Morgunblaðið - 22.02.2011, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 22.02.2011, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRÚAR 2011 Hagamelinn þangað en við lítinn fögnuð starfsfólks spítalans sem átti í tómu basli með þann mikla fjölda fólks sem fylgdi þér og vildi vera nálægt þér. Mér er sér- staklega minnisstætt þegar ég var barn hvað ég hlakkaði alltaf til að hitta ömmu á Hagamel þeg- ar ég kom til Reykjavíkur og það breyttist aldrei. Sem unglingur í keppnisferðum til Reykjavíkur gerði ég mér sérstaka ferð á Hagamelinn eða í Garðarsbúð til þess að knúsa ömmu sín þótt ekki væri erindið annað og hugði ég ekkert að því þótt öðrum ung- lingum í hópnum þætti það væm- ið eða hallærislegt. Nú í seinni tíð áttum við yndislegar stundir. Margar skemmtilegar minningar eru frá ættarmótum og fjöl- skyldupartíum þar sem þú gafst ekkert eftir í söng og dansi kom- in vel á tíræðisaldur og oftar en ekki miðpunktur gamansins fram á nótt. En allt upphaf hefur einhvern endi. Þín barátta var snörp og stóð í tæpa viku eftir heilablóðfall sem skildi þig eftir að mestu lamaða og ósjálfbjarga í fyrsta sinn í tæpa öld. Ég á erf- itt með að lýsa þeim krafti sem þú sýndir þegar þú opnaðir aug- un í banalegunni augnablik, reistir svo upp aðra höndina, tog- aðir mig í faðm þér og klappaðir mér á bakið og straukst mér um kollinn. Þessi ósérhlífni er dæmi um þessa umhyggju sem þú sýndir okkur öllum alla tíð og ekki síst þeim sem yfir þér vöktu síðustu dagana. Áhrif þessarar hinstu stundar sem þú gafst mér elsku amma mín eru að meitlast inn og eru yndislegur endir á þeirri ferð sem ég hef átt með þér í þau 45 ár sem ég hef lifað. Gott leiðir af góðu elsku amma mín og því höfum við ekki áhyggjur af þeirri vegferð sem þú hefur nú hafið. Í því ljósi vilj- um við Gestrún og strákarnir fremur líta á þetta sem gleði- stund, en kveðjum þig þó með miklum söknuði. Guð blessi þig elsku besta amman’ans alla tíð. Garðar Vilhjálmsson. Mig langar að minnast Guð- rúnar Símonardóttur ömmu minnar, eða ömmu Hagó eins og við systkinin kölluðum hana, með örfáum orðum. Guðrún amma lifði giftusama og viðburðaríka ævi þau 96 ár sem hennar naut við. Hún þurfti eins og margir aðrir á fyrri hluta síðustu aldar að hafa mikið fyrir sínu frá allt blautu barnsbeini. Dugnaður og eljusemi einkenndi alltaf ömmu allt frá því hún fór fyrst í vist til Vestmannaeyja átta ára gömul þar til hún vann sinn síðasta vinnudag, komin vel á áttræðis- aldur, í Garðarsbúð í Vesturbæ Reykjavíkur. Henni tókst með sóma að koma fimm börnum á legg og alltaf hélt hún gott og ástríkt heimili þótt stundum hafi á móti blásið. Ég varð þeirrar gæfu aðnjót- andi að fá að kynnast ömmu Guð- rúnu mjög vel þar sem ég bjó hjá henni um árabil. Alltaf gat ég leitað til hennar ef ég þurfti á góðum ráðum að halda og ég átta mig kannski betur á því nú síðar hvað margt af því sem amma ráðlagði mér og sagði við mig var rétt og átti vel við. Það er skemmst frá því að segja að amma reyndist mér mjög vel og ég mun búa að kynnum mínum við hana alla tíð og vonandi ná að miðla áfram þeim góðu lífsgild- um sem hún kenndi mér. Amma var það gæfusöm að ná að halda góðri heilsu til æviloka og henni tókst að halda heimili og sjá um sjálfa sig þótt hún væri komin vel á tíræðisaldur. Það var alltaf aðdáunarvert að spjalla við hana og skynja það hvað hún var vel inni í öllum málum og alltaf hafði hún sínar skoðanir sem ein- kenndust af skynsemi og góðvild til annarra. Það er stór hópur niðja Guðrúnar sem saknar hennar sárt en umfram allt minnist hennar með hlýju, ást og samheldni. Amma, við elskum þig öll og munum alltaf gera. Gunnar S. Jónsson. Hún amma var einstök. Henni var það eðlilegt og sjálfsagt að huga að þörfum annarra og tók þær iðulega fram yfir sínar eigin. Hún leitaðist við að skilja ólík sjónarmið og lærði snemma að það eru fleiri en ein hlið á hverju máli. Dómhörku forðaðist hún og talaði ekki illa um fólk – ekki heldur þá sem lágu vel við höggi. Hún lagði áherslu á að allir gerðu sitt besta í hverjum hlut, en vissi að atgervi og aðstaða manna var ólík og árangur þeirra í lífinu því misjafn. Samkennd og stuðning- ur í samfélagi manna væri því nauðsyn. Sjálf rækti hún skyldur sínar af kostgæfni og lagði áherslu á að syndir mannanna fælust ekki einungis í því sem þeir gerðu rangt, heldur ekki síð- ur í því sem þeir vanræktu. Hún sagði stundum í því sambandi að vanrækslusyndirnar væru verstu syndirnar. Amma þurfti snemma að hafa fyrir lífinu. Og það varð henni einnig mikill skóli. Um leið og hún gat vettlingi valdið var henni ætlað að gera gagn og sinna verkefnum upp í viðurværi sitt. Hún var send barnung frá Stokkseyri til ættfólks í Vest- mannaeyjum að gæta sér enn yngri barna. Hún var enn barn að aldri þegar faðir hennar veikt- ist alvarlega og urðu þá systkinin að leggja sig öll fram um að létta undir með heimilinu. Eftir barnaskóla á Stokkseyri fékk hún inngöngu í Flensborgarskól- ann í Hafnarfirði og jafnframt fæði og húsnæði hjá Emil Jóns- syni bæjarverkfræðingi og Guð- finnu konu hans, gegn barna- pössun og annarri aðstoð á heimilinu. En hugurinn hvarflaði út í heim og eftir gagnfræðapróf fór hún til Danmerkur, lærði kjólasaum og vann þar á sauma- stofum í nokkur ár og síðan einn- ig á Íslandi. Hún giftist afa árið 1940 og átti með honum fimm börn. Þau byggðu Hagamel 25 og eignuðust þar 2. hæðina og risið. Á árunum milli 1940 og 1960 var amma heimavinnandi, en fór að vinna við afgreiðslustörf upp úr 1960, lengst af í versluninni Vík. Hún var orðlögð fyrir fag- mennsku og alúð í sínum störf- um. Hún missti afa fyrir aldur fram í byrjun árs 1973 og næstu árin rak hún heimilið á Hagamel með sonum sínum. Ég átti því láni að fagna að kynnast ömmu náið því ég flutti í bæinn úr Reykholti til að hefja mennta- skólanám haustið 1975 og fékk fæði og húsnæði á Hagamel. Þar dvaldi ég einnig stærstan hluta af háskólaárunum. Við náðum vel saman. Okkur varð tíðrætt um samfélagsbreytingarnar og mik- ilvægi þess að virða gömul og sí- gild grunngildi sem oft virtist ógnað. Iðulega fórum við með skáldskap og ortum vísur og þá fylltumst við saman angurværð eða kátínu, allt eftir efninu. Amma leitaðist alla tíð við að lifa sjálfstæðu lífi og vera ekki upp á aðra komin. Hún var ern, en fann til þverrandi máttar síðustu árin. Hún bjó á Hagamel framundir það síðasta, en kvaddi þetta líf í sömu vikunni og hún fékk skyndilegt heilablóðfall. Ég mun ávallt minnast ömmu fyrir trú- festi hennar, hlýju og umhyggju. Hún gerði mannlífið fegurra og göfugra. Guði séu þakkir fyrir hana. Drottinn blessi þig og varðveiti amma mín, hann láti ásjónu sína lýsa yfir þig, veri þér náðugur og gefi þér sinn eilífa frið. Í Jesú nafni. Amen. Rúnar Vilhjálmsson. Meira: mbl.is/minningar Elskuleg amma mín, Guðrún Símonardóttir, kvaddi afkom- endur sína á Landspítalanum 12. febrúar síðastliðinn og lauk sinni farsælu jarðvist á 97. aldursári. Afkomendur Guðrúnar Símonar- dóttur og Unndórs Jónssonar eiga minningu um einstaka konu sem með fasi sínu, hæfileikum og framkomu var óþrjótandi upp- spretta gjafa sem hún eflaust gerði sér ekki grein fyrir að hún gæfi samferðamönnum sínum. Afi minn, Unndór Jónsson, var kvaddur til vistaskipta árið 1973 eða um 38 árum á undan ömmu. En amma varðveitti svo vel fal- lega minningu um manninn sinn að tilfinning afkomenda var sterk um að hann væri ævinlega nálægur. Tengingin við afa var ávallt lifandi á Hagamel 25 og ekki hvað síst þegar kom að viskubrunni ömmu um vísur, sögur og gamanmál sem tengdist Unndóri Jónssyni. Guðrún Sím- onardóttir var ljóðelsk og með á takteinum kynstrin öll af bundnu máli sem afi og aðrir höfðu ort. En hún fór fínna með eigin hæfi- leika í þeim efnum – hún var sjálf hagmælt. Við hátíðleg tækifæri og á tímamótum ættarinnar stóð Guð- rún Símonardóttir gjarnan upp og spurði hvort hún mætti segja nokkur orð. Undantekningar- laust mátti heyra saumnál detta þegar amma tók til máls. Flutn- ingur ömmu á þessum stundum lifir í minningunni sem áhrifa- mikil helgiathöfn. Skilaboðin mildilega framsett með áhrifa- ríkum hætti og heillaóskir gjarn- an dygðum prýddar í bundnu máli. Minning yngri afkomendanna Guðrúnar Símonardóttur er um glaðlynda og elskulega ömmu sem hló innilega að bröndurum þeirra og söng og dansaði ef því var að skipta þótt hún væri orðin 90 ára. Minning um elskulega ömmu sem fylgdist vel með frétt- um og gat rætt um alla hluti. Hún gat hjólað á góðum degi um Reykjavík á níræðisaldri og ferðast til útlanda þótt gigtin hafi torveldað för. Já, og svo voru það öll þessi löngu ljóð, hvernig gat hún munað þau og enska stílinn sem hún lærði í barnaskóla á Stokkseyri og fór stundum með eftir pöntun – mikið hlógum við öll innilega saman við þau tilefni. Amma og afi voru meðal frum- byggja á Hagamel og allt þar til yfir lauk bjó amma á Hagamel 25 eða á Hótel Hagamel eins og heimilið var stundum kallað enda gestkvæmt á ættarheimilinu. Guðrún Símonardóttir hafði ein- staklega góða nærveru og eftir- sókn mikil meðal barnabarna hennar að fá að búa hjá ömmu á Hagamel. Allt frá 1975 til loka- dags nutu barnabörn Guðrúnar Símonardóttur nærvistar við ömmu sína og bjuggu mörg hver undir sama þaki á námsárum sín- um. Ég varð þeirrar gæfu aðnjót- andi í tvo vetur og verð ævinlega þakklátur fyrir þær dýrmætu stundir. Elskulegrar ömmu minnar minnist ég með fegurstu mynd sem hugurinn getur varð- veitt um manneskju og lífsföru- naut. Blessuð sé minning þín, elsku amma mín. Einar Vilhjálmsson. Það eru margar skemmtilegar minningar sem koma upp í hug- ann þegar ég hugsa um lang- ömmu Rúnu. Ein þeirra átti sér stað í bakgarðinum hjá Dísu frænku sumarið 2007. Ég var ný- komin heim til Íslands í sumarfrí og geng inn í garð þar sem mörg af frændsystkinum mínum voru samankomin, þar sé ég lang- ömmu 93 ára í fullu fjöri að hjóla um á þríhjóli á meðan amma Gerður fór í splitt. Já, það var sko líf í þessari fjölskyldu. Önnur mjög skemmtileg minning er frá jólunum 2009. Ég kom í heim- sókn til ömmu að tilkynna henni að hún ætti von á einu langalang- ömmubarninu í viðbót, Sara frænka sem býr uppi í risíbúðinni kom við og ákvað ég að kíkja með henni upp í íbúð enda mjög langt síðan ég kom þangað síðast. Við erum varla komnar upp þegar við heyrum þó nokkur læti koma upp frá stiganum. Það þarf nú að fylgja sögunni að þetta eru mjög svo brattar tröppur en það stoppaði nú ekki hana ömmu Rúnu. Í stiganum lá hún á fjórum fótum að skríða upp tröppurnar því hún taldi að það væri nú tími til kominn að hún kíkti á íbúðina þar sem Sara var búin að gera hana alla upp. Langömmu Rúnu var margt til lista lagt og var hún mjög lag- in við að yrkja. Ég vil deila með ykkur mjög fallegri vísu sem hún gaf mér þegar ég var að flytja til Danmerkur: Þótt buddan sé lítil og búið sé smátt, má bæta við því sem dugar. Ef hugur er opinn og hjartað í sátt, fær heimurinn ekki þig bugað. (Guðrún Símonardóttir, ágúst 2006) Þín verður sárt saknað elsku amma. Þín Gerður Rún Einarsdóttir. Lífsglaður en námfús ungling- ur situr á skólabekk í Flensborg í Hafnarfirði og nýtur kennslu öldungs, sr. Þorvalds Jakobsson- ar, grunlaus um að þau muni kynslóðum síðar bindast blóð- böndum. Barnabarn hennar, Rúnar, og barnabarn sonar hans, ganga í hjónaband 58 árum síðar. Hlýtt handtak og hugur fagnaði mér á Hagamel 25. Æ síðan höf- um við verið góðir vinir og talað um allt milli himins og jarðar. Oft verið sammála en ekki alltaf. Guðrún var ekki skoðanalaus um málefni dagsins en varaðist hall- mælgi og leitaðist við að skilja og bera virðingu fyrir skoðunum annarra. Hún fylgdist vel með þjóðmálum og lét sér annt um ættingjahópinn sinn sem fór ört stækkandi. Alla þekkti hún með nafni. Var trygg vinum sínum og stolt af börnum sínum, og ekki síður af tengdabörnum. Ekki lét hún sig vanta á ættarmótum og gladdist með þeim við hin ýmsu tækifæri. Hún kom þá gjarnan með frumsamda vísu eða vísna- bálk, árnaðaróskir eða fyrirbæn í bundnu máli, allt fram á síðustu daga sína. Hún var söngelsk og lét sig einhvern tíma á yngri ár- um dreyma um að læra söng og fagnaði því þegar lagið var tekið á mannamótum. Guðrúnu var ýmislegt til lista lagt og lærði kjólasaum í Kaupmannahöfn. Gaman var að hlusta á hana rifja upp minningar frá þeim árum. Aldrei fannst manni Guðrún vera í fortíðinni, hún tók hana með sér inn í samtímann og leit fram á við. Þá gerði hún sér far um að kynnast því sem maður var að fást við í hvert sinn. Ekki voru allar breytingar í samfélag- inu henni að skapi, en hún leit- aðist þó við að draga fram það sem til framfara horfði í mannlíf- inu. Flestum tækninýjungum fagnaði hún – þó hafði hún orð á því að inn á veraldarvefinn ætlaði hún sér ekki og var ákveðin í því. Það tókst þó að lokka hana til að spjalla á „Skypinu“ við börn og barnabörn. Á föstunni ræddum við gjarn- an Passíusálma. Oftar en einu sinni rifjaði hún upp með mér einstaka sálma og sérstaklega 17. sálm og á síðustu árum „langabænin“ eftir sr. Hallgrím, „Nú vil ég enn í nafni þínu …“. Þá bæn lærði hún sjálf utanbók- ar sem barn í veikindum eitt sumar og á öðrum tímum einnig marga góða sálma, þulur og vís- ur. Það var hvorki af væmni né óbifandi trúarvissu sem Guðrún lagði lag sitt við þessa sálma. Heldur var það vonin og raunsæ skoðun hennar og reynsla af lífi sínu og samferðamanna sinna, sem gerði það að verkum að hún kannaðist svo vel við það sem ort var um og hún hafði lært sem barn, og rifjaðist upp á efri árum og fékk dýpri merkingu í hvert sinn, ekki síst í Passíusálmunum. Hún var ófeimin við að tjá jafnt trú sína sem efasemdir, en vonin um hjálpræðið í Jesú nafni hand- an hins jarðneska lífs var efanum sterkari. Ég er þakklát fyrir að hafa notið vitnisburðar hennar um þessa von. Ég kveð góða vin- konu með trega en þakklát for- sjóninni fyrir að hafa fengið að kynnast Guðrúnu Símonardóttur og að við Rúnar minn og synir okkar þrír höfum notið ástríkis hennar og hún hafi verið þeim og mér fyrirmynd til orðs og æðis. Vertu, Guðrún mín, Guði falin og megi hann blessa alla ástvini þína. Guðrún Kristjánsdóttir. Meira: mbl.is/minningar ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ALMA EINARSDÓTTIR, Bólstaðarhlíð 45, lést á heimili sínu sunnudaginn 20. febrúar. Hjörtur Guðmundsson, Guðmundur Hjartarson, Sólveig Friðriksdóttir, Einar Vilberg Hjartarson, Jenný Anna Baldursdóttir, Guðfinna Helga Hjartardóttir, Lars Ohlfson, Ingibjörg H. Hjartardóttir, Gunnar Kr. Hilmarsson, Sigrún Gísladóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ELFAR BERG SIGURÐSSON hljómlistarmaður og fyrrv. kaupmaður, Efstakoti 6, Álftanesi, lést á Landspítalanum föstudaginn 18. febrúar. Útförin fer fram frá Víðistaðakirkju mánudaginn 28. febrúar kl. 13.00. Guðfinna Sigurbjörnsdóttir, Unnur Berg Elfarsdóttir, Guðgeir Magnússon, Bjarni Berg Elfarsson, Berglind Libungan, Ylfa Berg Bjarnadóttir og Birna Berg Bjarnadóttir. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, KRISTÍN EINARSDÓTTIR frá Bessastöðum, lést á Landspítalanum við Hringbraut föstudaginn 18. febrúar. Útför fer fram frá Melstaðarkirkju í Miðfirði laugardaginn 26. febrúar kl. 14.00. Sætaferð verður frá BSÍ sama dag kl. 10.00. Ólöf Birna Kristínardóttir, Kristinn Freyr Þórsson, Friðgeir Einar Kristínarson, Kristín Helga Kristinsdóttir. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞURÍÐUR HALLDÓRSDÓTTIR, Faxabraut 13, Keflavík, lést á heimili sínu sunnudaginn 6. febrúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að hennar ósk. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug. Sérstakar þakkir fá stelpurnar hennar á Hlévangi. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Orgelsjóð Keflavíkurkirkju. Guð blessi ykkur öll. Sigríður Árnadóttir, Magnús Árnason, Zhang Tong, Birgir Árnason, Auður Lóa Magnúsdóttir, Bjarnhildur H. Árnadóttir, Halldór Heiðar Agnarsson, Matthildur Óskarsdóttir, ömmu- og langömmubörn. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNAR ÁRNASON, Kirkjuvegi 5, Keflavík, lést á Landspítalanum Fossvogi fimmtu- daginn 17. febrúar. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 24. febrúar kl. 13.00. Árni Gunnarsson, Ásgerður Þórarinsdóttir, Páll Gunnarsson, Renada El-Dursi, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.