Morgunblaðið - 15.03.2011, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.03.2011, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MARS 2011 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Tæki færi A T A R N A Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is Glæsilegar vörur nú á Tækifærisverði. Komdu í heimsókn og gerðu góð kaup. Brandugla gerði sig heimakomna við íbúðarhús á Seltjarnarnesi á sunnudaginn var. Ólafur Gylfi Gylfason, flugstjóri hjá Icelandair, sagðist hafa litið út um gluggann og séð ugluna. Hann fór út á verönd og náði meðfylgjandi mynd. Þegar hann fór nær til að taka mynd tók uglan flugið og sveif stuttan spöl yf- ir í næstu götu. Ólafur taldi að ugl- an hefði setið á girðingunni hjá honum í um tvo klukkutíma. Það vakti athygli flugstjórans, sem jafnframt er flugáhugamaður, hvað vænghaf uglunnar var mikið og vængirnir flottir. Yann Kolbeinsson, líffræðingur og fuglaáhugamaður, sagði fremur sjaldgæft að sjá branduglu á opnu svæði í þéttbýli um hábjartan dag að vetri til. Hann sagði algengara að rekast á branduglur í trjálund- um á veturna. Þær velja gjarnan þétt greni fyrir svefnstað og falla vel inn í þann bakgrunn. Brandugla er eina uglan sem verpir að stað- aldri á Íslandi. gudni@mbl.is Brandugla brá sér í bæjarferð Ljósmynd/Ólafur Gylfi Gylfason Ingibjörg Rósa Björnsdóttir ingibjorgrosa@mbl.is Tillaga um stjórnlagaráð var af- greidd af meirihluta allsherjarnefnd- ar Alþingis í gær. Gert er ráð fyrir að Alþingi skipi þau 25 sem efst urðu í kosningum til stjórnlagaþings í sér- stakt stjórnlagaráð sem semji frum- varp að nýrri stjórnarskrá. Í nefndaráliti meirihlutans er m.a. lagt til að bætt verði við ákvæði um að stjórnlagaráð kjósi formann úr sínum hópi, sem beri ábyrgð á fjár- reiðum stjórnlagaráðs gagnvart Al- þingi. Einnig leggur meirihlutinn til að fundir ráðsins verði opnir en það sé mikilvægt þegar litið sé til þess sjónarmiðs sem leggja átti til grund- vallar endurskoðun stjórnarskrár- innar, þ.e. að almenningur geti fylgst með vinnu stjórnlagaráðs. Þá er lagt til að undirbúningsnefndin gangi frá skipan stjórnlagaráðsins og sjái ráðinu fyrir starfsaðstöðu, starfsliði og nauðsynlegri sérfræðiaðstoð. Einnig að fulltrúar í stjórnlagaráði njóti launa sem samsvara þingfarar- kaupi alþingismanna og að formaður ráðsins njóti samsvarandi launa og forseti Alþingis. Meirihlutinn leggur einnig til að starfsreglur stjórnlaga- ráðs þurfi ekki staðfestingu forseta Alþingis heldur fari ráðið með það hlutverk sjálft. Minnihluti allsherjarnefndar, fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks, eru sem fyrr andvígir tillögunni um stjórnlagaráð en Þór Saari áheyrnarfulltrúi samþykkti nefndarálitið. Seinni umræða um stjórnlagaráð fer fram á Alþingi síð- ar í vikunni. Fundir stjórnlagaráðs verði opnir almenningi Morgunblaðið/Ómar Stjórnlagaráð Hæstiréttur Íslands ógilti kjör til stjórnlagaþings.  Breytingatillögur um stjórnlagaráð frá allsherjarnefnd Flutningabíll fauk á hliðina á Borg- arfjarðarbrú í gærmorgun. Bílstjór- inn slapp ómeiddur en ekki var hægt að fjarlægja bílinn af brúnni fyrr en tók að lægja og voru kranar komnir út á brúna til að hífa bílinn í gær- kvöld þegar blaðið fór í prentun. Víða var óveður í gær, á norð- anverðu Snæfellsnesi, á Bröttu- brekku og Holtavörðuheiði og illfært vegna veðurs um Hellisheiði, í Svínahrauni og á Reykjanesbraut. Spáð er sunnan- og suðvestanátt í dag, 15-23 m/s og verður hvassast allra austast og norðvestantil á land- inu. Rafmagnslaust varð í Dala- byggð og á Vestfjörðum um kvöld- matarleytið í gær, vegna bilunar í línu. Unnið var að því að koma á varatengingu við Búðardal þegar blaðið fór í prentun. Ljósleiðari Mílu á Suðurlandi fór í sundur milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs. Það veld- ur truflunum á fjarskiptaþjónustu og útsendingum sjónvarps og út- varps á svæðinu. Enn á brúnni í gærkvöldi Víða óveður og rafmagnsbilanir Valt Veðurhæðin var slík að bíllinn lagðist á hliðina á brúnni. Lára V. Júlíusdóttir, settur ríkis- saksóknari í máli níumenninganna svokölluðu, hefur ákveðið að áfrýja ekki dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu. Í dómi héraðsdóms fengu tveir skilorðsbundna dóma, annars vegar í fjóra mánuði og hins vegar sextíu daga. Tvær konur voru einnig sekt- aðar. Aðrir voru sýknaðir. Þá sagði í dómnum að ekkert hefði komið fram sem benti til þess að fólkið hefði sammælst um að gera árás á Alþingi þannig að sjálfræði þess hefði verið hætta búin, en að því laut alvarlegasta ákæruatriðið. Mun ekki áfrýja dómi Guðni Einarsson gudni@mbl.is Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er að rannsaka tilkynningar um menn sem undanfarið hafa reynt að lokka börn upp í bíla. Undanfarið hafa bor- ist nokkrar slíkar tilkynningar. Full- nægjandi skýring fannst á einni þeirra en hinar eru í rannsókn. Björgvin Björgvinsson aðstoðar- yfirlögregluþjónn sagði að verið væri að safna upplýsingum um málin. All- ir lögreglumenn sem væru á ferðinni um höfuðborgarsvæðið hefðu fengið lýsingar á bílum og meintum gerend- um í þessum tilvikum og mundu hafa augun hjá sér. Hann sagði að lýsing- in á svörtum bíl og mönnum í honum væri áþekk í tveimur tilvikanna. Því væri ekki útilokað að um sama bíl og menn væri að ræða. Nýjasta tilvikið var við Húsaskóla í Grafarvogi á föstudaginn var. Ókunnugir menn á svörtum bíl buðu þá ungum dreng að skoða Legó í bíl þeirra. Hann afþakkaði boðið og lét foreldra sína vita sem gerðu skólan- um viðvart. Skólayfirvöld sendu for- eldrum ábendingu vegna málsins. Í henni sagði m.a. að bíllinn hefði verið svartur og mennirnir tveir. Annar þeirra með yfirvaraskegg og mjóan hökutopp. Svipuðum bíl og mönnum sem svipar til lýsingarinnar úr Grafar- vogi var lýst í Garðabæ í byrjun þessa mánaðar. Þá reyndu tveir menn að lokka átta ára dreng upp í bíl til sín við Stjörnuvöllinn. Þeir buðust til að sýna drengnum fót- boltadót. Reynt að lokka stúlkur Einnig var tilkynnt um atvik í Hafnarfirði og Breiðholti í síðustu viku þar sem reynt var að lokka ung- ar stúlkur upp í bíl með dökkum rúð- um. Stúlkurnar sem voru á Suður- götu í Hafnarfirði voru um átta ára en stúlkan í Breiðholti á unglings- aldri. Þá var tilkynnt atvik við Laug- ardalshöll þar sem dreng var boðið upp í bíl. Í tilvikinu við Laugardalshöll náð- ist bílnúmer. Þegar málið var kannað fékkst eðlileg skýring á því að dreng var boðið þar upp í bíl. Maður sem var að sækja syni sína á íþróttaæf- ingu og var með þá í bílnum bauð ókunnugum dreng far vegna þess hvað veðrið var vont. Lögreglan leitar manna sem reyndu að lokka börn í bíla  Nokkrar tilkynningar hafa borist lögreglu um menn sem reyna að blekkja börn Morgunblaðið/Heiðar Kristjánsson Varúð Börn verða fyrir því að full- orðnir reyni að tæla þau upp í bíl. Aldrei í bíl ókunnugra » Mikilvægt er að brýna fyrir börnum, strax við 4-5 ára ald- ur, að þau eiga aldrei að fara upp í bíl hjá ókunnugum. » Vara á börn við hættum sem geta falist í samskiptum við ókunnuga. » Fræðslan á ekki að vera þannig að hún veki óþarfa ótta hjá barninu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.