Morgunblaðið - 03.03.2011, Blaðsíða 30
30 | MORGUNBLAÐIÐ
Auðbrekka 12 200 Kópavogur Sími 510 2700 svansprent@svansprent.is
Svansprent með Svansvottun
Í nóvember 2010 hlaut prentframleiðsla
Svansprents vottun norræna umhverfis-
merkisins Svansins.
Starfsmenn Svansprents eru stoltir af
því að stuðla að aukinni sjálfbærni
og verndun umhverfisins.
VIÐ HLUSTUM – VERKIN TALA
Þ
egar til baka er litið er
starfsemi ÍMARK og
þau verðlaun, sem félag-
ið hefur veitt hverju
sinni, býsna góður mæli-
kvarði á viðskiptalífið. Félagið hef-
ur meðal annars veitt viðurkenn-
ingar vegna bestu auglýsinganna
og vakið athygli á starfi þess fólks
og fyrirtækja sem best hafa gert í
markaðsmálum. Og auglýsing-
arnar og fólkið móta tíðaranda
hverrar stundar. Hér helst allt í
hendur; verðlaunin í raun end-
urspegla samfélag hvers tíma.
„Svolítið mikið 2007,“ er stund-
um sagt í dag þegar fólk lítur til
baka og til þeirra viðmiða sem
sjálfsögð þóttu í góðærinu. Á því
herrans ári þótti góðra gjalda vert
að fljúga hátt og stefna enn hærra
enda benti ekkert til brotlendingar
í efnahagslífinu. Allir helstu mark-
aðsmenn landsins komu saman á
Hótel Nordica seint á árinu 2007
þar sem ÍMARK kynnti val sitt á
markaðsmanni ársins og markaðs-
fyrirtækinu.
Andri Már Ingólfsson var valinn
fremstur markaðsmanna landsins
árið 2007 og komst dómnefnd svo
að orði að Andri Már hefði með
ráðdeild, dugnaði og útsjónarsemi
náð að byggja upp öflugt ferða-
þjónustufyrirtæki með leiðandi
stöðu á hörðum markaði á Norð-
urlöndum og Írlandi. Veldi Andra
Más stendur enn og hefur hann átt
sinn þátt í að breyta ferðamenn-
ingu landans. Utanlandsferðir eru
á flestra færi og sjálfsagður hluti
af neyslumynstri Íslendinga.
Haustið 2007 var Landsbanki
Íslands valinn markaðsfyrirtæki
ársins. Við það tilefni kom fram
hjá Elísabetu Sveinsdóttur for-
manni ÍMARK að Landsbankinn
hefði náð góðum árangri í mark-
aðsmálum. Öll markmið hefðu sem
sett voru eftir einkavæðingu bank-
ans hefðu náðst, það er að við-
halda markaðshlutdeild, auka arð-
semi og ánægju viðskiptavina.
Á þessum tíma var útrás bank-
ans komin á fulla ferð og þegar
Ólafur Ragnar Grímsson forseti
Íslands afhenti verðlaunin nefndi
hann að í sinni tíð í fjármálaráðu-
neytinu hefði stundum verið rætt
um erlenda banka og hugsanlega
starfsemi þeirra hér á landi. Nú
hefði dæmið hins vegar snúist við;
íslensku bankarnir hefðu haldið
utan.
Fyrirmyndin bandarísk
Sigurður Ágúst Jensson var fyrsti
formaður Ímark og var hvatamað-
ur að stofnun félagsins. Hann
hafði kynnst starfsemi American
Marketing Association á náms-
árum sínum í Bandaríkjunum og
vann félaginu nýja brautargengi
samkvæmt fyrirmynd að vestan.
Ímark var svo formlega stofnað í
október 1986, í kjölfar þess að
Reagan Bandaríkjaforseti og Gor-
batsjov Sovétleiðtogi komu til
fundar hér á landi. Sá fundur
vakti mikinn áhuga á landi og þjóð
og hafði áhrif á markaðs-
menningu.
Í tímans rás hafa fjölmörg fyr-
irtæki og félagasamtök unnið til
verðlauna Ímark fyrir athygl-
isverðustu auglýsingar hvers árs.
Flokkum þessum hefur sífellt
fjölgað en þegar fyrstu verðlaunin
voru afhent vorið 1987 sagði í frétt
Morgunblaðsins að tilgangurinn
væri að „vekja athygli almennings
á vel gerðum auglýsingum og
veita auglýsingagerðarfólki umb-
un fyrir vel unnin störf,“ eins og
komist var að orði.
Þeir sem best hafa gert
Á síðari stigum var svo – eins og
fyrr er nefnt – farið að veita verð-
laun til þeirra fyrirtækja og ein-
staklinga sem best hafa gert í
markaðsmálum. Má traust rök að
því leiða að á þeim aldarfjórðungi
síðan verðlaunin voru fyrst afhent
hafi flest áhrifameiri fyrirtæki
landsins að minnsta kosti komist á
blað hjá ÍMARK og mörg þeirra
unnið til verðlauna, enda ekki
óeðlilegt, því samfélag okkar er
markaðsdrifið og auglýsingar afl
þeirra hluta sem gera skal.
Árið 2005 var Svanhildur Kon-
ráðsdóttir sviðsstjóri menningar-
og ferðamálasviðs Reykjavík-
urborgar valin markaðsmaður
ársins. Það var í fyrsta sinn sem
konu féllu verðlaunin í skaut. Var
rökstuðningurinn að hún hefði
brennandi áhuga á markaðs-
málum og ríka markaðshugsun.
Ferill hennar bæri því vitni að
hún byggi jafnframt yfir mikilli
staðfestu og dugnaði við að fylgja
verkefnum alla leið þó oft yrði í
vegi ógreiðfært umhverfi stjórn-
mála- og embættismanna.
Verðlaunin skapi umræðu
Sama ár, það er 2005, voru Sím-
inn, Stöð 2 og CCP tilnefnd sem
markaðsfyrirtæki ársins - sem hið
fyrstnefnda vann til. Var rök-
stuðningur að Síminn hefði fylgt
markaðri stefnu í markaðsmálum
og væri aukheldur vel rekið fyr-
irtæki. Á hinn bóginn hefði ekki
alltaf verið lognmolla í kringum
Símann.
Enda fór svo að umræður sköp-
uðust um hvort Síminn væri þessa
maklegur. Jón Bjarnason þing-
maður VG og nú sjávarútvegs-
ráðherra gagnrýndi viðurkenn-
inguna. Sagði að Síminn hefði
ekki staðið sína plikt og meðal
annars lokað þjónustustöðvum
sínum úti á landi. Það er sjón-
armið út af fyrir sig og öðrum
þræði eiga viðurkenningar sem
þessar að skapa umræðu.
Hvað sem gagnrýninni þó leið
þótti Síminn vel rekið og farsælt
fyrirtæki sem náði að halda stöðu
þrátt fyrir mikla og harða sam-
keppni. Hún hófst fyrir alvöru
1998 með tilkomu Tals. Með því
má raunar segja að þjóðin hafi
farsímavæðst af alvöru enda þótti
rétt að útnefna Þórólf Árnason
forstjóra Tals og síðar borgar-
stjóra markaðsmann ársins 2002 –
fyrir þann árangur sem fyrirtæki
hans hafði þá náð.
sbs@mbl.is
Spegla markaðinn og skapa umræðu
Morgunblaðið/Kristinn
Markaðskona Fyrst kvenna til að fá markaðsverðlaun ÍMARK var Svanhildur Konráðsdóttir sem stýrir ferðamálum
Reykjavíkurborgar. Fékk hún verðlaunin meðal annars fyrir ríka markaðshugsun og fyrir að geta þokað málum í gegnum
þungt kerfi stjórnmála- og embættismanna.
Verðlaun Ímark hafa end-
urspeglað markaðsmál
þjóðarinnar undanfarin
tuttugu og fimm ár.
Markaðsmenn eru braut-
ryðjendur og fyrirtækin
hafa mörg hver breytt
Íslandi. Fyrirmyndin
kemur að vestan.
Morgunblaðið/Golli
Vatn Jón Ólafsson, stjórnarformaður Icelandic Glacial, var heiðursgestur á Ís-
lenska markaðsdeginum fyrir tveimur árum. Þar var m.a. fjallað um nýjungar í
markaðsmálum og ræddi Jón meðal annars um útflutning á íslensku vatni.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Góðæri Forseti Íslands afhentir verðlaun Ímark haustið 2007. Andri Már Ingólfsson forstjóri Heimsferða, sem stendur við
hlið forsetans, var valinn markaðsmaður ársins og Hermann Jónsson frá Landsbankanum, sem kemur næstur, tók við
verðlaunum til Landsbankans sem var markaðsfyrirtækið. Glitnir og Iceland Express fengu einnig verðlaun.
Á því herrans ári þótti
góðra gjalda vert að fljúga
hátt og stefna enn hærra
enda benti ekkert til brot-
lendingar í efnahagslífinu.
Morgunblaðið/Ásdís
Lúður Verðlaunagripur ÍMARK hefur
verið veittur undanfarin 25 ár.