Morgunblaðið - 03.03.2011, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ | 27
S
amráð markaðsmál og hönnun ehf var stofnsett
fyrir um ári og hefur á þeim tíma unnið að ýmsum
verkefnum. Þar ber einna helst að nefna markaðs-
setningu fyrir Leikfélag Akureyrar á sýningunni
Rocky Horror auk verkefna fyrir hönnuði á borð
við Sveinbjörgu Hallgrímsdóttur og markaðssetningu við-
burða Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands.
Sveigjanleiki í tímavinnu
Samráð býður viðskiptavinum sínum upp á alla þjónustu er
varðar markaðsmál og ráðgjöf ásamt grafískri hönn-
unarvinnu. Fyrirtækið hefur þróað og unnið með svokall-
aðar áskriftarleiðir sem fyrirtæki geta nýtt sér. En þá
koma starfsmenn Samráðs að markaðsmálum fyrirtækisins
sem þeirra markaðsdeild eða sem viðbót við þá markaðs-
deild sem fyrir er. Slíkar leiðir veita fyrirtækjum sveigj-
anleika í tímavinnu, starfsmannafjölda og kostnaði. En fast
mánaðargjald er greitt gegn vissum tímafjölda á 12 mánaða
tímabili.
Mismunandi tengslanet
„Þetta er þjónusta sem við höfum þróað en ég veit ekki til
þess að hún hafi verið í boði með þessu sama formi annars
staðar. Hjá starfsmönnum í markaðsvinnu er mismikið að
gera og getur komið dauður tími inn á milli. En hjá okkur
borgar þú bara fyrir unninn tíma og því fylgir þessu tölu-
verður sparnaður. Fyrirtækin hafa aðgang að þremur
starfsmönnum hjá okkur en hvert og eitt okkar hefur mis-
munandi tengslanet, þekkingu og menntun sem hentar vel
þar sem verkefnin eru svo fjölbreytt. Þetta hefur reynst
mjög vel og allir sem hafa komið inn í þetta fyrirkomulag
hafa verið ánægðir. Við hófum rekstur hér fyrir norðan en
höfum þó unnið fyrir aðila um allt land og erum þessar
mundir að opna aðra skrifstofu í Reykjavík,“ segir Fjóla
Karls, framkvæmda- og verkefnastjóri Samráðs.
maria@mbl.is
Nýstárleg markaðsþjónusta
Fyrirtækið Samráð markaðsmál og hönn-
un ehf er starfrækt í menningarhúsinu
Hofi á Akureyri. Starfsmenn sinna þó
þjónustu fyrir aðila um land allt.
Eigendur Fjóla Karls (t.v.) og Inga Björk Svavarsdóttir. Fyrirtækið hefur unnið með áskriftarleiðir sem fyrirtæki geta nýtt sér.