Morgunblaðið - 22.02.2011, Blaðsíða 14
FRÉTTASKÝRING
Þórður Gunnarsson
thg@mbl.is
Mikilvægt er að almenningur geti
kynnt sér upplýsingar um eignasafn
skilanefndar Landsbankans til að
allir geti tekið upplýsta afstöðu til
Icesave-laganna sem forseti Íslands
skaut til þjóðaratkvæðagreiðslu á
sunnudaginn. Þetta segir Kristján
Þór Júlíusson, sem á sæti í fjárlaga-
nefnd Alþingis. „Það hlýtur að vera
grundvallarkrafa að fá í hendur upp-
lýsingar um virði þeirra eigna sem
ætlað er að standa undir meginhluta
þeirra krafna sem gerðar eru í
þrotabú Landsbankans,“ segir hann.
Aðeins skilanefndin
hefur gert mat
Kristján nefnir að skilanefnd
Landsbankans hafi fyrir skömmu
komið á fund fjárlaganefndar og
kynnt nefndarmönnum í trúnaði
helstu eignir sem væru í vörslu
þrotabúsins. „Mér heyrðist sem
skilanefndarmenn væru varfærnir í
mati á eignasafninu. Ég og aðrir
nefndarmenn höfum náttúrulega
fyrst og fremst orð skilanefndarinn-
ar fyrir því, hversu varfærnir þeir
eru og erum ekki í aðstöðu til að
leggja sjálfstætt mat á verðmæta-
mat þeirra skilanefndarmanna. Það
hefur enginn opinber aðili látið vinna
sjálfstætt mat á verðmæti eigna-
safnsins,“ segir Kristján í samtali við
Morgunblaðið. Hann nefnir að
nefndarmenn hafi á fundi með skila-
nefndinni fengið í hendur ýmis gögn
um eignasafn bankans. Hins vegar
hafi þeim ekki verið heimilt að halda
þeim gögnum eftir. „Við erum nú
orðin ýmsu vön í fjárlaganefndinni.
Mér þykir svo sem skiljanlegt upp að
vissu marki að menn vilji ekki dreifa
viðskiptaupplýsingum sem kunna að
vera viðkvæmar, sérstaklega ef
menn eru mitt í eignasölu eða öðru í
þeim dúr.“
Skilanefnd Landsbankans kom því
á framfæri við Morgunblaðið í gær
að lítill áhugi væri fyrir því að taka
þátt í umræðu Icesave-málið. Benti
skilanefndin á fjárhagsupplýsingar
um eignasafn bankans sem birtar
voru fyrir þriðja ársfjórðung síðasta
árs. Jafnframt mundi uppfært mat á
eignum þrotabúsins, miðað við stöðu
í árslok 2010, verða birt í byrjun
næsta mánaðar, en þá verður hald-
inn næsti kröfuhafafundur bankans.
Tóku mið af verstu niðurstöðu
Lárus Blöndal, sem sat í Icesave-
samninganefndinni fyrir hönd
stjórnarandstöðunnar, segir að
nefndarmenn hafi miðað við varleg-
ustu niðurstöðu í öllum fyrirliggjandi
málum sem kunna að hafa áhrif á
endanlegar heimtur upp í forgangs-
kröfur, sem lýst var í þrotabú Lands-
bankans. Stuðst hafi verið við mat
skilanefndar Landsbankans á verð-
mæti eignasafnsins, sem Lárus segir
vera með allra hóflegasta hætti. „Við
reiknuðum að vísu með 10 milljarða
ávöxtun á eignasafninu, til þess að
vekja athygli á því að eignasafnið er í
fullri ávöxtun og mundi því aukast að
verðmæti af þeirri ástæðu. Í mati
okkar á kostnaði vegna samningsins
gerðum við líka ráð fyrir að heild-
söluinnlán yrðu samþykkt sem for-
gangskröfur af dómstólum, en bæði
slitastjórnir Glitnis og Kaupþings
úrskurðuðu slíkar kröfur sem al-
mennar. Þá gáfum við okkur ekki að
túlkun Ragnars Hall á lögunum um
gjaldþrotaskipti myndi ná fram en
það myndi þýða mun hagstæðari nið-
urstöðu ef það gerðist. Við sjáum að
útgefin skuldabréf gamla Lands-
bankans hafa ennþá ákveðið verð-
mæti á markaði, sem bendir til þess
að almennir kröfuhafar bankans beri
væntingar til þess að heimtur verði á
almennum kröfum, en það bendir til
þess að markaðurinn vænti fullra
heimtna á forgangskröfum,“ segir
Lárus Blöndal.
Óljósar upplýsingar um eignasafn
Morgunblaðið/hag
Eignasafn Verðmat á eignasafni skilanefndar Landsbankans hefur aðeins verið framkvæmt af skilanefndinni sjálfri.
Fjárlaganefndarmaður segir mikilvægt að greinarbetri upplýsingar um eignasafn Landsbankans
verði gerðar almenningi aðgengilegar Enginn opinber aðili hefur látið gera mat á eignasafninu
Eignir Landsbankans
» Kristján Þór Júlíusson, sem
situr í fjárlaganefnd, segir að
skilanefndarmenn hafi haldið
yfirgripsmikla kynningu á eign-
um gamla bankans. Hins vegar
hafi nefndarmönnum ekki ver-
ið heimilt að halda eftir nein-
um gögnum.
» Enginn opinber aðili hafi
jafnframt framkvæmt áreið-
anleikakönnun eða sjálfstætt
verðmat á eignum bankans.
» Einn meðlima samninga-
nefndar segir mat skilanefndar
á eignum í hóflegasta lagi.
14 FRÉTTIRViðskipti | atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRÚAR 2011
Örn Arnarson
ornarnar@mbl.is
Væntingavísitala þýskra stjórnenda
hefur ekki verið hærri frá árinu 1991
samkvæmt síðustu mælingu. Á sama
tíma benda mælingar á innkaupum
fyrirtækja í þjónustu og iðnaði á evru-
svæðinu til þess að mikill vöxtur hafi
verið í einkageiranum í febrúarmán-
uði. Hin svokallaða PMI-vísitala (e.
Purchasing Managers Index) á evru-
svæðinu mælist nú 58,4 og hefur ekki
verið hærri frá því í júlí 2006. Vísital-
an fyrir Þýskaland stendur í 62,6 stig-
um og hefur ekki verið hærri frá
árinu 1996.
Eins og fram kemur í umfjöllun
Financial Times benda þessir hagvís-
ar meðal annars til að fyrirtæki séu í
auknum mæli að velta hækkunum á
aðföngum á borð við eldsneyti og hrá-
vöru út í verðlag. Þessi þróun gæti
leitt til þess að verðbólga haldist yfir
markmiðum Evrópska seðlabankans
en áður hefur verið talið.
Verðbólga á evrusvæðinu mælist
nú um 2,4%. Evrópski seðlabankinn
hefur ekki enn gripið til aðgerða og
hækkað vexti enda hafa vonir staðið
til að um sé að ræða tímabundið skot
vegna hækkana á hrávöruverði sem
muni ganga til baka. En eins og fyrr
segir benda nýjustu hagvísar til þess
að fyrirtæki séu nú þegar farin að ýta
þessum kostnaðarhækkunum út í
verðlagið, sem svo styrkir víxlverk-
anir á verðbólguhorfur.
Ekki er útilokað að þessi þróun
muni styrkjast enn frekar vegna al-
mennra launahækkana í Þýskalandi á
næstunni. Bæði Angela Merkel,
kanslari Þýskalands, og Rainer Brue-
derle, efnahagsráðherra í ríkisstjórn
hennar, hafa kallað eftir því að at-
vinnurekendur geri vel við verka-
menn í kjarasamningum þar sem þeir
hafi fallist á litlar launahækkanir und-
anfarin ár vegna efnahagsástandsins.
Nú hefur þýska hagkerfið hinsvegar
rétt úr kútnum og þar af leiðandi er
svigrúm til launahækkana til staðar
að margra mati.
Jean-Claude Trichet, seðlabanka-
stjóri Evrópu, tjáði sig um þetta um
helgina og sagði í viðtali við franska
útvarpsstöð að það væri „heimsku-
legt“ að láta undan þrýstingi um
hærri laun eins og sakir standa enda
væri slíkt ógn við stöðugt verðlag.
Verða Þjóðverjar að sætta
sig við verðbólgu?
Þar sem ekkert lát virðist vera á
kraftinum í þýska hagkerfinu um
þessar mundir og tölur fyrir evru-
svæðið í heild sinni sýna einnig merki
um vöxt beinast spjót flestra að vaxt-
arákvörðunum Evrópska seðlabank-
ans á næstunni. Augljós rök eru fyrir
því að hækka þurfi vexti til þess að
tryggja verðstöðugleika vegna upp-
gangsins í Þýskalandi en að sama
skapi myndi vaxtahækkun verða
verst stöddu hagkerfum evrusvæðis-
ins þung í skauti.
Þessi vandi hefur meðal annars
fengið þekkta hagfræðinga á borð við
Jim O’Neill, aðalhagfræðing Goldman
Sachs, til þess að álykta sem svo að
Þjóðverjar þurfi að læra að sætta sig
við hærri verðbólgu en þeir eru vanir
vegna stöðu mála í öðrum hagkerfum
evrusvæðisins.
Verðbólguþrýstingur
magnast upp í Evrópu
Reuters
Lest Þýska hagvaxtarvélin dregur
vagninn á evrusvæðinu.
Framleiðendur farnir að velta hækkunum á hrávöru út í
verðlagið Þýska væntingavísitalan ekki hærri síðan 1991
● Fjölgað var um tvo, úr þremur í fimm, í aðalstjórn Nýherja hf. á aðalfundi félags-
ins á föstudag. Ný í aðalstjórn eru Jafet S. Ólafsson, framkvæmdastjóri hjá Veigari
fjárfestingafélagi, og Hildur Dungal lögfræðingur.
Auk þeirra sitja Benedikt Jóhannesson, Árni Vilhjálmsson og Guðmundur Jóh.
Jónsson í aðalstjórn félagsins. Þá var Marta Kristín Lárusdóttir, lektor í tölv-
unarfræðideild við Háskólann í Reykjavík, sjálfkjörin varamaður í stjórn Nýherja
hf., að því er fram kemur í tilkynningu frá félaginu.
Fjölgað í stjórn Nýherja
!"# $% " &'( )* '$*
++,-./
+//-/.
++/-0.
0+-1,
02-.3/
+/-+4
+00-/1
+-1554
+/0-24
+35-0,
++,-4,
+/5-1
++/-35
0+-.00
02-3+/
+/-001
+01-+4
+-.21/
+/0-,+
+35-4+
0+3-510.
++4-2.
+/5-4,
++/-5.
0+-./.
02-34/
+/-04,
+01-3+
+-.245
+/1-+3
+,2-+,