Póstmannablaðið - 01.09.1985, Síða 20
Pálína Ármannsdóttir,
póstvarðstjóri:
STUTTFERÐASAGA
Tildrög þess að ég settist niður og fór að
skrifa þessa þanka voru þau, að mig
langaði að koma fram þakklæti, þó seint
sé, til Flugleiða fyrir ferðavinning sem ég
hlaut 1983 á árshátíð Póstmannafélagsins.
Við hjónin fórum á árshátíð félagsins,
hina ágætustu skemmtun, en eins og allir
vita geta eftirkost eftir svona árshátíðir
orðið margvísleg. En hjá mér urðu þau
á þann veg, að ég vaknaði upp með nokkur
listaverk (5 stk.) og svo aðalhappdrætt-
isvinning kvöldsins, flugfar innanlands fyr-
ir tvo að eigin vali með Flugleiðum.
Að vakna upp á sunnudagsmorgni eftir
ball með hálft listaverkasafn og flugmiða
kemur ekki fyrir á hverjum degi og tók
nokkra stund að átta sig á ósköpunum. Pví
var það að við notfærðum okkur ekki
miðana fyrr en síðla árs. Og til að gera
langa sögu stutta ákváðum við að fara til
Bolungarvíkur í fertugsafmæli góðvinar
okkar.
Við flugum með einum Fokkernum til
ísafjarðar í blíðskaparveðri, en þau ný-
mæli voru viðhöfð um borð í flugvélinni og
vonandi er svo enn, að fólki var boðið
uppá kaffi og kökur og var það mjög vel
þegið. Við dvöldum í Bolungarvík í tvo
daga í góðu yfirlæti. „En allt regn styttir
upp um síðir“. Eins var með þessa ferð og
var þá flogið síðdegis frá ísafirði til
Reykjavíkur. Þetta var stórkostleg ferð í
alla staði.
Þökk sé skemmtinefndinni og Flugleið-
um.
Úr afgreiðslusal R-ll. Valdís Vilhjálmsdóttir, fulltrúi fyrir miðju og henni sín til hvorrar
handar eru Guðrún L. Guðmundsdóttir, póstnemi og Þórdís Björnsdóttir, póstafgreiðslu-
maður.
20 PÓSTMANNABLAÐIÐ