Morgunblaðið - 03.03.2011, Qupperneq 20
20 | MORGUNBLAÐIÐ
H
ugmyndin að herferðinni kviknaði í
kjölfar eldgossins þegar ferðaþjón-
ustan horfði fram á næstum því
20% fækkun ferðamanna yfir árið.
Þá þegar 22% fækkun í apríl einum
saman og stærsta vertíðin fram undan. Ljóst
var að eitthvað þurfti að gera til að draga úr
neikvæðri umfjöllum um landið í kjölfar goss-
ins og fá ferðamenn til að ferðast hingað samt
sem áður. Það var iðnaðarráðuneytið, og þá
helst Katrín Júlíusdóttir, sem hafði forgöngu í
þessu máli, ásamt Icelandair, Iceland Express,
Reykjavíkurborg og Íslandsstofu. Þessir að-
ilar tóku sig saman ásamt 80 aðilum í ferða-
þjónustu og lögðu fram 350 milljónir til her-
ferðinnar, jafnt við framlag ríkisins.
Herferð í átta löndum
Herferðin fór formlega af stað um miðjan maí
og var upphafið þjóðarátakið 3. júní. Þar tók
einn þriðji þjóðarinnar þátt í því að bjóða fólk
velkomið til landsins. Þá var farið í auglýsinga-
herferðir í átta löndum þar sem notuð voru
stór auglýsingaspjöld úti við og í London var
auglýsingum sjónvarpað á auglýsingaspjöld-
um á 22 lestarstöðvum. Unnið var í þessu yfir
sumarið og auglýsingar settar á netið, sem var
stærsti hluti átaksins. „Kjarninn í verkefninu
snerist þó um samfélagsmiðlana. Að hafa alla
með og fá aðra til að segja söguna með þeim
sem að herferðinni stóðu. Það skipti máli að
við höfðum til hliðsjónar rannsókn sem sýndi
að þeir útlendingar sem hafa komið til Íslands
séu mun jákvæðari til að mæla með því frekar
en öðrum löndum. Sögur frá þeim hafa sannað
sig í þessu öllu saman,“ segir Inga Hlín Páls-
dóttir, forstöðumaður markaðssóknar Íslands-
stofu. Vefgáttir af ýmsum toga hafa verið
kjarninn í verkefninu, til að mynda hafa 400
bloggarar verið látnir fá efni til að nota á síður
sínar. Þá voru haldnar farandkynningar á
helstu markaðssvæðum Íslandsstofu og á síð-
astliðnu ári boðið hingað 400 blaðamönnum til
að vekja athygli á landinu.
Ferðamönnum fjölgar
„Þetta er allt saman að skila sér í því það er
mun jákvæðari umræða um Ísland á netinu
heldur en var áður. Við gerðum viðhorfsrann-
sókn áður en átakið fór af stað í Bretlandi,
Þýskalandi og Danmörku og svo aftur í lok
ágúst. En við höfðum líka samanburð frá árinu
2009. Þannig sjáum við marktækan mun á já-
kvæðni gagnvart Íslandi sem áfangastað fyrir
ferðamenn. En það sem við erum ánægðust
með er það sem herferðin hefur skilað okkur.
Við horfðum fram á 20% fækkun en sáum síð-
an 0,2% fjölgun ferðamann á síðasta ári frá
árinu 2009. Það ár var metár og því getum við
ekki verið ánægðari. Þetta er enn allt að skila
sér því það varð 18,5% aukning ferðamanna nú
í janúar. Það eru tölur sem maður hefur ekki
séð áður. Við höfum líka séð að fjölgunin er frá
þeim markaðssvæðum sem við vorum að vinna
á. Þannig vorum við ekki með átakið í Suður-
Evrópu og sjáum að þaðan er ekki fjölgun svo
herferðin er greinilega að skila sér,“ segir
Inga Hlín.
Allir miðlar nýttir
Samþætt markaðsátak þar sem allir miðlar
eru nýttir er nýlunda í ferðaþjónustu hér-
lendis. Þetta segir Inga Hlín að ferðaþjón-
ustuaðilar vilji nýta sér í framtíðinni og það sé
gott við Inspired by Iceland að aðferðafræðina
megi nota áfram. Hún segir að draga megi
heilmikinn lærdóm af herferðinni og nú sé
unnið að því að skoða hvernig megi halda
áfram að nota kjarnann úr henni. Á þessu ári
er meðal annars horft til þess að fara inn í
HönnunarMars og Hestadaga og nýta sér
þannig viðburði sem eru til staðar. Inga Hlín
segir slíka viðburði fara saman við þá ímynd-
ar- og orðsporsvinnu sem verið sé að vinna.
Inga Hlín stýrir markaðssókn, nýju sviði innan
Íslandsstofu sem snýr að því að styðja við
ímynd og orðspor Íslands. Bæði Íslands sem
áfangastaðar fyrir ferðamenn og alls þess sem
íslenskt er. Í því segir hún liggja ákveðna hug-
myndafræði sem verði kjarninn í markaðs-
setningu á Íslandi í framtíðinni. maria@mbl.is
Hugmyndin að auglýsinga-
herferðinni Inspired by Iceland
kviknaði í kjölfar eldgossins í
Eyjafjalljökli. Herferðin hefur
skilað árangri en fjöldi ferða-
mannna til landsins jókst um
18,5% í janúar síðastliðnum.
Kjarninn Inga Hlín Pálsdóttir segir sögur frá ferðamönnum hafa verið mikilvægar í herferðinni Inspired by Iceland.
Mun jákvæðari umræða um Ísland
„Það fyrsta sem fólki dettur í hug um Ísland er
náttúran. Hún er það sem fólk þekkir og er Eyja-
fjallajökull þar ofarlega á blaði. Þetta er þó alls
ekki neikvætt því Eyjafjallajökull og sú umfjöllun
sem Ísland hefur fengið á síðastliðnum árum
hefur í raun sett landið á kortið og fólk veit nú
frekar hvar Ísland er. Almenningur og frétta-
menn fylgjast í auknum mæli með fréttum frá
Íslandi og því betri og meiri skilaboð sem Íslend-
ingar gefa því meiri athygli fáum við. Mikil sam-
staða og jákvæðni hefur skapast í ferða-
mannaþjónustunni við átakið. Vert er að nýta
þjóðarátakshugsunina, enda skiptir okkur öll
máli að fá gjaldeyristekjur til landsins og skila
ferðamönnum ánægðum heim.“
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
IB
I
50
15
4
06
.2
01
0
ISLAND: SIDSTE SØNDAG
Du kan få flere oplysninger på
www.InspiredByIceland.com
Hver søndag eller en hvilken som helst
anden dag, som altid de sidste 1100 år,
har naturen givet os en rigtig god grund
til at gå på opdagelse og tage på eventyr.
Island er mere levende end nogensinde.
Det er nu du skal opleve Island.
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
IB
I
50
15
4
06
.2
01
0
ISLAND: FORRIGE LØRDAG
La deg inspirere på www.InspiredByIceland.com
Hver lørdag, gjennom våre 1100 år på Island har
naturen stadig gitt oss nye mysterier å utforske.
Fra Reykjavik til Vatnajökull – Island er mer
våkent enn noen gang før. Opplev det nå.
Eyjafjallajökull ofarlega á blaði