Póstmannablaðið - 01.09.1985, Síða 16
nefndu leiða; símvirkjanám, símrit-
aranám, ritsímaritaranám, línu-
mannsnám og póstafgreiðslumanns-
nám. Þar að auki eru haldin nám-
skeið fyrir póstafgreiðslumenn I (þ.e.
fyrir bréfbera, sorteringsfólk og póst-
bílstjóra) og landpósta. Einnig eru
haldin framhaldsnámskeið fyrir fyrr-
nefndar námsleiðir. Segja má að nú
séu til námsleiðir fyrir flestar starfs-
greinar hjá stofnuninni. Auk þess
hafa verið og eru haldin ýmis önnur
fagleg námskeið á vegum skólans
fyrir ýmsa starfshópa. Á þessu má sjá
að starfsemi skólans er orðin um-
fangsmikil og á síðasta ári stunduðu
248 nemar nám við skólann. Það
lætur nærri að vera 11% af starfs-
mönnum stofnunarinnar. Stunda-
kennarar voru 60 og kennslustundir
urðu alls 5300. í dag verða afhent 197
prófskírteini.
BETRI OG HÆFARI
STARFSMENN
Hafa verður í huga, að skólinn er
fyrst og fremst settur á stofn til að
mennta starfsmenn stofnunarinnar
hvern á sínu sviði, þanmg að þeir
verði betri og hæfari starfsmenn og
þess verðir að fá betri laun og skili þá
þeim árangri sem nám þeirra var
stofnað til. Einnig er það mikilvægt
fyrir starfsmann að hafa staðgóða
þekkingu um þá stofnun, sem hann
vinnur við, að vita tilgang starfsins til
þess að hafa ánægju af því og veita
viðskitpavinum lipra og góða þjón-
ustu.
FJÖLDI ÚTSKRIFAÐRA
í dag verða afhent prófskírteini til
eftirtalinna hópa: 1 póstafgreiðslu-
maður 1,18 póstafgreiðslumenn II, 16
yfirpóstafgreiðslumenn, 32 skrifstofu-
menn, 49 talsímaverðir, 12 ritsímarit-
arar, 21 línumenn, 15 símasmiðir, 21
símvirkjar, og 12símvirkjameistarar.
Alls eru þetta 197 skírteini. Hafa
þá verið afhent 1550 skírteini frá
skólanum frá því það var fyrst gert
1970.
Nú í haust gat starfsemi skólans
ekki hafist fyrr en í byrjun nóvember
vegna óviðráðanlegra aðstæðna og
varð því að endurskipuleggja alla
kennsluáætlun vetrarins, þannig að
skólinn verður þéttsetinn fram í júní.
Vetrarstarfið hófst með því að 2.
bekkur símvirkjanema og 1. bekkur
póstnema byrjuðu 5. nóvember, en
alls er gert ráð fyrir 13 hópum þetta
skólaár.
Sú umfangsmikla starfsemi sem var
við skólann á síðastliðnum vetri hefði
ekki verið möguleg nema góð sam-
vinna sé með kennurum og starfs-
mönnum stofnunarinnar, því þangað
verður m.a. að leita eftir kennslu-
kröftum. Vil ég nota hér tækifærið og
þakka gott og farsælt samstarf á liðnu
ári og óska þess að góð samvinna
haldist í framtíðinni sem hingað til.
Ég þakka nemendum ánægjulega við-
kynningu og óska þeim til hamingju
með þann árangur sem þeir hafa náð
á vegum skólans og óska þeim góðs
gengis í framtíðinni.
T
Látnir félaqar
Kristján Sigurðsson
póstfulltrúi
F. 27. maí 1892
D. 23. nóvember 1984
Kristján Sigurðsson starfaði ífjölda ára á
Endurskoðun póstávísaná og var þar full-
trúi þar til hann lét afstarfi árið 1962. Þegar
Lífeyrisþegadeild PFÍ var stofnuð árið
1979 tók Kristján sœti ístjórn deildarinnar.
í minningargrein Tónlistarfélagsins um
Kristján segir: „Kristján gerðist þá einn aj
tólf stofnfélögum Tónlistarfélagsins. Hann
var að eðlisfari hlédrægur og vildi lítt hafa
sig í frammi, en fastur fyrir og fylginn sér
þegar á reyndi. Hann varfús til starfa þegar
til hans var leitað og fór allt vel úr hendi,
sem hann tók að sér. Hann var ritfœr í besta
lagi ogfróður vel ogþví hinn nýtasti félagi. “
Guðmundur Þórðarson
yfirpóstafgreiðslumaður
F. 17. júní1916
D. 19. október 1984
Guðmundur Pórðarson var fœddur að
Bœ í Hrútafirði 17. júní 1916. Hann flutti
til Reykjavíkur árið 1941 og hóf störf sem
bréfberi hjá Pósti og síma árið 1951. Hann
starfaði lengi á R-1 og Bögglapóststofunni
en síðustu árin á Tollpóststofunni.
Guðmundur var mikill bókamaður.
Hann gaf sjálfur út bœkur og skrifaði.
Einnig hafa birst eftir hann sögur og
ritgerðir í blöðum og útvarpi. Síðasta
Ijóðabók Guðmundar „Horft í myrkrið"
kom út árið 1979.
Pétur Guðmundsson
póstafgreiðslumaður
F. 13. apríl 1912
D. 19. maí 1985
Pétur fœddist 13. apríl 1912 að Sœnauta-
seli i Jökuldalshreppi. Hann stundaði nám
t Kennaraskóla íslands og var kennari i
Sandgerði í nokkur ár. Síðan fékkst hann
við ýmis störf, einkum við bólstrun, sem
hann lagði stund á. Pétur þótti mjög
van.dvirkur og hœfur bólstrari.
Árið 1955 kom Pétur til starfa hjá póst-
þjónustunni. Fyrst sem bréfberi á Pósthús-
inu í Pósthússtrœti ogþegar póstútibúið við
Hlemm var opnaðflutti hann sig þangað og
var þar bréfberi og póstafgreiðslumaður
síðustu árin, þar til hann lét af störfum árið
1980.
16 PÓSTMANNABLAÐIÐ