Póstmannablaðið - 01.09.1985, Blaðsíða 10

Póstmannablaðið - 01.09.1985, Blaðsíða 10
Ferðbúnir á verkfallsvakt. Frá vinstri: Hjördís Alda Hjartardóttir, póstafgreiðslumaður, Jón Helgason, yfirdeildarstjóri, sem aldrei lááliðisínu, þegar manna þurfti verkfallsvörslu, Birgir Jakobsson, fulltrúi og Þorsteinn Kristjánsson, fulltrúi. okkur enn nær sultarmörkum ef ekk- ert hefði verið að gert, og í samningn- um fengust ýmsar lagfæringar, sem eru varanlegar og verður ekki átaka- laust kippt til baka. STÆRSTI ÁVINNINGUR- INN FÉLAGSLEG EFLING OG SAMSTAÐA Og stærsti ávinningur þessa verk- falls er félagslegur: stéttarvitund vaknaði af dvala, við fundum til samtakamáttarins, við, hvert og eitt, vorum hluti stærri heildar, sem beitti samstilltu átaki. Við unnum saman, hvar sem við vorum á landinu, fólk ólíkra starfsgreina, með ólík viðhorf, kynntist persónulega, bast vináttu- böndum, fékk skilning á aðstöðu og þörfum hvers annars. Ég held að hafi einhver áður efast um gildi BSRB - samtaka opinberra starfsmanna, þá hljóti sá hinn sami að hafa sannfærst um það að verkfalli loknu, að nú þurfi fremur en nokkru sinni fyrr að efla það og styrkja, og þar þurfi hver og einn innan þess vébanda að leggja skerf af mörkum. TVENNT, SEM EKKI MÁ GLEYMAST í þeirri úttekt, sem ég hef áður minnst á má tvennt ekki gleymast, þ.e. útgáfumál og verkfallssjóður. Það var tilfinnanlegt í haust hversu mjög BSRB skorti málgagn. Ásgarð- ur, svo góður sem hann er í sínu formi, gat ekki fullnægt þörf um upplýsingastreymi. Og eftir að verk- fall hófst og áður en BSRB-tíðindi fóru að koma út var eins og þögn og þoka yfir öllu. Útgáfa þeirra ger- breytti öllu og varð ómetanlegt afl í verkfallinu. Þessvegna hljóta útgáfu- mál að verða meðal þess, sem nauð- synlegt telst í undirbúningsáætlun fyr- ir næstu átakalotu. Verkfallssjóður var félítill í upphafi verkfalls, en efldist nokkuðmeð fram- lögum frá innlendum og erlendum stuðningsaðilum. Þökk sé þeim. Það reyndi á það nú hvert gildi verkfalls- sjóður hefur þegar til langvarandi átaka kemur. Og nú þarf enginn að halda að á næsta þingi BSRB fari langur tími í þjark og deilur um það hvort verkfallssjóður skuli fá sín framlög, eða hvort fella eigi þau niður, eins og skeði á síðasta þingi. Nú er spurningin sú hvernig aflað verði fjár í verkfallssjóðinn, og sýnist 10 PÓSTMANNABLAÐIÐ mér að helst sé til ráðs að leggja aukaskatt á alla félaga BSRB til að ná sjóðnum upp á sem skemmstum tíma. Þetta sýnist eflaust hörð tillaga, en hitt blasir við að án öflugs verkfalls- sjóðs stöndum við í upphafi verkfalls eins og sá, sem engan bakhjarl hefur, ekkert til að styðjast við, ekkert til að treysta á. Framlag í verkfallssjóð er kannske hvorki „TROMP" eða „ÁBÓT“ hvað vexti snertir, en örugg- lega gott iðgjald af tryggingu, sem allir óska þó að aldrei þurfi að koma til greiðslu. HÆTTUM AÐ HLAUPA Á BANDINU Þegar litið er til baka, lengra svið en 1984 spannar, og kjarabaráttan skoðuð úr fjarska, þá sýnist manni áberandi hvað áfangasigrarnir eru smáir og skammvinnir. Launþega- hreyfingin stendur í stað í besta falli stuttan tíma, en togast svo til baka. Þetta er eins og að hlaupa eftir færibandi á hreyfingu. Ef beitt er afli og tekinn sprettur ávinnast nokkrir metrar, sé slakað á örlítið ber bandið mann fljótt langt til baka. Þetta undirstrikar hina stöðugu bar- áttu milli þeirra, sem selja vinnuafl sitt og hinna, sem ráða yfir eða eiga atvinnutækin og kaupa vinnuaflið. Hversu átökin verða hörð fer eftir ýmsum ástæðum, en í grundvallar- atriðum er enn í fullu gildi kenningin um stéttarbaráttuna, um skiptingu auðs og arðs, og aðferðirnar, sem beitt er gegn þeim, sem ekkert eiga annað en afl huga og handa að selja. Þetta ættum við félagar í BSRB að hafa í huga. Samstaðan í verkfallinu í október 1984 var dýrmæt reynsla, sem við verðum að draga mikinn lærdóm af. Við megum vera stolt af samtökum okkar og forystumönnum, sem leiddu þetta annað verkfall í sögu samtakanna með reisn og sæmd og það var reynt til þrautar að ná sem bestum árangri. Og minnug samstöðunnar held ég að holt sé að rifja upp gamla og góða kjörorðið, sem er enn og alltaf í fullu gildi: Sameinaðir stöndum vér — sundraðir föllum vér! Megi það verða okkur öllum hugstætt. Innilegar þakkir færi ég starfsfólki Pósts og síma fyrir fallega gjöf og góðar óskir í tilefni af fimmtugsafmæli mínu 26. janúar sl. Jón Ármann Jakobsson skólastjóri

x

Póstmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Póstmannablaðið
https://timarit.is/publication/802

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.