Morgunblaðið - 15.03.2011, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 15.03.2011, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MARS 2011 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Um 5.900 manns eru taldir af eða þeirra er saknað eftir risaskjálftann í Japan á föstudag, eftir að um 1.000 lík fundust í Miyagi-héraði í gær. Í gærkvöldi að íslenskum tíma var 2.369 enn formlega saknað, að því er fréttavefurinn Kyodo News hafði eftir japönsku lögreglunni. Óttast er að tala látinna eigi eft- ir að hækka verulega en sami vefur hafði eftir sveitarstjórnum á ham- farasvæðinu að ekki hefði tekist að hafa uppi á allt að 30.000 manns, tæpum fjórum sólarhringum eftir að skjálftinn reið yfir. Hafa ber í huga að allir innviðir eru í rúst og eiga björgunarmenn því enn von um að finna fólk á lífi sem hvorki hefur komist lönd né strönd þar sem brak og rústir hamla för. Til að bæta gráu ofan á svart syrti enn í álinn við Fukushima Daii- chi-kjarnorkuverið í gær þegar þriðji kjarnakljúfurinn tók að of- hitna vegna bilaðs kælibúnaðar. Ofhitnun veldur ótta Fyrr um daginn varð sprenging í kjarnakljúfi 3 í verinu en hún fylgdi í kjölfar sprengingar í kljúfi 1 á laug- ardag. Ellefu slösuðust í sprenging- unni, þar af einn alvarlega. Var ótt- ast að eldsneytisstangir í kljúfi númer 2 gætu ofhitnað og brætt úr sér vegna skorts á kælivatni. Aðspurður hvort tilefni sé til að hafa áhyggjur af atburðarásinni í verinu segir Sigurður Emil Pálsson, viðbúnaðarstjóri hjá Geislavörnum ríkisins, að atburðir gærdagsins hafi ekki breytt því stöðumati að útilokað sé að eitthvað í líkingu við Tsjerno- byl-slysið endurtaki sig, jafnvel eftir atburðina í gær. Hann segir verstu hugsanlegu afleiðingarnar þær ef stangirnar bræði úr sér og geislavirk úrgangs- efni berist frá verinu. Bráðnunin þurfi að vera svo mikil að hún leiði til þess að hylki utan um kjarnakljúfinn rofni. Þá hafi verið slökkt á kjarna- kljúfunum síðan skjálftinn reið yfir og því fari magn geislavirkra efna í þeim ört minnkandi. 100 m 4 3 2 1 10 km Okuma Kjarnakljúfar 5 og 6 eru ekki sýndir hér. Heimild: Reuters *Skammstöfunin TEPCO stendur fyrir Tokyo Electric Power Company Fukushima Tókýó Skjálftamiðja JAPAN Raforkuver Kjarnakljúfur Fukushima Daini- kjarnorkuverið Fukushima Daiichi- kjarnorkuverið Joban- hraðbrautin Kyrra- hafið Kyrrahafið 10 km rýmingar- svæði 20 km rýmingar- svæði MÁNUDAGUR 11.11 Japanskir fjöl- miðlar greina frá því að reykur stígi upp frá kjarnakljúfi 3. Stjórnvöld staðfesta síðar að vetnissprenging hafi orðið í verinu. 14.40 Fram kemur í japönskum fjölmiðlum að kæli- búnaður í kljúfi 2 hafi bilað. SUNNUDAGUR Um 110.000 manns er gert að yfirgefa heimili sín í 20 km radíus í kringum kjarnorkuverið. 23.37 Sjó er dælt inn í kjarnakljúfa númer 1 og 3 til að kæla þá og draga úr þrýstingi inni í kjarnakljúfshylkinu. Raforkufyrirtækið TEPCO undirbýr að dæla sjó í kjarnakljúfi 2. LAUGARDAGUR 10.07 Raforkufyrirtækið TEPCO byrjar að draga úr þrýstingi við kjarnakljúf 1 í verinu. 17.47 Staðfest að sprenging hefur orðið í kljúf 1 og að geislavirk efni leki þaðan. Síðar var staðfest að hluti steinsteypts turns yfir einingunni hefði hrunið en kjarnakljúfurinn væri óskemmdur. 20.43 TEPCO undirbýr að fylla kljúfinn sem lekur af sjó og bórsýru til að kæla hann og draga úr þrýstingi í einingunni. FÖSTUDAGUR 19.46 Japans- stjórn upplýsir að kælibúnaður við Fukushima Daiichi-kjarnorkuverið virki ekki sem skyldi. Verið, sem er rekið af TEPCO,* er á norðaustur- ströndinni og á svæði sem fór einna verst út úr hamförunum. 21.55 Stjórnvöld staðfesta að geislavirk efni leki frá einum af kjarnakljúf- unum sex. Kjarnakljúfur 1 Steyptur turn yfir kljúfnum brast Kjarnakljúfur 2 Allt kapp var lagt á að kæla hann í gær Kjarnakljúfur 3 Steyptur turn yfir kljúfnum er ónýtur en kljúfshylkið er óskemmt FUKUSHIMA DAIICHI- KJARNORKUVERIÐ Miðað er við staðartíma (+ 9 tímar miðað við Ísland) Óvíst um afdrif 30.000 manns á skjálftasvæðinu  Ekki talin mikil hætta af kjarnorkuverinu í Fukushima Baldur Arnarson baldura@mbl.is Líkur eru á að eignatjón vegna jarð- skjálftans í Japan síðastliðinn föstu- dag muni þegar upp er staðið reyn- ast meira en þegar fellibylurinn Katrína reið yfir Mexíkóflóa og borgina New Orleans í ágústmánuði 2005 og olli tjóni sem áætlað var 8.224 milljarðar króna á gengi bandaríkjadals í gær. Óvissan er veruleg Það er hugbúnaðar- og ráð- gjafarfyrirtækið AIR Worldwide sem hefur áætlað eignatjónið í Japan en eins og sjá má hér til hliðar er það metið á 1.675 til 3.997 milljarða kr. Það eru veruleg skekkjumörk og skýrist það af því að umfang ham- faranna er ekki að fullu komið fram. Fram kemur í stöðuskýrslu um skjálftasvæðið á vef fyrirtækisins að þótt tjón af völdum flóðbylgjunnar sé ekki tekið með beri að hafa í huga að hluti mannvirkja sem eyðilögðust í skjálftanum og eldsvoðum sem hon- um fylgdu hafi einnig farið illa út úr flóðbylgjunni. Því geti það leitt til tvítalningar í mörgum tilfellum að bæta tjóni af völdum flóðsins við. Ónýtir munir og vörur Á hinn bóginn segir þar að bú- ast megi við miklu tjóni á innan- stokksmunum og öðrum búnaði sem tryggður er, þ.m.t. í Tókýó. Það eignatjón bætist við tjón á mannvirkjum og samgöngutækjum. Að viðbættu tjóni vegna flóðsins gæti heildartalan því hækkað mikið. Skiptir þúsundum milljarða  Eignatjón af völdum risaskjálftans í Japan gæti farið fram úr tjóninu vegna fellibyljarins Katrínu  Áætlað 1.675 til 3.997 milljarðar króna að frátöldu tjóni vegna flóðbylgjunnar sem skall á ströndinni Heimildir: Tryggingafyrirtækið Swiss Re, hugbúnaðarfyrirtækið AIR Worldwide *Bráðabirgðatölur frá AIR Worldwide. Taka ekki til tjóns vegna flóðbylgjunnar eða óhappa í kjarnorkuverum. STÓRTJÓN VEGNA NÁTTÚRUHAMFARA ÁR $14,5 - $34,6* $71,2 $24,5 $22,8 $20,3 $19,9 $14,6 $13,8 $11,1 $9,1 ATBURÐUR KOSTNAÐUR (í milljörðum dala) 2005 2011 1992 2001 1994 2008 2004 2005 2005 2004 Fellibylurinn Katrína, BNA Jarðskjálfti, Japan Fellibylurinn Andrés, BNA Árásin 11. september, BNA Skjálfti í Northridge, BNA Fellibylurinn Ike, BNA Fellibylurinn Ívan, BNA Fellibylurinn Wilma, BNA Fellibylurinn Ríta, BNA Fellibylurinn Charley, BNA 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Japan Bandaríkin Reuters Eftir flóðið Fólksbifreið hvílir á þaki annarrar í Iwate-héraði. Ung kona virðist buguð af harmi í borginni Ishimaki. Kannski eru ættingjar hennar undir brakinu. Jafnan er dimmast fyrir dögun- ina og þótt auðvelt sé að láta hug- fallast mun byggðin rísa á ný. ÞEGAR ALLT ER FARIÐ STENDUR VONIN EFTIR Reuters Eyðileggingin er yfirþyrmandi Stúlka sem hefur verið einangruð í bráðabirgðaskýli heilsar hundinum sínum í gegnum glervegg í borginni Nihonmatsu í N-Japan. Í skýlinu er kannað hvort geisla- virk efni mælist í fólki, það látið þvo sér hátt og lágt og því haldið í ein- angrun í einhvern tíma. Geislun frá kjarnorkuverinu í Fukushima (sjá kort til hliðar) er óveruleg en engu að síður hefur 185.000 manns verið gert að yfir- gefa heimili sín í nágrenninu. Bandaríkjaher hefur liðsinnt Japansstjórn við að kæla niður kjarnorkuverið. Eftir að geisla- mengun mældist á 17 bandarískum sjóliðum í gær í um 160 km fjar- lægð frá verinu var flugmóður- skipinu USS Ronald Reagan hins vegar siglt fjær landi, þótt auðvelt væri að þvo af sér mengunina. Hvutti horfir hissa í gegnum glerið Reuters

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.