofbeldi og áfengis- og fíkniefnaneyslu.
Hann var til að mynda í fangelsi í Sviss í tvo daga og
ákærður fyrir árás á tvo starfsmenn sína í Genf í júlí
2008 en látinn laus gegn tryggingu. Ákæran varð til
þess að stjórnvöld í Líbíu bönnuðu innflutning á sviss-
neskum varningi, kölluðu starfsmenn líbíska sendiráðs-
ins í Sviss heim og létu loka skrifstofum svissneskra
fyrirtækja í Líbíu.
Saif hefur þó verið þekktastur bræðranna á Vestur-
löndum. Hann kom á fót góðgerðarstofnun árið
1997 og hefur komið fram sem nokkurs konar
sendiherra landsins í mannúðarmálum. Hann
nam arkitektúr og verkfræði við Al-Fateh há-
skóla í Trípolí og hefur oft verið nefndur
„Verkfræði-Saif“. Hann fór síðar í framhalds-
nám í Austurríki og tók doktorsgráðu í
London School of Economics.
Saif mun vera einhleypur, er sagður
halda ljón sem gæludýr, hafa mikla
unun af sjóstangaveiði, veiðum með
hjálp fálka og útreiðum, auk þess
sem hann málar í frístundum, að
sögn fréttaveitunnar AFP.
FRÉTTIR 15Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRÚAR 2011
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Mótmælendur í Líbíu náðu næst-
stærstu borg landsins, Benghazi, og
nokkrum fleiri borgum og bæjum á
sitt vald í gær. Átök blossuðu einnig
upp í höfuðborginni Trípolí í fyrsta
skipti frá því að mótmæli hófust í
austanverðu landinu í vikunni sem
leið. Breska ríkisútvarpið, BBC,
kvaðst hafa heimildir fyrir því að
Muammar Gaddafi hefði flúið frá
höfuðborginni.
Mannréttindasamtök segja að
hundruð manna hafi beðið bana í
skotárásum öryggissveita á mót-
mælendur. Þessi harkalegu viðbrögð
gætu komið einræðisstjórn Muamm-
ars Gaddafis í koll og ýmislegt benti
til þess að í gær að hann væri að
missa tökin á landinu eftir að hafa
verið einráður í tæp 42 ár.
Mikil óvissa ríkir um ástandið í
Líbíu þar sem erlendum fréttamönn-
um er bannað að starfa í landinu.
Fregnir hermdu þó að öryggissveitir
hefðu hleypt af byssum í miðborg
Trípolí í gær og beitt táragasi gegn
mótmælendum. Áður höfðu mót-
mælendur ráðist á byggingu ríkisút-
varpsins og -sjónvarpsins og kveikt í
opinberum byggingum í höfuðborg-
inni.
Sneru baki við Gaddafi
Dagblað í Líbíu skýrði frá því að
dómsmálaráðherra landsins hefði
sagt af sér vegna þess að hann teldi
að yfirvöld hefðu beitt of mikilli
hörku. Nokkrir stjórnarerindrekar
hafa einnig sagt af sér vegna blóðs-
úthellinganna, þeirra á meðal sendi-
herra Líbíu á Indlandi og sendimað-
ur hjá Arababandalaginu.
Mohamed Bayou, sem lét af störf-
um sem aðaltalsmaður líbísku ríkis-
stjórnarinnar fyrir mánuði, gagn-
rýndi ráðamennina í gær fyrir að
beita mótmælendur ofbeldi. Hann
hvatti ráðamennina til að hefja við-
ræður við stjórnarandstöðuna.
Þá hafa leiðtogar tveggja stórra
ættflokka lýst yfir stuðningi við mót-
Borgir á valdi mótmælenda
Reuters
Ofbeldi mótmælt Námsmenn í Seúl mótmæla árásum á mótmælendur og krefjast lýðræðis í Mið-Austurlöndum.
Uppreisnarmenn þjörmuðu að einræðisstjórn Gaddafis í Líbíu eftir mannskæðar árásir öryggissveita
Skotið á mótmælendur í höfuðborginni Sonur einræðisherrans varar við blóðugu borgarastríði
Undirbúa brottflutning
» Stjórnvöld í Evrópuríkjum
bjuggu sig í gær undir að
senda flugvélar til Líbíu til að
sækja þúsundir Evrópumanna
sem dvelja í landinu.
» Stór fyrirtæki á borð við
breska olíufyrirtækið BP og
ítalska orkurisann ENI bjuggu
sig einnig undir að flytja
starfsmenn sína á brott.
» Heimsmarkaðsverð á olíu
hækkaði vegna ólgunnar í Líbíu
og fleiri olíuframleiðsluríkjum.
Synir Gaddafis takast á
um völdin á bak við tjöldin
„Verkfræði-Saif“ í baráttu við þjóðaröryggisráðgjafa
Saif al-Islam
Leiðtoga aðildarríkja Evrópusam-
bandsins virðist greina á um hvern-
ig bregðast eigi við ofbeldinu sem
öryggissveitir hafa beitt mótmæl-
endur í Líbíu, sem var nýlenda Ítal-
íu fyrir síðari heimsstyrjöldina.
Franco Frattini, utanríkis-
ráðherra Ítalíu, tók undir viðvaranir
stjórnvalda í Líbíu og sagði að mikil
hætta myndi stafa af „íslömsku
furstadæmi við landamærin að Evr-
ópu“ ef uppreisnarmenn í Benghazi
kæmust til valda. Silvio Berlus-
coni, forsætisráðherra Ítalíu,
sagði að hann myndi ekki „ónáða“
náinn vin sinn, Gaddafi.
Leiðtogar annarra Evrópuríkja
hafa gagnrýnt manndráp líb-
ísku öryggissveitanna. Stjórn
Líbíu svaraði gagnrýninni
með því að hóta að slíta sam-
starfi við ESB-ríki í barátt-
unni gegn ólöglegum inn-
flutningi fólks til Evrópu.
Óttast „íslamskt furstadæmi“
RÍKISSTJÓRN ÍTALÍU HEFUR MIKLAR ÁHYGGJUR AF UPPREISNINNI
200 km
Heimildir: CIAWorld Factbook, Orkuupplýsingastofnun
Bandaríkjanna, fréttir fjölmiðla
Ath.: Allar tölur eru áætlaðar og miðaðar við síðastliðið
ár nema annað sé tekið fram
LÍBÍA Í HNOTSKURN
LANDIÐ
Sjálfstæði: 1951, var fyrst
konungdæmi, eftir að hafa
verið verndarsvæði SÞ
Stærð: 1.759.540 ferkílómetrar
EFNAHAGUR
Landsframleiðsla á mann: 1,6 millj. kr.
Hagvöxtur: 3,3%
Atvinnuleysi: 21% (2009)
Innflutningur: 2.860 milljarðar kr.
Vörur: Tæki, hálfunnar vörur, matvæli, samgöngutæki,
neytendavörur
Útflutningur: 5.250 milljarðar kr.
Vörur: Hráolía, hreinsuð olía,
jarðgas, efni
Þekktur hráolíuforði:
44,3
milljarðar fata Önnur
lönd
402,9
milljarðar
fata
OPEC-ríki
951,3 milljarðar
fata
ÞJÓÐIN
Íbúafjöldi: 6.461.454
Íbúar í þéttbýli: 78% (2008)
Meðallífslíkur: 77,47 ár
Hlutfall læsra: 82,6%
Tungumál:
arabíska, ítalska, enska
Þjóðernishópar: Trúarbrögð:
sunní-
múslímar 97%
Aðrir 3%
berbar og
arabar 97%
Aðrir 3%
Muammar
Gaddafi
Hefur verið
leiðtogi landsins
frá valdaráni
hersins árið 1969
þegar Ídris
al-Sanusi konungi
var steypt
af stóli.
Miðjarðarhaf
L Í B Í A
E
G
Y
P
TA
LA
N
D
TSJAD
TÚNIS
Trípoli
Átök blossuðu
upp á milli
þúsunda mót-
mælenda og
stuðningsmanna
Gaddafis á sunnu-
dag. Lögregla
beitti táragasi
Benghazi
Þúsundir manna
mótmæltu á
götunum, virtust
ná borginni á sitt
vald þar til
öryggissveitir
skutu tugi
manna til bana
mælendur og er það álitið mikið áfall
fyrir Gaddafi.
Fréttaskýrandi BBC í Egypta-
landi sagði að svo virtist sem það
væri nú ekki lengur spurning um
hvort heldur hvenær einræðisstjórn
Gaddafis félli. Margir Líbíumenn
óttuðust þó að blóðsúthellingarnar
héldu áfram á næstu dögum.
Mannréttindasamtökin IFHR
sögðu að allt að 400 manns hefðu
beðið bana í árásum öryggissveita á
mótmælendur síðustu daga.
Einn sona Gaddafis, Saif al-Islam,
flutti ávarp í sjónvarpi í fyrrakvöld
og varaði við því að landið rambaði á
barmi borgarastyrjaldar. „Líbía er á
krossgötum,“ sagði hann. „Ef við
náum ekki samkomulagi strax um
umbætur … mun blóðelfur renna
um Líbíu.“
Ræðan þótti sundurlaus og til
marks um örvæntingu meðal ráða-
manna landsins. „Við grípum til
vopna … berjumst til síðustu
byssukúlu,“ sagði hann.
„Við tortímum uppreisn-
aröflunum. Ef allir eru
vopnaðir, þá verður
borgarastríð, við ber-
umst á banaspjót.
Líbía er ekki Egypta-
land eða Túnis.“
Gaddafi faðmar
Berlusconi í Róm í
nóvember 2009.