Morgunblaðið - 03.03.2011, Qupperneq 12
12 | MORGUNBLAÐIÐ
E
ins og gefur að skilja er
vinnudagurinn annasamur
hjá þeim Jóa og Simma,
og lykillinn að því að kom-
ast yfir verkefni hvers
dags er verkaskipting. Það kemur í
hlut Jóa að spjalla við undirritaðan
og hann finnur til þess lausa stund.
Það er nóg að gera þó heldur sé
tekið að hægjast um eftir hvirfilbyl-
inn sem árið 2010 var hjá honum og
Simma. Eða hvað? „Jújú, vissulega
er rólegra núna hjá okkur en í
fyrra enda var það ansi mikil geð-
veiki. Við Simmi göntumst stundum
með það að við vorum með klikk-
unina sem kalla má „fyrstu vikuna í
IKEA“ í heila þrjá mánuði eftir
opnun. Næstu tvo mánuði þar á eft-
ir hjaðnaði bilunin aðeins enda var
bókstaflega setið á öllum borðum,
frá opnun til lokunar, alla daga vik-
unnar. Þá gátum við farið að anda
eðlilega og höfum getað síðan, ekki
síst af því að við höfum bætt við
starfsfólki til að anna traffíkinni al-
mennilega. Í dag erum við komnir í
nokkuð stöðugan farveg, vinnum
rúmlega dagvinnu og skiptum með
okkur kvöld- og helgarvinnunni.“
Þeir félagar hafa semsagt ekki
lagt af vinnu á gólfinu jafnvel þó
mesti hamagangurinn sé að baki?
„Nei, alls ekki. Á vissan hátt seld-
um við okkur sem hluta af staðnum
í aðdraganda opnunarinnar, og þá
verður auðvitað að standa við það.
Það gerum við líka með mikilli
ánægju því líklega er það mest gef-
andi þáttur starfsins að vera innan
um gestina. Þannig er maður í
beinum tengslum við viðskiptavin-
ina og fær upplifun þeirra beint í
æð. Álagið hefur engu að síður
minnkað á okkur Simma því við
höfum fengið til liðs við okkur góða
meðstjórnendur sem eru okkur til
halds og trausts, gott fólk á skrif-
stofu og eins rekstrarstjóra og vak-
stjóra í eldhúsi líka.“
Ekkert kreppuviðbragð
Það vakti nokkra undrun að þeir
skyldu ráðast í stofnun veitinga-
staðar í miðjum kreppustorminum.
En var neyðin að kenna naktri
konu að spinna, svo vitnað sé í mál-
tækið, þegar Jói og Simmi réðust í
að setja veitingastað á laggirnar?
„Nei, satt að segja ekki. Við vor-
um báðir með fasta vinnu og til-
veruna í góðum skorðum. En svo
var ákvörðunin tekin og ekki til
baka snúið með hana. Hún var satt
að segja ekki svo erfið, og í raun-
inni kviðum við mest fyrir því að
tilkynna fjölskyldunni þessi nýju
áform.“
En Jói leggur þó áherslu á að þó
þeir hafi sannarlega lagt allt í söl-
urnar, þá hafi þetta ekki verið
bráðatilfelli af áhættusækni hjá
honum og Simma.
„Það er reyndar staðfest, með
mýmörgum sögulegum dæmum, að
ýmis rekstur er vel til þess fallinn
að fara af stað þegar efnahagslegur
samdráttur geisar. Veitingarekstur
er þar á meðal, enda má ná góðum
samningum við aðila á borð við
birgja, arkitekta, leigusala þegar
þannig stendur á. Að sama skapi
var það allan tímann stefnumið
okkar að bjóða upp á mat á sann-
gjörnu verði, á stað með breiða
skírskotun. Þannig náum við til
sem flestra, og þó framlegðin sé
minni en ella þá búum við í haginn
til langs tíma. Gleymum því ekki að
við búum við hækkandi mat-
vöruverð hér á landi sem gerir það
að verkum að munurinn á því að
borða heima eða borða úti er minni
en áður.“
Markaðssetningin mikla
Það fór ekki framhjá mörgum á síð-
asta ári að Jói og Simmi væru að
opna Hamborgarafabrikkuna, þökk
sé sex þátta sjónvarpsþáttaröð um
tilurð staðarins sem sýnd var á
Stöð 2. Eins og gengur sýndist sitt
hverjum og um leið og þættirnir
fengu afbragðs áhorf voru einstaka
aðilar meðal álitsgjafa götunnar
sem fundu þessu fyrirkomulagi
flest til foráttu og blogguðu af móð
um málið. Svo fast kvað að kvein-
stöfunum að hugtök á borð við
„fjölmiðlamisnotkun“ flugu þegar
verst lét. Skyldi þessi þáttur um-
ræðunnar hafa snert við Jóa og
Simma?
„Ekki svo mjög. Satt að segja
vorum við svo gersamlega á kafi í
vinnu myrkranna á milli að við
höfðum ekki tíma til að taka þátt í
þeirri umræðu að neinu marki. En
auðvitað varð maður var við hana,
því er ekki að neita. Mestanpart
gekk þetta samt út á þann mis-
skilning að halda að ég og Simmi
hefðum einfaldlega labbað okkur
inn á Stöð 2 og pantað okkur sex
þátta auglýsinga-
herferð í þágu nýja
veitingastaðarins
okkar. Svo einfalt
var það nú ekki. Í
gegnum tíðina höfum
við Simmi unnið
endalaus verkefni
með Saga Film og
þar á bæ höfðu menn
trú á að hér gæti
verið um áhugavert
sjónvarpsefni að
ræða. Það var svo
þeirra að selja Stöð 2
hugmyndina og það
gekk eftir,“ segir Jói.
„Auðvitað hjálpaði til að við vor-
um landsþekktir þá þegar og lík-
urnar á þokkalegu áhorfi og um
leið auglýsingasölu betri fyrir
bragðið.
Jói bendir á að herferð ein og sér
tryggi ekki tiltekinn rekstur til
lengri tíma, hvort sem um ræðir
veitingastað eða annað.
„Jafnvel þó tilhlýðileg athygli
hefði verið vakin með þáttunum
hefði staðurinn farið flatt ef mat-
urinn og upplifunin hefði ekki verið
í takt við gefin loforð. Við hefðum
einfaldlega farið á hausinn. En end-
urkoma gestanna sýnir að stað-
urinn stendur sig og útkoman hefði
verið sú sama án þáttanna. Mun-
urinn felst í því að það hefði sjálf-
sagt ekki verið jafnmikill kúfur á
aðsókninni í upphafi en til lengri
tíma hefði það komið út á eitt.“
Úr fjölmiðlunum og í Fabrikkuna
Eins og fyrr sagði höfðu þeir Jói og
Simmi haslað sér völl á öldum ljós-
vakans áður en veitingareksturinn
kom til. Hjá því verður ekki komist
að velta því fyrir sér hvort þeir séu
alfarnir af sjónvarpsskjánum til að
einbeita sér að Fabrikkunni – til
frambúðar? Jói er fljótur til svars.
„Það er alveg klárt mál að við
sjáum þennan stað sem fjöregg
sem við ætlum að eiga og hlúa að
um ókomna tíð. Eins og ég nefndi
áðan þá seldum við Simmi okkur
með staðnum í aðdragandanum, við
erum hluti af honum og það stend-
ur. Vel getur farið svo að við losum
eilítið tökin eftir því sem fram vind-
ur en við höfum löngu ákveðið að
verða alltaf sýni-
legur hluti Fabrikk-
unnar. Rekstur
hennar er okkur
báðum persónulega
hjartans mál, að því
marki að við tökum
sjálfir allar kvart-
anir sem kunna að
berast. Hitt er svo
annað mál að við
höfum báðir átt
mjög góðar stundir
á vettvangi fjöl-
miðlanna og eflaust
mun eitthvert
spennandi verkefni reka á fjörur
okkar með tíð og tíma sem fær
okkur til að taka þann slag aftur.“
Næst: Kaffihús
Þó hasarinn í kringum Hamborg-
arafabrikkuna sé kominn undir
stjórn þá sitja þeir félagar ekki
auðum höndum frekar en fyrri dag-
inn, og í byrjun marsmánaðar opna
þeir Íslensku kaffistofuna, kaffihús
sem staðsett er í sömu byggingu og
Fabrikkan.
„Við ætlum okkur að starfrækja
þarna lítið og huggulegt kaffihús
með hjarta. Áherslan verður á há-
gæðakaffi en ekki síður á fjöl-
breyttan mat á góðu verði, og við
höfum ráðið til okkar Jan-Fredrik
Winter, margverðlaunaðan kaffi-
barþjón, til að leiða starfsliðið.
Þarna ætlum við að bjóða upp á
margvíslega létta smárétti og súp-
ur sem bæði má grípa með sér og
borða á staðnum.“
Skyldu þeir Jói og Simmi stefna
á að verja titilinn sem „markaðs-
menn ársins“ í kynningarstarfinu
kringum Íslensku kaffistofuna?
„Ónei,“ segir Jói og hlær við. „Við
förum rólega í þetta núna, í takt við
þann anda sem við viljum hafa á
kaffihúsinu.“ jon.olason@gmail.com
Morgunblaðið/RAX
Simmi og Jói „Á vissan hátt seldum við okkur sem hluta af staðnum í aðdraganda opnunarinnar, og þá verður auðvitað að standa við það. Það gerum við líka með
mikilli ánægju því líklega er það mest gefandi þáttur starfsins að vera innan um gestina,“ segja markaðsmenn ársins 2010.
Markaðssetningin mikla
„Gleymum því ekki
að við búum við
hækkandi mat-
vöruverð hér á landi
sem gerir það að
verkum að munurinn
á því að borða heima
eða borða úti er
minni en áður.“
Síðasta ár var við-
burðaríkt hjá markaðs-
mönnum ársins 2010,
Jóhannesi Ásbjörnssyni
og Sigmari Vilhjálms-
syni – eða Jóa og
Simma, eins og lands-
menn þekkja þá.
DOKTORS- OG
MEISTARANÁM
Í VIÐSKIPTAFRÆÐI
Kynntu þér námið og styrkmöguleika á
www.hr.is/vidskiptadeild
• PhD í viðskiptafræði
• MSc í alþjóðaviðskiptum
• MSc í Organisational Behaviour
and Talent Management
• MCF í fjármálum fyrirtækja
• MSIM í fjárfestingarstjórnun
• MACC í reikningshaldi og endurskoðun
• MABI í stjórnunarreikningsskilum
og viðskiptafærni
• MBA