Morgunblaðið - 15.03.2011, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.03.2011, Blaðsíða 12
verði þó að passa sig á gjám og grjóti á leiðinni. „Ég kom hingað fyrir tveimur vik- um og hef fylgst með vindinum. Hann breytist æði hratt og það get- ur orðið ótrúlega hvasst.“ Hundrað kílómetra hraði Snjódrekamenn eru þannig búnir að þeir eru bundnir við fallhlíf og eru knúnir áfram af vindorkunni. Je- rome er meðal fremstu manna í greininni og heimsmethafi. Hann hefur svifið hæst manna á snjódrek- anum, í 450 metra hæð. Jerome fer afar hratt á snjódrek- anum. „Metið mitt er um 100 km á klukkustund. Það er verulega hratt. Ég fer yfirleitt á 20 til 40 km hraða. Gísli Baldur Gíslason gislibaldur@mbl.is Frakkinn Jerome Josserand er staddur hér á landi ásamt kvik- myndagerðarmönnum. Jerome er þekktur fyrir afrek sín á svoköll- uðum snjódreka, eða snowkite. Til stóð að Jerome færi frá Akur- eyri til Mýrdalsjökuls á snjódrek- anum síðasta fimmtudag, fyrstur manna. Um leið átti að kvikmynda afrekið. Jerome hefur hins vegar ekki getað lagt af stað enn, sökum slæms veðurs. Ferðalagið tekur átta til tíu klukkustundir á snjódrekanum, í hægstæðum vindi. Jerome og kvik- myndagerðarmennirnir hafa verið hér á landi í rúmar tvær vikur að bíða eftir rétta tækifærinu. Nú stefnir hópurinn að því að leggja af stað á föstudag. Þá mun Jerome leggja af stað frá Mýrdalsjökli og fara þaðan til Akureyrar, en ekki öf- ugt, því þá er spáð sunnanátt. Vind- urinn skiptir höfuðmáli í íþróttinni. Hagstæðar aðstæður Þetta er í annað sinn sem Jerome kemur til Íslands til að iðka sína íþrótt. Hann segir að aðstæður á há- lendinu séu kjörnar fyrir snjódrek- ann. „Landslagið er ekki erfitt viður- eignar því það er flatt og lítið um mikla bratta. Vandræðin tengjast helst vindinum og veðrinu,“ segir Jerome. Frakkinn segir að hann Það er meðalhraðinn minn á snjó- drekanum.“ Jerome kveðst ekkert þurfa að óttast. „Þetta er ekki hættulegt. Ef þú virðir reglurnar þá er þetta ekki hættulegt. En ef það er hvasst, ef það eru miklir klettaveggir eða grjót í landslaginu, þá getur þetta orðið hættulegt. En ef þú undirbýrð þig, þá verður allt í lagi.“ Hópurinn ekki farinn bugast Um tuttugu manna teymi vinnur að verkefninu með Jerome hér á landi. Eru þar með taldir bæði hinir erlendu kvikmyndagerðarmenn og íslenskir aðstoðarmenn sem verða innan handar ef eitthvað kemur upp á. Erik Kapfer, framleiðandi kvik- myndarinnar, segir að hópurinn sé ekki að bugast vegna tafarinnar. „Það er hugur í Íslendingum og það þarf meira en vont veður til að brjóta hann niður. Við útlending- arnir fylgjum þeirra fordæmi. Það er mikill baráttuhugur í hópnum – við trúum enn að við getum þetta og það gerir Jerome líka,“ segir fram- leiðandinn. Ljósmynd/Marco Stoppato & Amanda Ronzoni Gefast ekki upp „Það er mikill baráttuhugur í hópnum – við trúum enn að við getum þetta og það gerir Jerome líka,“ segir framleiðandinn, Erik Kapfer. Snjódrekamaður bíður betra veðurs  Jerome Josserand hyggst fara á snjódreka frá Mýrdalsjökli til Akureyrar á einum degi  Tuttugu manna teymi lætur tafir vegna veðurs ekki á sig fá Ofurhugi Jerome Josserand er meðal fremstu manna í greininni og heimsmethafi. Hann getur farið á allt að 100 kílómetra hraða og hefur svifið hæst manna á snjódrekanum, í 450 metra hæð. 12 FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MARS 2011 Afkoma Faxaflóahafna sf. árið 2010 var nokkru betri en ráð var gert fyr- ir í fjárhagsáætlun. Rekstrartekjur Faxaflóahafna sf. árið 2010 voru kr. 2.317.838.357 sem er 4,5% hækkun tekna á milli ára. Tekjuspá í fjárhagsáætlun ársins var nokkru varlegri en í heild voru tekjur 82,8 mkr. umfram áætlun eða 3,7%. Rekstrargjöld Faxaflóahafna sf. árið 2010 voru kr. 2.014.619.242 og hækka að krónutölu á milli ára um 11.0 mkr. eða um 0,5%. Frávikið frá fjárhagsáætlun árs- ins var 16,8 milljónir eða sem nemur 0,8%. Að teknu tilliti til fjármunaliða er rekstrarhagnaður ársins 2010 alls 269,8 mkr. sem er 138,8 mkr. hagstæðari niðurstaða en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun og 165,9 mkr. hagstæðari niðurstaða en árið 2009. Morgunblaðið/Ásdís Sundahöfn Tekjur umfram áætlun. Betri afkoma Lögreglan hefur að undanförnu fengið margar ábendingar þess efnis að ökumenn hafi ekið á móti rauðu ljósi á gatnamótum á Reykjavíkursvæðinu. Lögreglan tekur þessar ábend- ingar alvarlega og mun á næstu vikum leggja sérstaka áherslu á eftirlit við ljósastýrð gatnamót. Þá mun lögreglan fylgjast með því að stöðvunarskylda á gatna- mótum sé virt. Þá vill lögreglan benda öku- mönnum á þá miklu hættu sem af brotum sem þessum stafar og hvetur til aðgæslu að þessu leyti sem öðru. Ökumenn sem gerast brotlegir mega eiga von á sekt- um. Stórhert eftirlit við umferðarljós Í dag, þriðjudag, mun Freyja H. Ómarsdóttir halda fyrirlestur í Þjóðminjasafni Íslands um höfða- letur. Fyrirlesturinn hefst kl. 12:05. Aðgangur er ókeypis. Höfðaletur er séríslensk skraut- leturgerð, alþýðulist sem notuð var í áletrunum, mest á hversdagshluti. Þótt margir þekki útlit höfðaleturs er hefðin að miklu leyti horfin eða stöðnuð. Að erindinu loknu býðst gestum að skoða sýningu á kistlum sem skornir eru höfðaletri, en hún stendur yfir á 3. hæð safnsins. Höfðaletur STUTT Skannaðu kóðann og sjáðu myndskeið um ferðalag ofur- hugans Jerome Josserand á mbl.is. Háskólinn á Hólum auglýsir eftirfarandi hross til sölu: 1. Ögri IS2000158308 frá Hólum. F: Markús f. Langholtspart M: Þokkabót f. Hólum Keppnishestur. 2. Brekka IS2004258316 frá Hólum. F: Rökkvi f. Hárlaugsstöðum M: Björk f. Hólum Reiðhross, ósýnd. Skrifleg tilboð þurfa að berast skrifstofu skólans í síðasta lagi 28. mars nk. Áskilinn er réttur til að hafna öllum tilboðum. Frekari upplýsingar á sveinn@holar.is. Úkraínski stórmeistarinn Yuriy Kuzubov er enn í efsta sæti á MP Reykjavíkurskákmótinu með 6 vinninga en hann gerði jafntefli við stigahæsta keppanda mótsins, Englendinginn Luke McShane, í 7. umferð mótsins í gærkvöldi. Að minnsta kosti átta skákmenn koma í hum- átt á eftir Kuzubov með 5½ vinning. Hannes Hlífar Stef- ánsson og Sigurður Daði Sigfússon eru efstir íslensku skákmannanna með 5 vinninga hvor. Þá fór fram hraðskákeinvígi í gær til minningar um Inga R. Jóhannsson í húsakynnum Deloitte þar sem Ingi starfaði. Bosníski stórmeistarinn Ivan Sokolov lagði þar Helga Ólafsson 3-1. Erlingur Tómasson, skákmeistari Deloitte, lék opnunarleikinn fyrir Helga sem bað Erling að hefja skákina á „enska leiknum“. Ekki vildi betur til en svo að Erlingur greip F peðið og lék því fram, sem vakti mikla kátínu skákmeistaranna. Kuzubov enn efstur á mótinu  Ivan Solokov lagði Helga Ólafsson í hraðskákeinvígi Morgunblaðið/Ómar Skák Erlingur fékk að taka rangan byrjunarleik til baka og hóf skákina fyrir Helga á réttum leik.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.