Morgunblaðið - 03.03.2011, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 03.03.2011, Qupperneq 28
28 | MORGUNBLAÐIÐ „Mér er það orðið ljóst að að það er hægt að komast áfram á persónutöfrunum í svo sem fimmtán mínútur. Eftir það er eins gott að vita eitthvað í sinn haus.“- 46 ára Tekið upp úr bókinni: Orðið ljóst: fólk á aldrinum 5-95 ára miðlar af reynslu sinni af lífi, ást og öðru góðu. H. Jackson Brown tók saman og Þórarinn Eldjárn þýddi. Alhliða þjónusta á sviði markaðsmála og hönnunar ÁRNI REYNIR INGA BJÖRK Borgartúni 26, 3ja hæð | 105 Reykjavík | Sími 581-2400 Hofi Menningarhúsi, 2. hæð | Skipagötu 12 | 600 Akureyri | Sími 461-2400 samrad@samrad.is | www.samrad.is Hafðu samband og fáðu frían kynningarfund www.samrad.is Starfsfólk Samráðs hefur náð að kynna sér ólíkar hliðar markaðs- og kynningarmála, bæði á einstaklings- og fyrirtækjamarkaði og höfum þar góða yfirsýn. Samráð býður fyrirtækjum og einstaklingum upp á vandaða alhliða þjónustu á sviði markaðsmála og hönnunar. FJÓLA BJÖRK L úðurinn er fyrir löngu orð- inn einn best þekkti verð- lanagripur landsins. Liðin eru 25 ár síðan Haraldur Kornelíusson gullsmiður smíðaði fyrsta eintakið, en þegar blaðamaður ræddi við Harald komst hann að því að gripurinn átti alls ekki að heita „lúður“. „Vinur minn til margra ára, Sig- urður Ágúst Jensson, var í stjórn ÍMARK á þessum tíma og sú hug- mynd hafði kviknað að byrja að veita verðlaun fyrir bestu auglýs- ingar ársins. Við Sigurður settumst niður yfir kaffi til að ræða málin, gerðum nokkrar rissur og þá kom hugmyndin að hönnuninni fram. Okkur fannst gjallarhornið gott tákn fyrir markaðs- og auglýs- ingafólk enda eitthvert elsta tækið sem notað var til að ná athygli al- mennings. En strax á fyrstu verð- launaafhendingunni heyrði ég að fólk var byrjað að kalla gripinn lúð- urinn og festist það nafn við hann.“ Síðan þá hefur verðlaunaflokk- unum fjölgað smám saman og fyrir athöfnina í ár smíðaði Haraldur 32 lúðra. Verðlaunaflokkarnir eru 16 og fá auglýsandi og auglýs- ingastofa sinn verðlaunagripinn hvort. „Ég var að reyna að taka þetta saman um daginn og mér reiknast til að í heildina séu þetta í kringum 550 stykki sem ég hef smíðað frá upphafi,“ áætlar Har- aldur. Ekki í myndinni að breyta til Lúðurinn þykir vel heppnaður gripur og þeir sem á annað borð vinna til verðlaunanna gæta þess að hafa lúðrana sína á áberandi stað. Á einni auglýsingastofunni er t.d. heill veggur lagður undir lúðra. „Einhverjar vangaveltur fóru af stað fyrir nokkrum árum um hvort kominn væri tími til að endurnýja hönnunina, en sú tillaga var óðara skotin niður því margir eiga safn af lúðrum og vilja bara sjá safnið stækka. Hönnunin er líka orðin þekkt viðurkenning og viss auglýs- ing fyrir þá sem hreppt hafa verð- launin að hafa þau til sýnis.“ Það hefur jafnvel gerst að aðilar utan úr bæ hafi beðið Harald að smíða handa sér lúður. „En það kemur ekki til greina og þeir einu sem fá að panta hjá mér lúðra eru ÍMARK.“ Nostrað við hvern grip Haraldur kveðst aldrei hafa mælt nákvæmlega hversu mikil vinna fer í hvern grip. Hann gætir þess að dreifa smíðinni vel yfir árið en um töluverða vinnu er að ræða. „Það eru mörg handtök á bak við hvern grip. Ég byrja á að skera úr flatri messingplötu, móta lúðurinn til og handfangið, silfurkveiki samskeytin og slípa og pólera þangað til áferðin er háglansandi. Gripurinn er síðan húðaður með 24 karata gullhúð. Loks þarf að letra granítsökkulinn ítarlega með heiti keppninnar, aug- lýsingaflokks, auglýsingar og sig- urvegara,“ útskýrir Haraldur og minnist um leið á að fara verði hæfilega varlega með gripinn. „Ef gullhúðin á að haldast falleg má ekki nota hreinsiefni á lúðurinn heldur aðeins mjúkan klút. Svo hef- ur það líka gerst endrum og sinnum að verðlaunahafarnir hafa verið svo ánægðir að þeir hafa tekið gripinn með sér á djammið um kvöldið og þá er yfirleitt ekki vel farið með styttuna. Ég hef þurft að end- ursmíða og laga marga lúðra sem hafa farið illa út úr næturlífinu eða of harkalegum þrifum.“ ai@mbl.is Hefur smíðað 550 lúðra á 25 árum Lúðursnafnið festist við gripinn sem átti þó að tákna gjallarhorn. Gullsmiðurinn þarf stundum að gera við lúðra sem skemmst hafa í djammi og gleði eftir verðlaunaathöfnina. Morgunblaðið/Árni Sæberg Haraldur „Það eru mörg handtök á bak við hvern grip.“ U m tilurð vel heppnaðar markaðsherferðar Nike er fjallað hér í blaðinu. Í viðtali við Scott Bed- bury er sagt frá uppgangi Nike í hans stjórn- artíð sem markaðsstjóri fyrirtækisins. Undir lok 8. áratugarins var Nike ekki sér- lega burðugt fyrirtæki. Reebok réð íþróttafatamarkaðinum og Nike framleiddi varla nema línu af hlaupaskóm. Sprenging hafði orðið í íþróttaiðkun meðal almennings, og Nike langaði í stærri skerf. Það var á fundi með auglýs- ingastofunni Weiden & Kennedy að slagorðið „Just Do It“ varð til. „Just Do It“ var tækið sem Nike notaði til að höfða til allra þjóðfélagshópa og ekki nóg með það heldur tileinkaði fyrirtækið sér slagorðið heldur betur og réðst af fullri hörku á markaðinn. Árangurinn varð slíkur að á milli 1988 og 1998 jókst sala á Nike-varningi meira en tífalt og mark- aðshlutdeildin náði hámarki í 43%. ai@mbl.is Slagorðið sem skapaði veldi Úr sögubókum markaðsfólksins Haraldur er einn af örfáum ein- staklingum sem fá að vita úrslit Ís- lensku markaðsverðlaunanna með góð- um fyrirvara. Hann þarf nefnilega að merkja á sökkul verðlaunagripsins nafn hvers sigurvegara. Hann jánkar því þeg- ar blaðamaður spyr hvort einhverntíma hafi verið reynt að ná upp úr honum vali dómnefndarinnar. „Ég man eftir skemmtilegu tilviki þegar ég var eitt skiptið að spila badminton og settist svo inn í gufubað. Þar voru menn frá auglýsingastofu að skeggræða um verðlaunaafhendinguna og geta sér til um úrslitin. Það komst svo upp í lokin hver ég var, og við svo búið labbaði ég út og skildi herramennina eftir með stórt spurningarmerki.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Fær að vita hverjir vinna

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.