Morgunblaðið - 15.03.2011, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 15.03.2011, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MARS 2011 góðan félagsskap og voru sam- rýmd. Að leiðarlokum viljum við þakka Ingimari samfylgdina, við eigum eftir að sakna hans mikið. Við vottum mömmu og fjöl- skyldu Ingimars innilega samúð á þessari erfiðu stundu. Elín Heiður og Björn Bragason. Elsku Ingimar. Það var mikill heiður að fá að kynnast svona góð- um manni eins og þér. Þú og mamma voruð svo heppin hvort með annað og betri félaga hefði ég ekki getað beðið um fyrir móður mína. Þú varst svo lífsglaður, já- kvæður og orkumikill. Þú þurftir alltaf að hafa eitt- hvað fyrir stafni og fékkst hana mömmu með þér í alls kyns æv- intýri. Þið gerðuð svo mikið saman og nutuð félagsskapar hvort ann- ars alveg í botn. Þið ferðuðust mikið, bæði innan- og utanlands, spiluðuð golf af miklum krafti, sunguð saman í kór og margt fleira skemmtilegt og uppbyggi- legt. Það sást alveg langar leiðir hversu hrifin þið voruð hvort af öðru. Hlátur, gleði, hlýja, virðing og vinsemd einkenndi samband ykkar mömmu. Þú varst alltaf svo hress og kát- ur og hafðir virkilega góða nær- veru. Okkur leið alltaf svo vel í ná- vist þinni og þú hafðir svo skemmtilegan húmor. Það var alltaf stutt í brosið og hláturinn hjá þér. Það var gaman að fá ykkur mömmu í heimsókn til okkar í bú- staðinn á Hellu síðastliðið sumar. Þið gistuð í nokkrar nætur og við höfðum það rosalega gott saman. Borðuðum góðan mat og slökuð- um á í heita pottinum. Þú og mamma voruð svo dugleg að nýta ykkur golfvöllinn við hliðina, sér- staklega þú, Ingimar. Þú fórst tvisvar eða þrisvar á dag á völlinn, alveg eins og táningur. Krafturinn í þér var svo mikill. Okkur þykir óskaplega vænt um allar þær stundir sem við feng- um að njóta með þér, elsku Ingi- mar. Þær voru margar og góðar og þökkum við þér fyrir þær. Þú varst yndislegur í alla staði og Karítas Lena var farin að kalla þig afa. Þú varst svo blíður og barngóður. Okkur þykir það mikill heiður að þú hafir skírt dætur okkar tvær, ásamt því að gifta okkur hjónin þann 18. desember síðast- liðinn. Á þeirri stundu vissi enginn að það yrði þitt síðasta prestsverk. Þú gerðir þessa stund svo fallega og eftirminnilega fyrir okkur. Þín verður sárt saknað, elsku Ingimar, og mun minning þín vera ljós í lífi okkar um ókomna fram- tíð. Við sendum börnum þínum og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúðarkveðjur. Berglind, Torfi, Karítas Lena og Andrea Marý. Þegar ég hugsa til móðurbróð- ur míns, séra Ingimars, koma ein- ungis fallegar minningar upp í hugann. Ég hverf aftur í tímann norður á Sauðanes á Langanesi til þeirra ára þegar ég ungur að ár- um var sendur þangað til sumar- dvalar og kynntist börnum séra Ingimars og Sigríðar eins og um mín eigin systkini væri um að ræða. Á Sauðanesi lágu rætur móðurættar minnar en þar kynnt- ust þau Oddný og Ingimar er eignuðust saman ellefu börn og var séra Ingimar næst yngstur í fríðum hópi. Á þeim árum sem ég dvaldi á Sauðanesi, upp úr 1960, voru ennþá töluverð umsvif á nesinu, amerísk radarherstöð var starf- rækt uppi á Heiðarfjalli og setti óneitanlega svip á umhverfið en á sama tíma var byggðin á undan- haldi og á hverju vori sem maður sneri aftur í sveitina höfðu nokkrir bæir farið í eyði á meðan. Sauða- nes hefur löngum verið talin mikil hlunnindajörð, æðardúntekja, varp, reki, veiði og búskapur sem ennþá var stundaður meðan séra Ingimar og fjölskylda dvöldu þar. Rifjast nú nokkrar augnabliks- myndir frá Sauðanesi, sé prest reyna að fanga selkóp í ósi niður við ströndina með forvitinn strákahóp í leyni í eftirdragi, prestur að jarða fyrir okkur kálf- inn sem við krakkarnir syrgðum sárt, suðið í maðkflugunni inni í kirkju í sunnudagsmessu á sólrík- um degi, garður Sigríðar framan við húsið en þar hafði hún töfrað fram með sínum grænu fingrum einskonar heimsskautaskrúðgarð, flugvélar að lenda fyrir neðan bæ- inn og út stigu framandi hermenn eða kynlegir sveitakallar, garg- andi krían, eða miðnætursólin sem aldrei hvarf oní hafið… Seinna færði fjölskyldan sig um set suður í Vík í Mýrdal og sem fyrr var ég ætíð aufúsugestur hvort sem var að vetri eða sumri. Í Vík kynntist maður gjörólíku og áhugaverðu umhverfi en séra Ingimar tók strax mjög virkan þátt í samfélaginu á staðnum og gerðist brátt sveitarstjóri jafn- framt að sinna preststörfum og kennslu. Þrátt fyrir góðan árang- ur í starfi og almennar vinsældir meðal fólks urðu engu að síður blikur á lofti með tilheyrandi óveð- ursskýjum og andstreymi sem olli því að fjölskyldan flutti á brott úr Vík. Með sínu æðruleysi sigraðist séra Ingimar á mótlætinu, dyggi- lega studdur af Sigríði konu sinni sér við hlið. Það má tala um upp- reisn æru og síðan köllun þegar hans gamli söfnuður á Þórshöfn skoraði á hann að koma til baka og þjóna sem prestur á ný. Séra Ingi- mar hlýddi kallinu, starfaði á þess- um slóðum þar til hann fór á eft- irlaun, vígði m.a. nýja kirkju á Þórshöfn og endaði sem prófastur síns umdæmis. Einhvern tímann við athöfn sagði séra Ingimar eitthvað á þá leið að í mótlætinu birtist fyrst skilningur okkar á kærleikanum. Þessi orð hafa fylgt mér síðan og komið betur í ljós með árunum af reynslu lífsins. Lífið bæði gefur og tekur. Kannski liggur þarna grunnurinn að trúnni sem séra Ingimar kaus að þjóna um sína ævi. Þegar ég kveð frænda minn streymir til mín þessi hlýja viska, einhver sem kyssir þig á kinn með glettni og alvöru í senn. Þannig minnist ég góðs manns um leið og ég sendi börnum hans og afkom- endum mína dýpstu samúð og virðingu. Halldór Ásgeirsson. Látinn er einn af bekkjar- bræðrunum frá Menntaskólanum á Akureyri á árunum 1943 til 1949, Ingimar Ingimarsson, fyrrver- andi prófastur. Mig langar í stuttu máli að minnast hans. Ingimar var ætíð hrókur alls fagnaðar í bekkn- um okkar, stæltur og íþróttamað- ur góður. Þegar leiðir skildi eftir stúdentspróf hóf Ingimar nám í guðfræði og lauk því á stuttum tíma og gerðist eftir það sóknar- prestur í heimahögum sínum, fyrst á Raufarhöfn en síðan á Sauðanesi sem hann dáði en þar naut hann mikilla vinsælda. Ég og fjölskylda mín heimsóttum hann þangað og var gaman að hlusta á hann lýsa dásemdum staðarins. Æðarvarpið, silungsveiðin og náttúrufegurðin á Sauðanesi var efst í huga Ingimars ásamt prest- þjónustunni sem varð ævistarf hans meðal íbúa héraðsins við nyrsta haf. Um tíma gerði Ingi- mar út trillu og sótti sjóinn þegar gaf og hann naut sín vel sem trillu- karl. Um nokkurra ára skeið var Ingimar sóknarprestur í Vík í Mýrdal, en fluttist aftur að Sauða- nesi. Nokkur undanfarin sumur hafði hann umsjón með Minja- safninu sem var sett upp í gamla prestshúsinu og hafði hann mikla ánægju af þeirri umsjón. Þegar starfsævi Ingimars lauk settist fjölskyldan að í Reykjavík. Ingi- mar sneri sér þá að öðrum áhuga- málum, meðal annars golfi, blaki og söngiðkun í kirkjukór enda með góða söngrödd. Leiðir okkar félaga lágu saman í golfinu og vor- um við saman í Golfklúbbnum Oddi og áttum margar ánægju- stundir þar, enda á svipuðu reki í getu í þessari göfugu íþrótt. Við fórum saman í ferðir til Spánar til að leika golf og þá með félögum hans í blakklúbbnum. Það voru góðar ferðir. Nú mætum við ekki til leiks saman á Urriðavöllum eða á öðrum golfvöllum í náinni fram- tíð, en ég efast ekki um að þegar við sjáumst næst þá verður hægt að leika golf á ýmsum völlum og ef til vill hægt að lækka forgjöfina. Innilegar samúðarkveðjur fylgja þessum línum til barna Ingimars og fjölskyldna þeirra sem og til Jóhönnu vinkonu Ingi- mars og eru þær kveðjur einnig frá bekkjarsystkinum hans frá Akureyri. Birgir Jóh. Jóhannsson. Í dag er sr. Ingimar Ingimars- son, fyrrv. sóknarprestur og pró- fastur, kvaddur frá Hallgríms- kirkju og til moldar borinn að Lágafelli í Mosfellssveit eftir nær hálfrar aldar sáðmannsstarf og þjónustu við kirkju og kristni í landinu. Kynni okkar hófust þegar undirritaður gerðist kennari á Þórshöfn á Langanesi haustið 1962 en Ingimar var þá sóknar- prestur á Sauðanesi. Þau kynni þróuðust með árunum og breytt- ust smám saman í trausta og ein- læga vináttu sem varað hefur næstum hálfa öld. Það eru mikil forréttindi að fá að kynnast og verða samferða manni eins og Ingimari á lífsleið- inni og fyrir það verð ég þakklátur meðan ég lifi. Ingimar var ein- stakur mannkostamaður. Hann var gæddur einkar léttri lund og næmri kímnigáfu svo af bar. Hann var fullur velvildar, hlýju og skiln- ings á samferðafólki sínu og bar jafnan blak af því ef honum þótti á það hallað. Samvistir við Ingimar voru mannbætandi fyrir utan að vera eftirsótt skemmtun sem lengi verður í minnum höfð. Á síðustu árum prestskapar hans á Þórshöfn var ég skólastjóri við Svalbarðsskóla í Þistilfirði og þá höfðum við samvinnu um háð- íðarhöld á æskulýðsdegi þjóð- kirkjunnar í Svalbarðssókn. Það var góð samvinna og engin ágrein- ingsefni eða núningur af nokkru tagi. Prestur kom gjarnan daginn fyrir hátíðina og við elduðum sam- an góða og kristilega kvöldmáltíð og sátum svo að spjalli fram eftir kvöldi. Þá bar margt á góma og ég komst að því að Ingimar var ekki bara gleðimaður heldur einlægur trúmaður og alvaran var kannski ekki svo ýkja langt undan. Seinna urðum við veiðifélagar við Sandá í Þistilfirði nokkur ár og þar varð Ingimar ómissandi hrókur alls fagnaðar bæði á kvöldvökum í veiðihúsinu og við ána. Árum saman gerðum við okkur það til gagns og gamans að taka slátur ásamt sr. Árna Sigurðssyni, bekkjar- og deildarbróður Ingi- mars. Var ekki laust við að okkar fólk gerði góðlátlegt grín að okkur körlunum og þessari dæmalausu sveitamennsku okkar. En við lét- um það sem vind um eyru þjóta og náðum reyndar ágætum árangri í sláturgerðinni. En þótt oft væri glatt á hjalla í kringum Ingimar þá fékk hann sinn skerf af andstreymi í lífinu eins og flestir. Hann missti konu sína eftir áratuga hjónaband og dótturson ungan varð hann að kveðja í blóma lífsins. Hann jarð- söng tvo systursyni sína ásamt eiginkonum þeirra sem öll fórust ung að árum í flugslysi og má geta nærri um hver mannraun það hef- ur verið honum. En þá raun stóðst Ingimar og reyndar ótal fleiri. Nú við leiðarlok er mér efst í huga þakklæti fyrir samfylgdina og fyr- ir alla þá gleði og hlýju sem vin- áttan við hann gaf mér. Ég votta börnum hans og barnabörnum, vinkonu hans, Jóhönnu, svo og ættingjum og vinum fjær og nær, innilega samúð og bið guð að blessa minningu um góðan dreng. Óttar Einarsson. Úr fjarlægð söknum við nú vin- ar í stað. Það var fyrir nákvæm- lega 66 árum að leiðir okkar Ingi- mars lágu fyrst saman þegar við horfðum á hótelið sem hýsti okkur á Akureyri brenna ofan af okkur. Allt frá þeim tíma hafa leiðir okk- ar legið meira og minna saman, fyrst öll árin í MA og síðar í há- skóla en eftir það skildi leiðir með- an störf okkur lágu sitt á hvoru sviði. Að þeim tíma liðnum þjöpp- uðu MA-ingar sér saman á ný. Á síðari árum höfum við fylgst að í eggjatínslu á vorin, í berjamó á sumrin og þorsk- og ýsuveiðum norður í Fljótum, auk „vísinda- ferða“ um Snæfellsnes, Langanes og Drangey, að ógleymdum fund- unum í Perlunni þar sem skóla- félagar hafa hist reglulega „til að kankast eitthvað á“ og svo til að hlæja. Nú síðast stóð fyrir dyrum enn ein ferð okkar saman til Spán- ar þaðan sem við Ragna sendum Jóhönnu, börnum hans og fjöl- skyldum þeirra samúðarkveðjur. Björn Hermannsson. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu minningu móður okkar, tengdamóður, ömmu og lang- ömmu, ÁSTU ÞÓRBJARGAR BECK ÞORVARÐSSON, virðingu og okkur aðstandendum samúð við andlát hennar. Þorvarður Brynjólfsson, Dóra Skúladóttir, Þór Aðalsteinsson, Ásthildur Brynjólfsdóttir, Þórir Pálsson Roff, Ríkharð Brynjólfsson, Sesselja Bjarnadóttir, Eiríkur Brynjólfsson, Stefán Brynjólfsson, Sigrún Magnúsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN GUÐMUNDSDÓTTIR, lést á líknardeild Landspítala Landakoti sunnudaginn 13. mars. Jarðarför verður auglýst síðar. Erlingur Magnússon, Guðrún Tryggvadóttir, Gunnar Guðnason, Jóhanna Tryggvadóttir, Ferdinand Hansen, Ingveldur Tryggvadóttir, Guðmundur Tryggvason, Ragnhildur Benediktsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg systir mín, mágkona og frænka okkar, GULLY EVELYN PÉTURSSON, andaðist þriðjudaginn 1. mars. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Jón Pétursson, Stella Ingimarsdóttir, Guðlaug Pálsdóttir og bræðradætur. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HELGI HÖRÐUR GUÐJÓNSSON skipstjóri, Sóleyjarima 3, Reykjavík, andaðist á Hrafnistu Hafnarfirði föstudaginn 11. mars. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju föstudaginn 25. mars kl. 15.00. Guðlaug Dagmar Jónsdóttir, Eyrún Helgadóttir, Guðbrandur Jónatansson, Steinar Helgason, Elín Katla Elíasdóttir, Sævar Helgason, Sigríður Halldórsdóttir, G. Harpa Helgadóttir, Jónas Garðarsson, Berglind Helgadóttir, Baldvin Örn Berndsen, Arnar Þór Helgason, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir, GUÐMUNDUR JÓN SKÚLASON læknir, Milwaukee Wisconsin, andaðist fimmtudaginn 10. mars. Herdís Leopoldsdóttir, Snorri Skúlason, Sandy D. Skúlason, Ásdís Skúlason, Michael Braddy. ✝ Föðursystir okkar, SIGRÍÐUR KLEMENZDÓTTIR, áður Leifsgötu 18, er látin. Útförin fer fram frá Neskirkju fimmtudaginn 24. mars kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Hjúkrunarheimilið Sóltún, sími 590 6000. Rúna Bína, Anna Ingibjörg, Unnur, Jakobína, Jóhanna og Sigríður Sigtryggsdætur. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra PÁLS RAGNARS STEINARSSONAR frá Hlíð, Furugrund 46, Kópavogi. Sigfríður Lárusdóttir, Tryggvi Steinarsson, Anna María Flygenring, Elín Erna Steinarsdóttir, Indriði Birgisson og fjölskyldur. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, EYGLÓ GÍSLADÓTTIR, Sóleyjarima 7, Reykjavík, lést á Landspítalanum sunnudaginn 13. mars. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 18. mars kl. 15.00. Arnþór Ásgrímsson, Heimir Sigurðsson, Gróa Þóra Pétursdóttir, Eva Arnþórsdóttir, Ása Margrét Arnþórsdóttir, Valdimar A. Arnþórsson, Rósmary A. Úlfarsdóttir, Eygló Arnþórsdóttir, Andy Holmes, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.