Póstmannablaðið - 01.09.1985, Blaðsíða 22
Árshátíð PFÍ1985
Árshátíð Póstmannafélagsins var
haldin laugardaginn 9. febrúar sl.
Póstmenn af höfuðborgarsvæðinu og
víðar fjölmenntu til hátíðarinnar sem
þótti í alla staði takast mjög vel.
Hjördís Alda Hjartardóttir setti
hátíðina og bauð gesti velkomna fyrir
hönd skemmtinefndar. Sigrún Sturlu-
dóttir, veislustjóri tók síðan völdin í
sínar hendur og hélt þeim með reisn
þar til dansinn tók yfir og dunaði langt
fram eftir nóttu.
Mjög var vandað til skemmtiatriða
sem þóttu frábær og augljóst var að
mikil vinna lá að baki þeirra. Þorbjörg
Kvaran flutti annál ársins og þótti hún
leysa það vel og skemmtilega af
hendi. Þorbjörg kom víða við í starf-
semi félagsins á árinu. „Póstkvinnur“
sungu af sinni alkunnu snilld, frumort-
ar vísur um póstinn og helstu stjórn-
endur hans. Hópur ungra póstmanna
sýndi ótvíræða leikhæfileika og góð
tilþrif við flutning frumsamins leik-
þáttar um starf og starfsaðstöðu
póstmanna. Var þar brugðið upp
ýmsum athyglisverðum og hnitmiðuð-
um atriðum úr starfsreynslu bréfbera.
Halli og Laddi fluttu hefðbundinn
grínþátt. Sitthvað fleira var til
skemmtunar, en eins og fyrr segir
þótti árshátíðin takast mjög vel.
Skemmtinefnd PFÍ bað ritstjórn
blaðsins að koma á framfæri þakklæti
til allra þeirra sem aðstoðuðu við
undirbúning árshátíðarinnar og lögðu
sitt af mörkum til að gera hana að
þeirri árshátíð sem stefnt var að;
Sigrúnu Sturludóttur, veislustjóra,
Þorbjörgu Kvaran, annálsritara, póst-
kvinnunum „JEGAS“, leikhópnum,
fyrirtækjunum Velti og Heildverslun
Rolf Johansen sem gáfu happdrættis-
vinninga, kokkum og framreiðslu-
fólki sem sáu um matinn, sem bæði
var góður og vel fram borinn, og loks
öllum gestum, fyrir komuna.
Nokkrir þeirra semjengu nafnbót á árinu 1984 og voru kallaðir fram á árshátíðinni. Frá
vinstri. Gísli Jón Sigurðsson, útibússtjóri R-5, Haraldur Karísson, stöðvarstjóri í
Grindavík, Björn Björnsson, póstmeistari og Birna Jakobsdóttir, stöðvarstjóri Garðabœ.
Sigríður Hansdóttir segir einn góðan. Talið frá vinstri: Erla Björnsdóttir, Sigriður ogjenný
Jakobsdóttir.
Frá vinstri: Ingveldur Bjarnadóttir, í stjórn
PFÍ, Þorbjörg Kvaran og Þórdís Guðjóns-
dóttir, kona Þorgeirs formanns PFÍ.
Frá vinstri: Pétur Pétursson, verkstjóri,
Sigrún Stefánsdóttir, R-1 og Jódís Birgis-
dóttir R-l.
Veislustjóri Sigrún Sturludóttir.
22 PÓSTMANNABLAÐIÐ