Morgunblaðið - 15.03.2011, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 15.03.2011, Blaðsíða 36
ÞRIÐJUDAGUR 15. MARS 74. DAGUR ÁRSINS 2011 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3990 HELGARÁSKRIFT 2500 PDF Á MBL.IS 2318 1. Telur RÚV hafa sýnt leik án leyfis 2. Bandarískt skip varð fyrir geislun 3. 40 gistu í Reykjaskóla í nótt 4. Flutningabíll fauk á hliðina »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Hljómsveitin Dr. Spock snýr aftur til hljómleikahalds um næstu helgi. Sveitin er farin að huga að nýrri plötu og verða þetta líklega einu tónleik- arnir um hríð. Haffi Haff, Cliff Clavin og Endless Dark spila líka. Morgunblaðið/Eggert Dr. Spock og vinir á NASA á laugardag  Leikhús lista- manna verður haldið í Þjóðleik- húskjallaranum í þriðja sinn í kvöld. Gestir kvöldsins eru Jóhanna Kristbjörg Sigurð- ardóttir, Sig- tryggur Berg Sig- marsson og sjálfur Magnús Pálsson. Aðsókn hefur verið mikil á við- burðina og er fólki bent á að mæta stundvíslega. Leikhús listamanna í þriðja sinn  Safnplata með 40 bestu lögum fé- laganna Magnúsar Þórs Sigmunds- sonar og Jóhanns Helgasonar kemur út í vor. Safnplatan er unnin í samstarfi við Jón Ólafsson tón- listarmann. Hún er gefin út í til- efni af því að í ár eru 40 ár liðin síðan þeir Magnús Þór og Jóhann komu fyrst fram saman. »30 40 ára samstarfi fagnað með plötu Á miðvikudag Hvöss sunnanátt með snjókomu eða slyddu suðaustan- og austantil, en vestlæg átt 8-13 m/s og él vestantil. Frost 0 til 5 stig. Á fimmtudag Suðvestanátt og él sunnan- og vestanlands, en styttir upp austantil. Hiti breytist lítið. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðvestanátt, yfirleitt 13-18 m/s, en 18-23 norðvestantil. Él um landið vestan- og sunnanvert, en úrkomulítið austan- og norðaustanlands. VEÐUR Skautafélag Akureyrar á alla möguleika á að tryggja sér Íslandsmeist- aratitil kvenna í íshokkí eftir sigur á Birninum, 3:2, í öðrum úrslitaleik liðanna í Egilshöllinni í gærkvöldi. Staðan er 2:0 fyrir SA sem getur þar með tryggt sér titilinn á heimavelli sínum þegar liðin mætast á Akureyri annað kvöld. »1 Meistaratitillinn blasir við SA Aron Einar Gunnarsson, landsliðs- maður í knattspyrnu, gerir ekki ráð fyrir því að leika áfram með enska liðinu Coventry að þessu keppnistímabili loknu. Hann segir að mikill atgangur hafi verið á æf- ingasvæði fé- lagsins í gær- morgun þegar knatt- spyrnu- stjóri Cov- entry var rek- inn frá störfum. »1 Aron Einar býst við að yfirgefa Coventry Útlit er fyrir einvígi milli Íslands og Noregs um að komast beint í úr- slitakeppni Evrópumóts kvenna í knattspyrnu sem fram fer í Svíþjóð árið 2013. Hins vegar geta allir and- stæðingarnir í riðlakeppninni verið skeinuhættir en Ísland mætir líka Belgíu, Ungverjalandi, Búlgaríu og Norður-Írlandi. Farið er yfir riðilinn í fréttaskýringu í dag. »2-3 Útlit fyrir einvígi Ís- lands og Noregs ÍÞRÓTTIR Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Þegar slegin er inn slóðin http:// www.kalli25.net/ birtist mynd af ungum manni og í texta kemur fram að síðunni sé ætlað að veita innsýn í líf hans, listina og línurnar. Birtar eru myndir af málverkum eftir hann og listi, þar sem má panta vörur eftir hann auk þess sem hægt er að senda honum póst. Ekkert óvenjulegt í sjálfu sér nema sú staðreynd að Ak- ureyringurinn Kalli eða Karl Guð- mundsson, sem er 24 ára og á síð- una, hefur verið fjölfatlaður frá fæðingu, er bundinn við hjólastól, þarf aðstoð við allar athafnir daglegs lífs og getur aðeins tjáð sig með augnstýrðri samskiptatölvu og svo- nefndum Bliss-táknum, sem nýtast fötluðum í tjáskiptum. Tækni úr hernaði Ingibjörg Auðunsdóttir, móðir Karls, segir að hann hafi fengið mjög góða aðstoð fagfólks á Grein- ingar- og ráðgjafarstöð ríkisins frá eins árs aldri auk þess sem margir aðrir sérfræðingar hafi lagt hönd á plóg. Iðjuþjálfi hafi bent þeim á að á markað væri komin augnmús, sem hægt væri að tengja við tölvu, og einstaklingur gæti stýrt tölvunni með þessari mús. Þessi tækni eigi rætur að rekja til hergagnaiðnaðar, en búnaðurinn hafi fyrst verið þró- aður fyrir flugmenn, sem hafi þurft að nota hendurnar á stýri og sprengjum og hafi get- að stýrt með augunum í leiðinni. Kalli hafi fengið svona mús og vel hafi gengið að nota hana en tæknin hafi verið flókin. Fyrir nokkrum árum hafi Atli Ágústsson, sjúkra- þjálfari á Endurhæfingu ehf., sýnt þeim augn- stýrða Tobii-tölvu og Kalli hafi hreinlega farið á flug. „Það var dásamlegt,“ rifjar hún upp. „Hann tók strax við stjórn tölvunnar og náði að tileinka sér tæknina.“ Auk þess að vera með heimasíð- una fylgist Kalli reglulega með frétt- um á netinu, er í tölvusambandi við marga, bæði í tölvupósti og á Face- book, hlustar á tónlist og lestur úr hljóðbókum, en talgervill í tölvunni eykur enn frekar á samskipti hans. „Tölvan hefur gefið mér mikla lífs- fyllingu og stjórn á ýmsu sem ég var áður upp á aðra kominn með,“ segir hann í tölvupósti og bætir við að tölvan hafi breytt lífi sínu mikið og svo sannarlega til hins betra. „Til- finningin að geta haft samband við annað fólk í gegnum tölvuna er meiri háttar góð og veitir mér mikið frelsi,“ en Kalli er nýfluttur að heim- an og fær samfélagsþjónustu. Fjölfatlaður í nýjum heimi  Tjáir sig með augnstýrðri samskiptatölvu Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Tækni Karl segir að tölvan hafi gefið sér mikla lífsfyllingu og stjórn á ýmsu sem hann hafi áður þurft aðstoð við. Ingibjörg Auðunsdóttir, móðir Karls Guðmunds- sonar, segir að vegna mistaka í fæðingu hafi Karl orðið fyrir miklum og varanlegum skaða. Fyrir vikið hafi hann alla tíð verið mjög alvar- lega mál- og hreyfi- hamlaður. Frá fæð- ingu hafi hann haft stjórn á augunum og sá hæfileiki geri honum kleift að tengjast um- heiminum með augnstýrðri sam- skiptatölvu frá Tobii. Ómar Örn Jónsson, markaðs- stjóri hjá Öryggismiðstöðinni, sem er með umboð fyrir Tobii á Íslandi, segir að tölvan hafi verið þróuð með það að markmiði að veita fötl- uðum einstaklingum tækifæri til að tjá sig í gegnum tölvu. Nokkrar svona tölvur séu í notkun á Íslandi og hafi þær reynst viðkomandi einstaklingum mjög vel. Fjölfatlaður vegna mistaka KARL GUÐMUNDSSON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.