Morgunblaðið - 03.03.2011, Side 26
26 | MORGUNBLAÐIÐ
V
ið erum markaðsstofa sem einbeitir
sér að því að efla alla sölustarfsemi
innan fyrirtækja. Við styrkjum
stjórnendur, sérfræðinga og framlínu
markaðs- og söluhópa til að takast á
við aðgerðir á markaði sem færa fyrirtækinu
auknar tekjur og lækka sölukostnað,“ segir
Svanur Þorvaldsson, framkvæmdastjóri Fé-
lagsins ehf.
Hjá Félaginu býðst fyrirtækinu fjölbreytt
þjónusta á sviði markaðsmála. Í grunninn má
segja að fyrirtæki geti sótt til Félagsins mark-
aðs- og sölustuðning með ráðgjöf, fyrirlestrum,
námskeiðum, þjálfun og vinnustofum. Einnig er
sinnt stærri sem smærri verkefnum þar sem
þörf er á sérþekkingu og viðbót við þá söluhópa
sem fyrir eru.
„Félagið gefur fyrirtækjum tækifæri til að
efla markaðs- og söluhópa, styrkja sig á mark-
aðnum án þess að þurfa að ráða inn starfsmann
í fullt stöðugildi eða verja óhóflegum tíma í að
mynda sérþekkinguna. Því er hægt að leita til
Félagsins og láta okkur vinna verkefnið eða
vera hluta af hópnum. Það getur því verið mun
hagkvæmara að láta okkur fylgja hópnum uns
hann verður sjálfbær með efnið; koma með sér-
þekkingu sem erfitt er að sækja á einn stað eða
tímafrekt að afla á eigin máta,“ segir Svanur.
Aðstoðað fjölmörg fyrirtæki
Félagið hefur aðstoðað fjármálafyrirtæki, fjöl-
miðla, framleiðslufyrirtæki, verslanir og veit-
ingastaði, umhverfistæknifyrirtæki, heildsölur,
frumkvöðlasetur, sprota- og ferðaþjónustufyr-
irtæki. Hafa þessi fyrirtæki leitað eftir aðstoð
við t.d. sölustefnumótun, markmiðasetningu,
áætlanagerð, sölustjórnun og fleira.
„Flestar markaðs- og auglýsingastofur ein-
beita sér að markaðs-, kynningar- og auglýs-
ingatengdum verkefnum og vinna því mjög lítið
með söluhópi í að auka árangur. Félagið einbeit-
ir sér hins vegar að árangri í sölu og vinnur
markvisst í að auka söluna í nánu samstarfi við
markaðshóp. Til að hámarka árangur verða
markaðs- og söluaðgerðir að tilheyra sama ferl-
inu,“ segir Svanur.
„Án söluhóps verður engin sala og án mark-
aðshóps verður ferlið langt og kostnaðarsamt
þar sem sölufólk þarf sjálft að greina mark-
aðinn, skilgreina markhópa, finna lykilþarfir og
móta markaðs- og söluefni. Því verða þessi tvö
teymi að vinna sem eitt til að hámarka megi
ánægju viðskiptavina og rekstrarárangur fyr-
irtækisins. Nokkrar lykilaðgerðir sem geta
komið hópunum langt í samstarfinu: Þau verða
að sameinast um stefnur og vinna saman að
gerð markaðs- og söluáætlana. Móta markmið,
skilgreina lykilaðgerðir og ákveða hvernig ár-
angur verður mældur. Þetta felur einnig í sér að
teymin munu sameiginlega bera ábyrgð á
tekjum og kostnaði.“ sbs@mbl.is
Morgunblaðið/Sigurgeir S
Markaður Vinnum að því að auka sölu í nánu samstarfi við markaðs- og söluhóp til að tryggja hámarksárangur,“ segir Svanur Þorvaldsson hjá Félaginu.
Hjá Félaginu býðst fyrirtækinu
fjölbreytt þjónusta á sviði
markaðsmála. Gefur fyrir-
tækjum tækifæri til að efla
markaðs- og söluhópa og
styrkja sig í öllu markaðsstarfi.
Markaðs- og söluaðgerðir tilheyri sama ferli