Morgunblaðið - 15.03.2011, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 15.03.2011, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MARS 2011 Septemberkveldi árið 2010 var tekið að halla þegar glaðlegt andlit með úfnum, hvít- um hárlubba birtist í dyragætt- inni. Dauðvona félagi minn í næsta rúmi hrökk upp brosandi og Thor Vilhjálmsson var kominn inn á stofu þar sem ég lá á Land- spítalanum. Ég sé núna að ég hef verið bráðheppinn að vera skor- inn í sundur og skeyttur saman þó ekki væri nema til að njóta ógleymanlegrar kvöldstundar með skáldinu. Thor var seint á ferð miðað við reglur, enda var honum meinilla við reglur og nóttin var starfstím- inn. Eiginlega var spítalinn lok- aður þegar hann læddist inn um kjallarann. Hann vissi óljóst hvar ég lá en eftir að hafa rannsakað allar hæðir og margar stofur þar sem hann hefur eflaust verið au- fúsugestur þá rataði hann kátur að lokum til mín. Svo vel vildi til að ég var ein- mitt að ljúka við Kjarval eftir Thor þegar hann bar að garði. Bókin er unaðsleg aflestrar og ég velti því oft fyrir mér hvort Thor hefði verið að skrifa um sig þegar hann lýsti Kjarval og ástríðu hans. Thor – Kjarval – Thor – ég er sannfærður um að sálgreining- ar skáldjöfursins og hugsjónir komu beint úr eigin hugarfylgsn- um sem einnig hæfðu mynd- skáldinu Kjarval. Þar játaði Thor Íslandi og íslenskri þjóð ást sína í gegnum meistara Kjarval. Þann- ig gat hann afhjúpað hana á und- urfagran hátt án nokkurrar væmni, málað orðin jafn snilld- arlega og vinurinn málaði sínar játningar á striga. Hér var stór- skáldið mætt í öllum sínum skrúða orðgnóttar og djúphygli. Reyndar er ómögulegt að segja hvað er best þegar Thor Vilhjálmsson á í hlut. Hjá okkur var ávallt hátíð þegar fundum bar saman og ég var ávallt þiggjand- inn. Dáleiðslulist Thors var með ólíkindum en þar tvinnuðust sam- an mannkostir hans í hjartahlýju, gleðibrosi og ótæmandi sagna- brunni. Hann tók ávallt til vængj- anna og flaug vítt og breitt út í næstu umræðu og spann þráð með viðmælanda og lék sér síðan Thor Vilhjálmsson ✝ Thor Vil-hjálmsson fæddist í Edinborg í Skotlandi 12. ágúst 1925. Hann varð bráðkvaddur 2. mars 2011. Thor var jarð- sunginn frá Dóm- kirkjunni 11. mars 2011. með þráðinn eftir því sem umræðan þróaðist, lagði til slaufur, lykkjur svo úr varð mynd – því Thor málaði með orðum. Stundum minnir hann á vatnsdropann sem ferðast um heiminn; er hluti heimsins og snýr heim á ný, vitr- ari og reynslunni ríkari; áfram hinn sami og þó ekki. Næsta kyndugt væri að kalla Thor Vilhjálmsson „Íslandsvin“ eins og fjölmiðlafólk upphefur suma útlendinga. Orðið dugar ekki hér. Samt sló hjarta landsins í brjósti Thors allar stundir – hann var í römmu ástarsambandi við landið sitt. Þokan og fjöllin, mosinn og döggin og óveðrin voru skáldinu uppsprettur anda- giftar í takti við hans stóra hug- arheim sem var aftur á móti miklu stærri og frjálsari en svo að væntumþykja á landinu fjötr- aði hann á einhvern hátt. Mann- vinurinn Thor var ekki aðeins af- burða júdómaður, andlega fjölbragðaglíman hélt utan um allar hans listfengu og veraldlegu athafnir af stakri drenglund. Nú þegar kveðjustund er kom- in þakka ég Thor Vilhjálmssyni dýrmæta samfylgd af virðingu og mikilli eftirsjá og votta Margréti, Örnólfi, Guðmundi Andra og fjöl- skyldum þeirra dýpstu samúð mína og minna. Guðmundur Páll Ólafsson. Thor var ógleymanlegur mað- ur, ekki einungis vegna þeirra mörgu listaverka sem hann færði okkur, heldur líka vegna per- sónuleika hans. Hann hafði stór- mannlegt yfirbragð en bjó jafn- framt yfir hlýju hjartaþeli og ríkri andagift. Ég var á unglings- árum þegar ég sá Thor fyrst, þá kom hann og las úr verkum sín- um í Menntaskólanum ásamt öðr- um ungskáldum, Stefáni Herði og Ástu Sigurðardóttur. Ég hafði lesið fyrstu bók hans, Maðurinn er alltaf einn, og mér fannst mik- ill fengur að þessari óvenjulegu bók. Textinn sem hann las okkur kom svo í næstu bók hans, Dög- um mannsins. Thor var fjölhæfur menningarmaður. Skáldsögur hans eru ótæmandi fjársjóður. Frásögnin er ekki einungis sögð með orðum, heldur er textinn einnig gæddur myndlist og víða við undirleik tónlistar. Hann rit- aði einnig margar ritgerðir, hug- vekjur og ádrepur. Í þeim nýtur sín vel skarpskyggni hans og snörp kaldhæðni. Hann var af at- ómskáldakynslóðinni og var lengst af í ritstjórn Birtings, sem var einskonar málgagn módern- ista. Thor færði okkur mikinn bókmenntaarf, bæði frumsamin rit og þýdd, sem komandi kyn- slóðir munu njóta góðs af. Hann var óvenjulega fjölhæfur. Í bók- um hans eru margar magnaðar ferðasögur, og má þar sérstak- lega nefna bókina Undir gervi- tungli. Sjálfur var hann lang- ferðamaður og nú hefur verið gerð kvikmynd um göngu hans á pílagrímaleiðinni frá Frakklandi til Spánar. Hér heima ferðaðist Thor einnig mikið. Hann var áhugasamur útivistarmaður og ég á ógleymanlegar minningar af ferðum með honum um miðhá- lendið, á Hengilinn, til Húsafells og víðar. Hann naut sín vel úti í náttúrunni; öll orðræða hans á slíkum ferðum var í samhljómi við náttúruríkið. Hann var líka sögumaður góður í hinni gömlu íslensku merkingu. Eitt sinn lentum við ásamt þriðja manni í slagviðri austur við Núpsstaða- skóg. Við tjölduðum á syllu í Lómagnúpi og sögðum sögur alla nóttina meðan regnið buldi á þekjunni. Ég kynntist líka hraustmenninu Thor. Eitt sinn í fjallaferð komum við í Veiðivötn eldsnemma morguns að sumar- lagi og höfðum ekið alla nóttina. Það var svalt í morgunsárið. En náttúruinnlifun Thors var slík að hann svipti af sér klæðum og stakk sér til sunds í kaldasta vatni landsins eins og ekkert væri sjálfsagðara. Í einni fjalla- ferð okkar spurði hann mig ræki- lega um júdóíþróttina og sagðist alltaf hafa haft hug á að kynnast henni. Er ekki að orðlengja það að Thor kom með mér á æfingu og náði ágætum tökum á þessari vandasömu íþrótt. Hann iðkaði júdó af eldmóði í 40 ár, allt til dauðadags, með ágætum árangri og hafði þá náð gráðunni 2. dan. Thor var stórbrotin persóna, en hann var jafnframt ljúfmenni og hinn besti félagi. Eysteinn Þorvaldsson. Það var eitthvað barnslegt við trú Thors Vilhjálmssonar á list- irnar. Og oft svall honum móður þegar barátta stóð um tiltekinn málstað og listskilning, eins og að smekkur væri algildur. Þá féllu stundum þung orð. Margir héldu þetta hofmóð. Ég gat aldrei fall- ist á það. Ég kynntist aldrei öðru í fari hans en því viðmóti sem helst mætti kalla alþýðleika. Og Kristín mín vill bæta ljúf- mennsku við. Ég átti þeirri gæfu að fagna að ferðast með honum ungur að árum til Parísar. Við Andri sonur hans vorum um tví- tugt að uppgötva veröldina í heimsborginni, stóryrtir og yfir- lýsingaglaðir, hann að koma aftur eftir öll þessi ár til borgarinnar sem hafði í svo mörgu fóstrað listamannsferil hans. Við sóttum saman tónleika, listsýningar og söfn, horfðum saman á mannlífið á kaffihúsum og hann tjáði okkur að sig langaði svo mikið að miðla okkur af öllu því sem hann hafði orðið áskynja í þessari ótrúlegu borg til að gera ferð okkar sem ríkulegasta. Í því brást hann okk- ur ekki – þó á mjög sérstæðan hátt. Það hefði mátt ætla að Thor gerði sig breiðan og reyndi að sýna okkur borgina í baksýn hins þroskaða listamanns. Nei, hann gerði sjálfan sig lítinn, greip að- eins inn í með kynni sín af borg- inni sem uppfyllingarefni við taumlausa innfjálgni okkar Andra. Þeim mun meira virtist hann taka inn af ungæðishætti okkar. Eftir á að hyggja hugsa ég oft um lífskraft hans, hvernig hann virtist stöðugt geta haldið hrifnæmi sínu og ég veit að í þessari ferð sá ég lykilinn að þeim lífsgaldri. Þetta einkenni- lega sambland af hátimbraðri baráttu fyrir heilögum málstað og þakklæti fyrir að mega leggja sitt lóð á vogarskálarnar af lít- illæti – já, lítillæti. Nú er skarð fyrir skildi og mér er til efs að einhver geti tekið upp kyndil hans að berjast fyrir framgangi listanna af svo einlægri trú. Bæk- ur Thors fjalla oftar en ekki um þau vandkvæði að höfðingdómur er lagður á herðar söguhetjunni, en hann sigraðist á höfðingsefn- inu í sjálfum sér með alþýðleik- anum. Við Kristín vottum Mar- gréti, Örnólfi og Andra ásamt öllum í fjölskyldunni innilega samúð okkar í söknuðinum eftir þennan fyrirferðarmikla mann. Jón Thoroddsen. Hrópið ekki lengur. Hættið að drepa hina dánu hrópið ekki meira, hrópið ekki ef þið viljið enn heyra þá ef þið vonið að tortímast ekki. Hvísl þeirra verður vart greint það heyrirst ekki meira í þeim en í grasinu sem grær fagnandi því að þar fer enginn maður um. (G. Ungaretti/ ThorVilhjálms- son) Við þökkum þér hjartanlega fyrir samverustundirnar hér á jörðu, sendum þér hinstu kveðju og óskum þér góðrar ferðar inn í eilífðina. Við, sem eftir erum, lof- um að hlusta varlega; þá munum við heyra rödd þína, hvíslandi sem morgunþulu í stráum, í grá- mosa sem glóir. Mæðgurnar Franca og Elena Musitelli. Hann geislaði af ferskleika og hlýju, hann var faðmur landsins holdi klæddur, hlaðinn gildum náttúru og menningar Íslands, en þó svo alþjóðlegur að hann var fremur jörð en jarðarbúi. Tungan sem tignin ber í sér, tær á tind- um, titrandi við svörð, var vopn hans, sverð og skjöldur í lífsins leik. Thor Vilhjálmsson skáld og víkingur var glæsimenni, spegill af Þór aldanna, augu af stjörnum alheimsins, yndi úr laugum lífs- gleðinnar, brosið sem rímaði við augun, hlýtt, bjart og hlaðið vin- arþeli. Þá við hittumst fyrst fyrir margt löngu urðum við vinir á augabragði, áttuðum okkur hvor á öðrum úr ólíku taktsviði og það er þakkar vert að hafa fengið tækifæri til þess að hitta þennan magnaða persónuleika sem spann ævintýrin með fingrum og fasi, fjarrænni hugsun sem hann festi á blað. Það var alltaf hátíð að hitta Thor á förnum vegi. Hann vakti spurningar og hann vakti bros með lífsgleði sinni sem geislaði af húmor hans gerðar, stundum eins og sólblikið á sænum, stund- um eins og straumbönd undir- djúpanna, óráðin en öflug. Hann var yndislega kurteis, bæði í blíðu og stríðu og það var bæði gefandi og uppbyggilegt hvernig hann talaði við fólk hvort sem hann þekkti það vel eða ekki. Hann hrósaði og hvatti, bar á borð ný blóm og fersk í orðum sínum, gladdi og gaf tón vonar- innar. Ég man í flugvél yfir Atl- antshafinu hvað flugfreyjunum þótt vænt um þennan farþega sem talaði mannamál óspar á gullhamra svo hlýnaði um hjarta- rætur með orðum sem skiptu máli og var hefðarmaður af Guðs náð. Þegar við mokuðum ösku saman af þökum húsa í Eyjum 1973 mokaði hann með takti ræð- ara á tólfæringum, löngum og kraftmiklum togum, þegar við gengum Heimaklett var hann eins og fjallahind og þá hann kleif Bjarnarey fyrir fáum árum með vini sínum Páli á Húsafelli geisl- aði af honum þrautseigjan og vilj- inn. Það var eins og hann drykki í sig fold og flæði. Og í sjálfu hjarta höfuðborgarinnar varð hann fjall í fjöldanum og gaf stundinni gildi og gleði. Eitt sinn vorum við að gantast saman í borginni við Thor og Einar Bragi skáld. Ég ætlaði að hitta þá á þriðju hæð í húsi við Skólavörðustíg síðla kvölds. Húsið var læst og engar bjöllur. Ég fór í sundið bakatil, fann langa stöng og með tilhlaupi af geymsluskúr náði ég að sveifla mér í gluggakarminn á skrifstof- unni þar sem þeir voru, stakk hausnum inn um hjaragluggann og án þess að blikka auga sagði Thor: „Það er ekki á hverjum degi sem til manns kemur maður af himnum ofan.“ Hann hafði oft orð á þessu, honum brá aldrei nema þegar böndin bárust að fólki sem hafði orðið fyrir órétt- læti. Þá gneistuðu augun og orðin spruttu. Thors er sárt saknað. Megi góður Guð varðveita vanda- menn og vini Thors. Megi Ísland meta minningu hans, metnað og merki. Það mun geisla af fersk- leika og hlýju í himnaranninum þegar náttúrubarnið gengur í garð. Árni Johnsen. „Það geislar af honum Thor, það er svo gaman hjá honum,“ brostum við vinkonur hver til annarrar á Kjarvalsstöðum um daginn. Thor var mættur, bjart- ur, heilsaði allt um kring af stakri alúð og næmni, rausnarlegur á sjálfan sig, breiddi fagnandi út stóra arma, tryggir vinir faðm- ast, gleði ríkir. Thor gladdist svo yfir fólki. Thor var sannarlega stór lista- maður og mikill andans jöfur en það sem ég minnist er stærð hans í viðmóti og viðhorfi, hve mikill hann var í ást til fólks. Hann elsk- aði svo mikið að hann var svolítið eins og sjálfur Guð: þó ótalmargt væri í gangi að bjarga og sinna, var vinnan samt smámál, mann- eskjan sjálf, elsku fólkið hans, var alltaf númer eitt. Auðvitað voru ótal þyrnar í augum, blöskr- un, sársauki, en Thor horfði á lífið ástaraugum, það, og þar með við öll, var harla gott. Thor og Margrét tilheyrðu vinaumhverfi foreldra minna en svo kynntist ég þeim sjálf seinna, einkum í París þar sem ég bjó um tíma. Það var í gegnum ást Thors á París, hann var þar eins og heima og deildi glaður öllu með okkur löndum sínum, sem ég fór að skilja lýríkina hans, hið ljóð- ræna, óslökkvandi fegurðar- þrána, hvað hann var galopinn og næmur, á sama tíma kröftugur, kokhraustur ef við átti. Gleðin hans var eins og barns, ótrúlegur hæfileiki til að njóta, gleðjast og drekka í sig það góða. Man eitt sinn þegar tónverk eftir Satie var leikið, hvað Thor varð djúpt snortinn, himinglaður, bókstaf- lega eitt með tónunum. Eitt skipti á ferð með neðan- jarðarlest Parísar þar sem við þjótum framhjá einni lestarstöð- inni, sé ég rétt sem snöggvast hvar Thor situr þar á bekk háleit- ur og geislandi eins og að hlusta eftir einhverju. Ég brosti glað- lega með sjálfri mér: Thor er kominn í bæinn og er að njóta. Thor var tryggðatröll og vin- átta hans einstök, verð ævinlega þakklát glöðu viðmóti hans, gef- andi, uppörvandi, staðfestandi orðum og brosi. Það er ekki eins gaman í bæn- um síðan hann fór, en ég get stað- fest að með því að minnast hans vel og rækilega, fyllist hjarta manns jafnharðan á ný af gleði og tómu þakklæti. Ég votta Margréti og fjöl- skyldu Thors innilega samúð mína. Erna María Ragnarsdóttir. ✝ Adda SigríðurÓlafsdóttir Bar- rows Keefe f. 27. sept. 1921 í Reykja- vík. Hún lést á Sjúkrahúsi í Weymouth Mass. 1. mars 2011. Foreldrar hennar voru hjónin Hall- dóra Bergsveins- dóttir, f. 1889, d. 1936, og Ólafur Sæmundsson, f. 1883, d. 1949. Systkini Öddu voru Daníel Adolf, f. 1915, d. 1920, Elín, f. 1917, d. 1989, og Sigríð- ur Bergþóra, f. 1917, d. 1994 (tví- burar). Daníel Adolf, f. 1923, d. 1924, sonur Ólafs, Sæmundur, f. 1908, d. 1988. Adda ólst upp hjá Adda giftist eftirlifandi eig- inmanni sínum, Jack Keefe, árið 2001, hann á eina dóttur, Dody, með fyrri konu sinni sem lést árið 2000. Adda vann í mörg ár í sjálf- boðavinnu fyrir Rauða krossinn bæði á Cape Cod er hún bjó þar og síðan á South Shore Hospital með endurhæfingarhóp fyrir hjarta- sjúklinga og þar var hún kölluð „Sunshine“. Einnig starfaði Adda með stuðningshópi fyrir aðstand- endur alzheimersjúklinga ásamt eftirlifandi manni sínum, Jack Keefe, en bæði misstu þau fyrri maka sína úr þeim sjúkdómi. Útför Öddu fór fram 7. mars 2011. Hún var jarðsett í Holy Fam- ily-kirkjugarði í Rockland Mass. foreldrum sínum í Oddgeirsbæ (Fram- nesvegi 7) í Reykja- vík. Adda giftist John Barrows árið 1942 og flutti til Bandaríkj- anna sama ár. Dætur þeirra eru a) Elín Sig- ríður, f. 1944, gift Richard Lindsay, þau skildu. Börn þeirra Christofer, f. 1965, og Jennifer, f. 1969, síðari maður Elínar er Alan Kemp. b) Halldora Natalie, f. 1947, gift Ronald Fitch. Börn þeirra Bri- an Matthew, f. 1968, d. 1998, og Stephanie, f. 1970. John lést árið 2000. Adda og John eiga átta barnabörn. Elsku kæra móðursystir mín Adda hefur kvatt 89 ára gömul. Hún var alltaf hlý og yndisleg eins og mín eigin móðir og fósturmóðir voru. Adda flutti frá Íslandi aðeins tvítug að aldri og oft sagði hún við mig: „Ég kvaddi hann pabba minn í hinsta sinn á bryggjunni á leið til Bandaríkjanna.“ Hún giftist John Barrows sem starfaði fyrir bandaríska ríkið og bjuggu þau víða vegna starfa hans, t.d. á Spáni, Þýskalandi og á Azoreyjum, einnig á Íslandi. Þau eignuðust tvær dætur, Elínu og Dórulie. Alltaf var Adda í miklu sambandi við okkur hér heima og gaman var er hún kom í heimsókn með frænkur mínar frá Ameríku. Hún missti mann sinn John í jan- úar 2000. Hún átti því láni að fagna að kynnast góðum manni, Jack Keefe, sem var ekkjumaður. Þau giftu sig í maí árið 2001 og hún þá 80 ára þessi elska. Ferðirnar hing- að urðu þrjár eftir það og sú sein- asta í október í haust. Mikið var gaman að spjalla við Öddu og margt gat hún sagt mér frá bernsku sinni og ævi. Ég heim- sótti hana og Jack líka oft og fór með þeim í ferðalög á húsbíl að heimsækja dóttir Öddu sem býr í Norður-Karólínu. Frænka mín var dugnaðarforkur og glæsileg kona. Ég og Árni sonur minn og hans fjölskylda munum ávalt minnast hennar með söknuði og hlýhug. Megi gæfan þig geyma, megi Guð þér færa sigurlag. Megi sól lýsa þína leið, megi ljós þér skína sérhvern dag. Og bænar bið ég þér, að ávallt geymi þig Guð í hendi sér. (Þýð. Bjarni Stefán Konráðsson) Hafðu þökk fyrir allt elsku frænka okkar. Halldóra Árnadóttir. Adda Sigríður Ólafsdóttir Barrows Keefe ELDRI BORGARA FERÐIR um fornar byggðir á Suður-Grænlandi. Fjögurra daga ferð 9. – 12. júlí 2011. Allt innifalið. Allar upplýsingar veitir Emil Guðmundsson í síma 898 9776. Einnig hægt að senda tölvupóst á emil@flugfelag.is eða hopadeild@flugfelag.is flugfelag.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /F L U 53 28 6 01 .2 01 1 GRÆNLAND Nuuk IIulissat Kulusuk Narsarsuaq Reykjavík Ittoqqortoormiit

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.