Morgunblaðið - 03.03.2011, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.03.2011, Blaðsíða 10
10 | MORGUNBLAÐIÐ H elsta breytingin sem orðið hefur í ár frá fyrri árum er sú að dómnefndar- fulltrúar koma frá fleiri stöðum en ÍMARK. Þannig sitja þeir aðilar nú ásamt fulltrúum frá litlum fyrir- tækjum og auglýsingastofum og fulltrúum háskólasamfélagsins í dómnefnd. Með þessu segir Friðrik Rafn Larsen, lektor við viðskipta- deild Háskólans í Reykjavík og for- maður dómnefndar, að reynt sé að koma til móts við ákveðna gagnrýni. Hún hafi verið sú að það væri ekki eingöngu fagurfræðin heldur fleiri vinklar sem skipta máli við val á athyglisverðustu auglýsingum ársins. Breytingar gefast vel „Ég þykist vita nokkuð vel að fólk sé ánægt með breytinguna. Það var þannig áður að fram fór nafnlaus kosning og það sem var kosið vann. En nú er þetta rætt mjög vel af 13 manna dómnefnd og þannig vil ég meina að ekkert fari í gegn af slysni. Fyrst er heill dagur þar sem farið er yfir allar innsendingar og út frá nið- urstöðu þess dags kosnar ákveðið margar auglýsingar áfram. Síðan næsta dag er aftur kosning um þær sem eftir eru og mjög miklar um- ræður. Ég veit ekki betur en þetta hafi tekist vel til með fólki með ólík sjónarmið í dómnefnd.Valið er fag- legra og þannig viku til að mynda fulltrúar stóru stofanna alltaf sæti þegar kom að innsendingum frá þeim. En auðvitað geta aldrei allir verið sammála í svona skapandi grein. Ég sem kem þarna inn fyrir hönd markaðsfræða og grafískur hönnuður höfum ekki endilega sömu sýn á hvað markaðsfræði á að snúast um. En þegar upp er staðið erum við öll í sama liði og þurfum að ná niður- stöðu og það gekk bara mjög vel,“ segir Friðrik Rafn. Ísland á sömu línu Friðrik Rafn segir mikið af efni hafa verið sent inn og að í mörgum flokk- um hafi verið erfitt að velja sig- urvegara en í öðrum hefði hann vilj- að sjá fleiri og betri auglýsingar. Hann segir þó að þegar á heildina sé litið sé markaðsstarf gott á Íslandi og faglega gert. „Heimurinn er til- tölulega lítill þegar upp er staðið og flestir að gera það sama, alla vega í hinum vestræna heimi. Við erum á sömu línu og samlandar okkar og ís- lenskar auglýsingar ekkert mjög ólíkar dönskum eða enskum. Þó við eigum auðvitað líka okkar auglýs- ingar þar sem fólk er að borða svið og slíkt,“ segir Friðrik Rafn. maria@mbl.is Morgunblaðið/Ernir Formaður dómnefndar Friðrik Rafn Larsen segir að þegar á heildina sé litið sé markaðsstarf gott og faglegt á Íslandi. Faglegra val á auglýsingum Markmið Íslensku aug- lýsingaverðlaunanna er að verðlauna þær aug- lýsingar sem skara fram úr á Íslandi. Í dómnefnd sitja aðilar frá ólíkum sviðum samfélagins. D ómnefnd AAÁ er skipuð 13 aðilum frá ÍMARK, SÍA, háskólasamfélaginu og fulltrúa minni fyr- irtækja og einyrkja. Dómnefndin fer yfir allar innsend- ingar í opinni umræðu í tveimur um- ferðum og kemst að sameiginlegri niðurstöðu. Fimm innsendingar í hverjum flokki eru tilnefndar til Lúð- urs. Í fyrri umferð er farið yfir allar innsendingar og valdar að hámarki tíu innsendingar í hverjum flokki sem komast í seinni umferð. Í seinni umferð velur dómnefnd fimm inn- sendingar í hverjum flokki sem að þeirra mati eigi að fá tilnefningu og eina af þeim sem vinnur Lúður. Einar Örn Sigurdórsson, hönnunarstjóri, Íslenska auglýsingastofan Elísabet Austmann, markaðsstjóri, Birtingur Friðrik Larsen, lektor, viðskiptadeild, Háskólinn í Reykjavík – formaður dómnefndar AAÁ Gréta V. Guðmundsdóttir, grafískur hönnuður, Plánetan Gunnar Arnarson, framkvæmdastjóri hönnunarsvið, Hvíta húsið Gunnar B. Sigurgeirsson, framkvæmdastjóri markaðs- og vöruþróun, Ölgerðin – formaður ÍMARK Halldóra Guðrún Ísleifsdóttir, lektor, fagstjóri – grafísk hönnun, Listaháskóli Íslands Hjörvar Harðarson, hönnunarstjóri, ENNEMM Hörður Harðarson, eigandi, VERT Jón Ari Helgason, grafískur hönnuður, Fíton Ragnheiður Sigurðardóttir, grafískur hönnuður, H:N Tryggvi T. Tryggvason, hönnunarstjóri, Pipar/TBWA Viggó Örn Jónsson, hönnunarstjóri, Jónson & Lemacks Dómnefnd AAÁ skipa:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.