Morgunblaðið - 03.03.2011, Side 8

Morgunblaðið - 03.03.2011, Side 8
8 | MORGUNBLAÐIÐ S ér dómnefnd er fyrir nýja Lúð- urinn, ÁRA, en hún er skipuð um 20 aðilum sem eru leiðandi markaðs- og auglýsingastjórn- endur, rannsókna- og hug- myndafræðingar. Dómnefndin fer yfir allar innsendingar á tölvutæku formi í einni umferð. Dómarar meta innsendingar í samanburði við aðrar innsendingar í sama flokki, bæði greinargerð og kynningarefni. Greinargerðin og kynningarefnið hljóta hvort sína einkunn. Lokaeinkunn hverrar innsendingar er síðan meðaltal sam- anlagðra einkunna greinargerðar og kynn- ingarefnis sem hafa vægið tveir á móti einum greinargerðinni í vil. Þrjár innsend- ingar í hvorum flokki eru tilnefndar til Lúðurs. Bjarni Hrafn Ingólfsson, framkvæmdastjóri, Terra Nova, Brynjólfur Eyjólfsson, ráðgjafi í fyrirtækjaráðgjöf, PricewaterhouseCoopers, Einar Einarsson, framkvæmdastjóri, Capacent rannsóknir – formaður dómnefndar ÁRA, Eiríkur Már Guðleifsson, markaðsráðgjafi, H:N Markaðssamskipti, Elínborg Valdís Kvaran, markaðsstjóri Landsbankans, Gísli S. Brynjólfsson, markaðsráðgjafi, Hvíta húsið, Guðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs, Vífilfell, Guðmundur Óskarsson, framkvæmdastjóri markaðs- og við- skiptaþróunar, Icelandair, Gunnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri, Bernhard, Gunnlaugur Þráinsson, markaðsstjóri, N1, Hafsteinn Hafsteinsson, viðskiptastjóri, ENNEMM Helga Þóra Eiðsdóttir, forstöðumaður markaðsdeildar, Arion banki, Hólmfríður Einarsdóttir, markaðsstjóri, Íslandsbanki, Jóhannes Ásbjörnsson, eigandi Hamborgarafabrikkunnar og Markaðsmaður ársins 2010, Ólafur Ingi Ólafsson, framkvæmdastjóri og stofnandi, Íslenska auglýsingastofan, Ragnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri, Fíton, Sigmar Vilhjálmsson, eigandi Hamborgarafabrikkunnar og markaðsmaður ársins 2010, Stefán Kalmansson, forseti viðskiptadeildar, Bifröst Stefán Sveinn Gunnarsson, stofnandi og eigandi, VERT, Sveinn Áki Sveinsson, deildarstjóri í markaðsdeild, Íslandsbanki – stjórnarmaður ÍMARK, Valgeir Magnússon, framkvæmdastjóri, Pipar/TBWA, Þorvaldur Sverrisson, strategic planner, Jónson & Le’macks, Þórhallur Guðlaugsson, dósent í viðskiptafræði, Háskóli Íslands. Dómnefnd fyrir nýja Lúðurinn, ÁRA H erferðirnar verða að samhæfa á árangursríkan hátt góða mark- aðsáætlun, markaðsrannsóknir, birtingaáætlanir og hugmynda- auðgi. Til að ná þessu fram þarf auglýsingastofa og viðskiptavinur að vinna náið saman“. „Í þessum flokki eru verðlaunaðar her- ferðir sem hafa náð sem bestum árangri. Menn höfðu áhuga á að verðlauna herferðir einnig fyrir árangur, en Lúðurinn horfir meira til hugmyndarinnar og hvernig hún er útfærð. Þarna reynir á að þeir sem senda inn efni þurfa að sýna fram á að árangur herferðarinnar hafi verið framúrskarandi. Bæði hvað varðar aukna sölu eða markaðs- hlutdeild og aukna vitund eða sterkari ímynd vörumerkis. Þannig þarf að sýna með einhverjum gögnum að herferðin hafi borið góðan árangur,“ segir Einar Einarsson, framkvæmdastjóri Capacent-rannsókna, en hann er formaður sérstakrar dómnefndar ÁRA. Vörur og þjónusta Efni sem berst í flokkinn er þannig dæmt að greinargerðin sem fylgir með innsend- ingunni gildir að tveimur þriðju en sjálf her- ferðin einum þriðja. Greinargerðin þarf að lýsa markmiðum, hver markhópurinn sé og rökstyðja árangur með tölum um t.d. aukna vörumerkjaímynd eða sölu. Alls bárust 18 innsendingar í flokkinn og var þeim skipt upp í vöru og þjónustu. En Einar segir innsendingarnar hafa spannað mjög breitt svið, allt frá herferðum um vörur á dagvörumarkaði yfir í árskort í af- þreyingu. Ákveðið var með stuttum fyrir- vara að bæta inn þessum flokki en horft var til erlendra árangursverðlauna, m.a. al- þjóðlegu Effie-verðlaunanna sem voru veitt hér til fyrir nokkrum árum á vegum SÍA og búa þannig til nýjan flokk sem veittur yrði lúður fyrir. Miðað við fyrirvarann segir Ein- ar dómnefndina hafa verið ánægða með fjölda innsendinga. Sér í lagi þegar litið er þeirrar vinnu sem liggur að baki þeim. Mismunandi umhverfi „Það var skipuð 23 manna dómnefnd með fólki aðallega úr auglýsingageiranum, mark- aðs- og framkvæmdastjórum og há- skólafólki. Það reyndi verulega á dóm- nefndarfólk að geta metið árangur milli mjög ólíkra atvinnugreina. Í slíkum tilfellum reyndi á að geta sett sig inn í mismunandi umhverfi. Við litum aðallega til þess að rök- stuðningur um að árangur hefði verið fram- úrskarandi væri fullnægjandi. Markmið her- ferðarinnar var til viðmiðunar en aðallega var mikilvægt að sýna fram á að árangurinn hafi virkilega verið frábær. Þannig þarf að rökstyðja árangur með sannanlegum hætti sem sýnir fram á aukna markaðshlutdeild, aukna vitund, sölu o.s.frv. Það er hugur manna að halda áfram að veita verðlaun fyr- ir árangursríkustu auglýsingaherferðirnar. Eins ætla menn almennt að fara í það að endurskoða reglur og ferlið í kringum keppnina fyrir næsta ár og aðlaga hana bet- ur að íslenskum aðstæðum til að hún geti orðið enn betri,“ segir Einar. maria@mbl.is Fomaðurinn „Markmið herferðarinnar var til viðmiðunar en aðallega var mikilvægt að sýna fram á að árangurinn hafi virkilega verið frábær.“ Framúrskarandi árangur herferða Effie-verðlaunin voru afhent hér á landi í fyrsta sinn árið 2003. Verðlaunahátíðin var haldin í sam- starfi við erlenda aðila en verðlaunin voru veitt tvisvar sinnum hérlendis. Verðlaunin voru veitt fyrir herferðir sem höfðu verið áhrifaríkastar, skil- að yfirburðaárangri eða farið fram úr ýtrustu markmiðum sem sett voru við mótun herferðar. Veitt voru gull-, silfur- og bronsverðlaun. Í ár hefur hugmyndafræði Effie-verðlaunanna verið end- urvakin í formi ÁRA-verðlaunanna. Effie-verðlaun endurvakin Árangursríkasta auglýsinga- herferðin, ÁRA, er ný viðurkenn- ing sem veitir herferðum verð- laun fyrir framúrskarandi árangur. A ð margra mati markaði auglýsingaherferð Volkswagen- bílaframleiðandans um Bjölluna tímamót í auglýsingasögunni og reglulega er herferðin valin besta auglýsingaherferð 20. aldarinnar í könnunum. Hugmyndina átti John nokkur Koenig hjá Doyle Dane Bem- bach-auglýsingastofunni, en um var að ræða tilraun Volkswagen til inn- reiðar á Bandaríkjamarkað um 15 árum eftir lok seinni heimsstyrjaldar. Bjallan hafði þegar náð ágætri fótfestu í Evrópu en á þessum tíma voru Bandaríkjamenn hugfangnir af glæsilegum og flennistórum drossíum og ljóst að ekki yrði auðvelt að vekja á athygli á smárri og skrítinni Bjöllunni. Slagorð herferðarinnar var „Think Small“ og lá nýbreytnin ekki síst í óvenjulegri myndrænni framsetningu. Fram að þessu höfðu bílaauglýsingar einkum byggt á að fræða neyt- endur um alls kyns hagnýtar staðreyndir. Í Think Small-herferðinni var lögð myndræn áhersla á óvenjulegt útlit og stærð Bjöllunnar og allt gert til að undirstrika einfaldleika og smæð. Árangur herferðarinnar lá ekki aðeins í því að snarauka sölu á Bjöllunni, heldur tókst að skapa ákveðna ímynd fyrir bæði bílinn og framleiðandann, sem fylgt hefur VW-merkinu allt til dagsins í dag. ai@mbl.is Auglýsingin sem breytti öllu Úr sögubókum markaðsfólksins

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.