Morgunblaðið - 15.03.2011, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 15.03.2011, Blaðsíða 17
17 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MARS 2011 Brimið fexir Sjófuglar fljúga yfir hvítfyssandi brimi úti fyrir Reykjanesi. Náttúran er stórbrotin á Reykjanesi, með fagrar strendur, kletta og svarrandi brim, auk ferskleika sjávarloftsins. RAX Vonleysið einkennir þjóðarandann í dag. Stanslaus hræðslu- áróður um Æ-seif byl- ur á okkur, þjóðin skal skuldbinda sig til þess að greiða óreiðu- skuldir útrásar- níðinga. Þingmenn keppast um stundar- athygli dagsins með því að hóta endalaus- um skattahækkunum á þetta hræði- lega fólk sem hefur þokkaleg laun. Ráðherrar rífa í sig Hæstarétt, frekar en að standa vörð um þessa einu stofnun sem enn nýtur trausts. En líklega vilja þau að sú stofnun hrapi í eins miklu áliti og þau hafa gert í augum þjóðarinnar. Velferð- arstjórnin getur ekki lengur falið sig á bak við íhaldsgrýluna sem allt skemmdi. Nú þarf hún að standa skil á sínum vandræðagangi sjálf. Hér stíga fram forstjórar og benda á að Ísland njóti ekki trausts vegna óstöðugs efnahagskerfis, vandræða- legrar og fálmkenndrar skatta- stefnu og nú síðast hótana um þjóð- nýtingu auðlinda, með öðrum orðum eiga þeir við að landið sé í raun stjórnlaust. Sem það er! Fjölmiðlamenn og spekúlantar einhvern veginn túlka þetta sem nauðsyn þess að samþykkja ríkis- ábyrgð á skuldum einkafyrirtækis. Er það furða að fólk hristi haus- inn í vonleysi og spyrji sig sjálft hvað það í ósköpunum sé að gera hérna? Við virðumst vera stillt á sjálfseyðingu sama hversu miklar auðlindir okkar og tækifæri eru í raun og veru. Við erum eins og krakkar í nammibúð sem vilja alltaf það sem er í efstu hillunni og hundsa allt annað sem þeim stendur til boða án mikillar fyrirhafnar. Til þess að teygja okkur í efstu hilluna trömpum við niður það sem nær okkur býðst. Niðurrifsofsinn í ríkisstjórninni og óskiljanlegar aðferðir bankanna vegna skulda fyrirtækja og ein- staklinga eru að taka frá okkur bar- áttuandann sem hér ríkti stundarkorn. Þegar við sáum fram á að þrátt fyrir allt gæt- um við rifið okkur upp úr þessu. Tækifærin væru ærin. Með styrkri framtíðarsýn og kjarki til þess að taka á málum af festu var þjóðin tilbúin til að herða sultarólarnar í einhvern tíma. En núna er þjóðin dofin og svikin, hún kaus meira að segja trúð í borgarstjórn- arkosningum til þess að prófa eitt- hvað nýtt. Það gekk heldur ekki, þegar í ljós kom að hann var leyni- vopn annars ríkisstjórnarflokksins og bara ekkert fyndinn lengur. Hugsanlega er það ætlun ríkis- stjórnarinnar að knésetja okkur endanlega til þess að við verðum nægilega þreytt og plöguð til þess að skrifa hugsunarlaust undir aðild- arsamning við ESB. Landinn hringir inn í útvarps- þætti og býsnast yfir því máli sem einkennir þann daginn. Yfirleitt bú- inn að gleyma því hvað var sagt í gær. Alla vega fer hann ekki út til að mótmæla! Sérstakur saksóknari rannsakar og rannsakar. Vonandi tekur það einhvern enda sem leiðir til sýknu eða sakleysis þeirra ein- staklinga sem liggja undir grun um svik. Biðin eftir því er að koma í veg fyrir að við höldum hér áfram. Á meðan á biðinni stendur erum við full af efasemdum og reiði sem ekki hvetur til þeirra spora sem nauð- synleg eru til þess að við komumst af hér á þessari litlu, pínulitlu eyju, sem við öll teljum vera nafla al- heimsins. Eftir Karen Elísabetu Halldórsdóttur » Velferðarstjórnin getur ekki lengur falið sig á bak við íhaldsgrýluna sem allt skemmdi. Karen Elísabet Halldórsdóttir Höfundur er varabæjarfulltrúi, MS í mannauðsstjórnun og BA í sálfræði. Sjálfseyðingar- hnappur þjóðar Fyrsta atlaga Breta að íslenskum efnahag á lýðveldistímanum var árið 1952 þegar sett var löndunarbann á íslensk skip. Þar með lokaðist stærsti markaður sjáv- arútvegsins og efna- hagshrun blasti við. Rússar komu þá til bjargar og gerðu um- fangsmikinn viðskipta- samning. Viðskiptin við Bandaríkin björguðu líka efnahag landsins. Árið 1958 var landhelgin færð út í 12 mílur og sendi Breta- stjórn þá herskip gegn íslenskum varðskipum inn á Íslandsmið. Þetta endurtók sig árið 1973 og enn aftur árið 1976. Bretar virkja alþjóðastofnanir og Evrópubandalagið Bretar höfðu góð ítök í alþjóða- stofnunum og Evrópubandalaginu og notuðu það í atlögunum gegn Íslandi. Á Alþjóðahafréttarráðstefnunni í Genf árið 1960 reyndu Bretar að setja bann við landhelgisútfærslu Íslands í 12 mílur. Það var fellt með eins at- kvæðis mun. Alþjóðadómstóllinn í Haag í Hollandi var virkjaður gegn Íslandi. Árið 1972 úrskurðaði hann 50 mílna landhelgi Íslands ólögmæta. Bretar virkjuðu Evrópubandalagið í baráttunni: Árið 1972 neitaði það að skrifa undir samning um fríverslun víð Ísland nema deilan við Breta yrði leyst. Atlagan 2008 Áttunda atlaga Breta var svo gerð haustið 2008. Ríkisstjórn Íslands og stofnanir hennar fengu stöðu hryðju- verkasamtaka. Eignir íslenska rík- isins voru kyrrsettar og fyrirtæki í ýmsum greinum elt uppi. Íslenskir peningar sem fóru í gegnum London, fjármálamiðstöðina sem íslenskar fjármálastofnanir notuðu, voru teknir haldi og greiðslur festust víða um lönd sem notuðu London í banka- viðskiptum. Þá urðu Bandaríkin aftur bjargvættur; banki vestanhafs tók að sér miðlun gjaldeyrisviðskipta Ís- lands og forðaði frá öngþveiti. Liður í atlögunni var óhróð- ursherferð ráðherra Bretastjórnar. Enn einn liður var að Breta- stjórn krafðist ólög- legrar ríkisábyrgðar á innlánsreikningum Landsbankans, Ice- save. Bretar virkja al- þjóðastofnun og Evrópusambandið Bretar reyndu að virkja Alþjóðagjaldeyr- issjóðinn og varð það til að tefja af- greiðslu hans. Evrópusambandið var virkjað, þ.m.t. Evrópski fjárfest- ingabankinn. ESA, sem hefur eftirlit með að Ísland hlýði tilskipunum ESB vegna EES-samningsins, gaf út í fyrravor, byggt á geðþóttatúlkun á reglugerð, að Ríkissjóður Íslands eigi að ábyrgjast Icesave. ESA gæti vísað málinu til EFTA-dómstólsins sem einnig hefur það verkefni að sjá til þess að Ísland gegni ESB. Hlýði Ís- land ekki úrskurði EFTA-dómstóls- ins gæti Íslandi verið hótað með upp- sögn EES-samningsins og höfnun ESB-aðildarumsóknar. En það eru frekar gylliboð en hótanir, andstæðar hagsmunum ESB, og ekki sannfær- andi. Sjálfstæð þjóð getur varist Íslendingar stóðu gegn aðgerðum Breta í þorskastríðunum. Það tímabil varð samt eitt mesta uppbygging- arskeið Íslandssögunnar. Íslendingar tóku ekki mark á Alþjóðadómstólnum í Hollandi á sínum tíma. Ekki heldur á hótunum Breta og Evrópu- bandalagsins. Stjórnvöld stóðu fast á rétti landsins og varð hann almennt viðurkenndur þegar á leið deilurnar. Það sama hefur þegar gerst í Ice- save-deilunni. Stjórnvöld Íslands hafa ekki ennþá lagt drög að því að fá bætur fyrir brot Breta á EES- samningnum í árásinni 2008. Úr- skurðir EFTA-dómstólsins um Ice- save verða ekki bindandi fyrir Ísland. Sjálfstæð og fullvalda ríki eru ekki nauðbeygð að fara eftir úrskurðum erlendra dómstóla enda viðurkenna þau ekki lögsögu þeirra. Endanlegur dómur í Icesave-málinu getur ekki fallið neins staðar annars staðar en hjá íslenskum dómstól sem dæmir að íslenskum lögum. En verði Icesave III samþykkt verður lögsögu afsalað til Englands og Hollands og þá gætu ýmsar flækjur risið. Samskipti ríkja Það tók nærri 25 ár að ná fram rétti Íslands í fyrri Bretaárásum. Það hafa farið 2½ ár í að verjast árásinni 2008. Þó Bretar komi ekki fram við neina „vinaþjóð“ eins og Íslendinga eru hótanir og málarekstur þættir í hagsmunagæslu ríkja. Hótanir Breta hafa hangið yfir Íslandi í 27 af þeim 67 árum sem landið hefur verið sjálf- stætt, með hléum. Ríki reka ágrein- ingsmál gegn öðrum ríkjum vegna t.d. verslunarmála og ríki reka mál gegn fyrirtækjum hvert annars. Það hefur takmörkuð áhrif á önnur við- skipti. Útflutningsatvinnuvegir Ís- lands og samskipti við flest lönd hafa gengið vel eftir að Ísland hafnaði Ice- save þann 6. mars í fyrra. Hvað næst? Gat einhver ímyndað sér fyrir nokkrum árum að Ríkisstjórn Íslands yrði meðhöndluð sem hryðjuverka- samtök hjá vinaþjóð? Að Bretar legðu hald á íslenska peninga og úti- lokuðu Íslendinga frá viðskiptum? Icesave-málið snýst um grundvall- aratriði: Rétt Íslands í alþjóða- samfélaginu. Íslendingar hafa hingað til sjáfir getað staðið á sínum rétti eins og sjálfstæð þjóð. Að játast undir ólögmætar kröfur, auk þess að þegja þunnu hljóði þegar gerð er fjand- samleg efnahagsárás á landið, gæti orðið dýrkeypt til framtíðar. Þjóðir sem láta traðka á sínum rétti missa sjálfsvirðingu, síðan virðingu annarra og að lokum tökin á samskiptum sín- um við aðrar þjóðir. Eftir Friðrik Daníelsson »Hótanir Breta hafa hangið yfir Íslandi í 27 af þeim 67 árum sem landið hefur verið sjálf- stætt, með hléum. Friðrik Daníelsson Höfundur er verkfræðingur. Atlögur Breta og eðlileg samskipti þjóða

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.