Morgunblaðið - 15.03.2011, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 15.03.2011, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Vellíðan „Það er áberandi hvað manni líður betur, ekki bara á líkama, heldur líka á sál,“ segir Davíð Hjálmar. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MARS 2011 Eins og allir vita er alls ekki nóg að leggja rækt við líkamann, heldur verður líka að sinna blessuðu sálar- tetrinu ef allt á að hljóma vel saman. Heilbrigð sál í hraustum líkama ætti auðvitað að vera metnaðarmál hvers og eins og ein er sú leið sem hægt er að fara til að hressa upp á andann, en það er svokallað hláturjóga. Hlátur- jóga nýtur æ meiri vinsælda og fyrir þá sem hafa áhuga á að prófa slíkt er ástæða til að minna á þriggja tíma námskeið í hláturjóga með jákvæðu styrkjandi ívafi, sem verður í Borgar- túni 24 í Manni lifandi næsta laugar- dag, 19. mars, kl. 11-14. Þar ætlar Ásta Valdimarsdóttir hláturjógakennari að leiða hópinn og í tilkynningu segir að meðal annars verði kennt:  Að nota hláturinn sem tæki til þess að að styrkja sjálfið og efla and- lega og líkamlega orku.  Að virkja eldmóðinn og finna gleðina í lífinu.  Að skapa heilbrigðar venjur og losna við þær gömlu og óæskilegu.  Að standa upp og tala. Hláturjóga er sambland hláturæf- inga og jógaöndunar. Það byggist á þeirri vísindalegu staðreynd að hvort sem hlegið er vegna ytra áreitis eða af innri hvötum þá bregst líkaminn eins við og jákvæð áhrif á hann verða þau sömu. Að stunda hláturjóga er því hollt fyrir líkama, huga og sál og hin besta skemmtun um leið. Í hláturjóga er oftast hlegið í hópi, alltaf án tilefnis, án þess að brand- arar séu sagðir eða fyndnar sögur. Hláturinn er vakinn með skemmti- legum leikrænum æfingum og með því að horfast í augu verður hláturinn fljótt eðlilegur. Hláturjóga er aðferð sem þróuð er af indverska lækninum dr. Madan Kataria. Námskeið í hláturjóga Morgunblaðið/Kristinn Hlegið Það er hollt og gott að hlæja og hér æfir fólk sig undir berum himni. Fyrir líkama, huga og sál Nú er komið að því að hinn hugum- stóri kajakræðari Riaan Manser ætli að róa hringinn í kringum Ísland, en áður en hann leggur upp í þá lang- ferð, sem enginn hefur áður reynt að vetrarlagi, þá ætlar hann að vera með fyrirlestur í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal næstkomandi fimmtudag 17. mars kl. 19:30. Þar ætlar hann að segja frá kajak- hringferð sinni um Madagaskar en þess má geta að Madagaskar er sex sinnum stærri en Ísland. Riaan er maður stórra verkefna og lætur ekki duga að róa úti á ballarhafi á kajak sínum hringinn í kringum heilu löndin eða öllu heldur eyjarnar, því hann er einnig mikill hjólagarpur og hefur m.a. hjólað hringinn kringum Afríku, en það ku vera þó nokkur spotti. Þeir sem vilja lesa sér til um ævin- týri þessa ótrúlega manns og skoða fjöldann allan af myndum geta farið inn á heimasíðu hans: www.riaanmanser.com. Fyrirlestur á fimmtudaginn Glaður Riann fagnar við lok hring- siglingar sinnar um Madagaskar. Kajakræðarinn ógurlegi segir frá ferð sinni um Madagaskar Davíð er mikill vísna- og limrugarpur og þekktur sem slíkur í samfélagi hagyrðinga. Hann byrjaði strax á unglingsárum að yrkja en segir það hafa farið eftir um- hverfinu og félagsskapnum hversu iðinn hann hefur verið við kolann í gegnum tíðina. „Ef ég hef verið með fólki sem yrkir hef ég smitast og ort meira sjálfur. Ef ég er hins vegar ekki í slíkum félagsskap geta liðið löng tímabil þar sem ég yrki lítið sem ekkert. Fyrir nokkrum árum komst ég hins vegar í samband við svokallaðan Leir, póstlista hagyrðinga og síðan hef ég ort mikið,“ en þess má geta að þrjár ljóðabækur hafa verið gefnar út eftir Davíð, þar af ein sem innihélt eingöngu limrur. Pissað í snjóinn Hann segir upplagt að nota tímann á hlaupunum til að yrkja, enda hreinsi þau hugann og gefi honum ráðrúm til að hugsa. „Það er mjög gott að yrkja á skokki en stundum vill brenna við að ég gleymi sumu af því sem ég sem áður en ég kem heim. Það sem ég man skrifa ég hins vegar niður og margar vísur hafa orðið til með þeim hætti.“ Eins og geta má nærri vill hlaupaáhuginn og vísnagerð- in gjarnan renna saman hjá Davíð svo eftir hann liggja fjölmargar hlaupavísur. „Fyrir nokkrum árum þegar ég var sem sprækastur hljóp ég nokkuð oft uppi menn og hesta – þ.e.a.s. menn á hestbaki – og hafði alveg óskaplega gaman af því að sjá knapana þegar ég fór fram úr þeim.“ Við eitt slíkt tækifæri varð til vísa: Á skokki er mín skemmtun best að skyggnast eftir knapa, elti síðan hann og hest og hlæ er báðir gapa. Davíð heldur áfram: „Um daginn var stórhríð hér á Ak- ureyri en mér sýndist vera sæmilegt veður þegar ég leit út um gluggann hérna í vinnunni svo ég fór af stað.“ Á leiðinni heim fór Davíð að hugsa um snjóinn og veðrið: Virðist hvorki van né of en vel í lagt á köflum; óð ég snjóinn oft í klof og í nef í sköflum. Og ein limra í lokin: Veturinn harður er hér, á hlaupunum setur að mér. Loppinn má pissa, leita þá hissa og loks þarf ég stækkunargler. Hljóp uppi hestana ÞEKKTUR VÍSNA- OG LIMRUGARPUR Fitulítil og próteinrík . . . … og passar með öllu www.ms.is H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.