Morgunblaðið - 03.03.2011, Qupperneq 24
24 | MORGUNBLAÐIÐ
M
agnús Geir Þórðarson segir að
það hafi komið skemmtilega á
óvart þegar Borgarleikhúsið var
valið markaðsfyrirtæki ársins í
fyrra. Magnús settist í leik-
hússtjórastólinn í upphafi árs 2008. „Þá fór-
um við í almenna endurskoðun starfsem-
innar, eins og venja er þegar nýr leikhússtóri
tekur við,“ segir Magnús þegar hann er
spurður hvað kann að best að skýra eftirtekt-
arverðan árangur Borgarleikhússins und-
anfarin ár. „Uppstokkunarferlið stóð yfir
lungann úr árinu 2008, gerðar voru nokkrar
breytingar á mannskapnum og ný stefna
mótuð sem snéri fyrst og fremst að verkefna-
valinu. Verkefnavalið – hvaða sögur á að
segja – er enda kjarninn í starfsemi hvers
leikhúss. Við valið reynum við að horfa bæði
til þess hvaða sögur við teljum að fólkið vilji
heyra, en líka hvaða sögur landsmenn ættu
og þurfa að heyra. Við breyttum líka innra
skipulaginu á margvíslegan hátt s.s. með
nýju sýningafyrirkomulagi svo að verkin eru
tekin með meira áhlaupi; sýningarnar hafðar
„þéttar“ og yfir styttri tíma.“
Tryggir gestir styrkja starfið
Verulegur árangur náðist með nýjum
áherslum og slegin voru aðsóknarmet.
„Aðsóknin jókst umtalsvert og kortagest-
um fjölgaði verulega, úr 500 upp í ríflega
10.000 á tveimur árum. Meðal áhersluatriða í
markaðsstefnu leikhússins var einmitt að
endurskoða alla stefnuna varðandi áskrift-
arkortin, fjölga í hópi fastagesta leikhússins
og um leið yngja upp í hópnum. Það er af-
skaplega mikilvægt bæði fyrir listrænt starfs
leikhússins og einnig rekstur og alla áætl-
anagerð að eiga trygga gesti sem koma og
sjá margvíslegar og ólíkar sýningar. Það þýð-
ir m.a. að við getum skipulagt leikárið af
meiri festu.“
Magnús segir að kjarninn í markaðsstarfi
leikhússins sé ekki að blása til mikilla aug-
lýsingaherferða, heldur miðar öll starfsemi
leikhússins að því að það sé í virku sambandi
við samfélagið sem það er sprottið úr.
„Út frá því sprettur áhugi á starfsemi
hússins,“ segir Magnús og orðar það sem
svo að áhersla hafi verið lögð á samtal milli
leikhússins og þjóðarinnar. „Leikhús er ekki
safn, og leiklistin er lifandi listform. Við vild-
um gera leikhúsið sýnilegra með því að
byggja upp sterk tengsl við samfélagið.
Þetta gerum við með margvíslegum hætti,
aðallega með því að velja til sýninga verk
sem eiga erindi en líka t.d. með lestri rann-
sóknarskýrslunnar í fyrra og opnum áheyrn-
arprufum.“
Þörf fyrir andlega næringu
Loks kveðst Magnús ekki geta neitað því að
ástandið í samfélaginu hafi að líkindum nýst
Borgarleikhúsinu eins og öðrum menning-
arstofnunum hér á landi. Mikið er talað um
að með samdráttarskeiðinu hafi landsmen
litið meira inn á við og lagt betri rækt við
bæði líkama og sál.
„Tíðarandinn í þjóðfélaginu hefur haft sitt
að segja, og ég held að eftir hrun hafi fólk
þurft meira en áður á andlegri næringu að
halda. Hins vegar hefur árferðið líka orðið til
að þrengja verulega að okkur og við erum
núna að upplifa þriðja árið í röð þar sem op-
inber framlög til leikhússins eru skorin nið-
ur.“
Magnús segir það hafa verið bæði mikinn
heiður og hvatningu fyrir Borgarleikhúsið að
vera valið markaðsfyrirtæki ársins í fyrra.
„Okkur þykja þessi verðlaun viss viðurkenn-
ing á því að okkur hafi tekist það markmið
að gera leikhúsið aðgengilegt og sýnilegt: að
gera leikhúsið að virkum þátttakanda í sam-
félaginu.“ ai@mbl.is
Hafa lagt áherslu
á samtal milli
leikhúss og þjóðar
Borgarleikhúsið var valið markaðsfyrirtæki ársins 2010. Þar á
bæ tókst meðal annars að fjölga kortagestum tuttugufalt.
Leikhússtjórinn, Magnús Geir Þórðarson, segir markaðs-
starfið ekki byggjast á auglýsingaherferðum heldur á virku
sambandi við samfélagið.
Morgunblaðið/Golli
Magnús Geir „Leikhús er ekki safn, og leiklistin er lifandi listform.“
Þegar litið er yfir leikhúsflóruna á
Íslandi er óhætt að segja að bæði
framboð og eftirspurn virðast lúta
öðrum lögmálum hér á landi en víða
annars staðar.
Magnús bendir t.d. á að gestir
Borgarleikhússins hafi verið um
220.000 á síðasta ári eða sem jafn-
gildir tveimur þriðjungum þjóð-
arinnar sem sannarlega hlýtur að
teljast einstakur árangur.
„Það er óneitanlega mikil gæfa
fyrir leikhús hér á landi að Íslend-
ingar líta á leiklistina sem almenn-
ingseign en ekki aflokaðan heim
einhvers konar „menningarelítu“.
Stór hópur landsmanna leggur sig
fram við að fara reglulega á leiksýn-
ingar á meðan hjá mörgum öðrum
þjóðum fer þorri almennings
kannski sjaldan eða aldrei í leik-
hús.“
Íslending-
ar duglegir
að sækja
leikhús