Morgunblaðið - 05.05.2011, Side 8

Morgunblaðið - 05.05.2011, Side 8
8 5. maí 2011fasteignir F A S T E I G N A S A L A N fasteign . i s Ólafur B Blöndal Lögg. fasteigna- fyrirtækja og skipasali. Suðurlandsbraut 18 • Reykjavík • Fax 5 900 808 Viltu selja – Viltu kaupa – Viltu leigja LAUSNIN ER fasteign.is Helgi SnorrasonGísli RafnÍris Hall. Lögg.fast.sali./ Lögg.leigumiðlari Ólafur B Blöndal. Lgf. 20 ára starfsreynsla5 900 800☎ Erni Árnasyni þykir gott að nota gasgrill en þætti ekki leiðinlegt að hlaða kolagrill í garðinum svona ef til þess kæmi. „Sumir segja að það sé enginn matur nema maður grilli á kolum, en ég er ekki of hrifinn af þessum þjöppuðu fjöldaframleiddu kolum sem fást hér á landi. Gasið brennur hratt upp, en ég er hræddur um að það geti ver- ið alls konar aukanefni í verksmiðjukol- unum og að þau fari beint í matinn.“ Þegar kemur að því að velja kjöt á grillið er Örn lítið fyrir tilraunir. „Langoftast er ég bara með lambafile, því það er einhvern veginn ekki hægt að klúðra því. Hann má vera duglegur að grilla, sá sem stútar file,“ segir hann. „Mér finnst það best pínulítið blóðugt en samt ekki hrátt í miðjunni, en kjötið verður ekkert verra þó það sé mikið steikt.“ Örn blandar sinn eigin kryddlög úr því sem hann finnur í eldhússkápnum, setur í skál og bætir olíu saman við. „Það verður svo bara að standa yfir kjötinu og færa það til. Helst má ekki vera of mikil olía á bit- anum því hún fer þá niður í brennarann, fuðrar upp og litar kjötið svart. Ég beiti því bragði að taka upp bitann, slá honum að- eins í teinana svo olían og fitan hrökkvi af honum og lyfta svo bitanum frá á meðan fuðrar upp.“ Slær fituna af kjötbitunum Langoftast með lambafile, segir Örn, glaður í bragði. Landsmenn þekkja ÖrnÁrnason vel sem gamanleikara. Margirvita að hann er hand- laginn smiður, en færri vita að Örn er með allmikla grilldellu. Hann segist þegar vera kominn með smá fiðring þó ekki sé bein- línis komið rétta veðrið til að taka ábreiðuna af grillinu. „Ég er ann- ars ekki með neinn Rolls Royce á pallinum, bara svona millistórt og hagkvæmt grill. Auðvitað hefur mig stundum langað til að kaupa mér grilldreka á mörg hundruð þúsund, en ég held að íslenska veðráttan sé þannig að öll grill láta á endanum á sjá. Svo getur verið erfitt og kostnaðarsamt að fá íhluti ef eitthvað bilar,“ segir hann. „Ég þarf engin tækniundur svo fremi að brennararnir virki og vel mér grill í þeim verðflokki að ef eitthvað bilar þá get ég bara splæst í nýtt.“ Undarleg átt kringum grillið Örn er búinn að koma sér upp veglegum palli við heimilið þar sem fjölskyldan á saman notalegar stundir á góðviðrisdögum. „Það hefur helst verið vandi að finna rétta staðinn fyrir grillið, því það er alveg makalaust hvað reyk- urinn virðist hreinlega sogast inn í íbúðina. Nú höfum við loksins náð að staðsetja grillið svo að loftar hæfilega um og reykurinn fer eitt- hvað annað.“ Garðurinn er gróinn og skjól- sæll, og pallurinn skýlir líka vel svo óhætt er að fara út með elda- mennskuna fyrr á vorin og breiða yfir grillið seinna á veturna. Örn segist jafnvel vera farinn út að grilla þó veðrið sé ekki endilega orðið gott. „Ef maður fær góðan gest í heimsókn má draga fram regn- stakkinn eða kuldagallann og standa aðeins yfir grillinu. Bestu augnablikin eru samt auðvitað þegar það er sól og birta. Við höf- um átt margar gæðastundir hérna úti á veröndinni með góðan grill- mat á borðum.“ Einfaldleikinn ræður Einfaldleikinn ræður ríkjum í eldamennskunni: Örn vill helst elda lambakjöt og bera fram með sósu, bakaðri kartöflu, appels- ínglasi og salati, „með pínulítið af fetaosti og balsamikolíu. Svo er alltaf gaman að kaupa eitthvað tilbúið úr kjörbúðinni, kannski fyllta sveppi eða innpakkaða ban- ana sem maður einfaldlega skellir á grillið.“ asgeiri@mbl.is Pússar og olíuber garðhúsgögnin árlega og passar að taka þau ekki inn í hús Morgunblaðið/Kristinn „Bestu augnablikin eru samt auðvitað þegar það er sól og birta,“ segir Örn Árnason meðal annars hér í viðtalinu - hvar grill, garða og fleira ber á góma. Margar gæðastundir á veröndinni Það þarf að hugsa vel bæði um grillið, pallinn og garð- húsgögnin ef á að vera hægt að njóta þeirra ár eftir ár. Örn passar mjög vel upp á allan frágang og viðhald. Hann gætir þess t.d. hvert vor að pússa létt yfir viðarhúsgögnin og olíubera. „Það verður að gæta þess sérstaklega með útihúsgögn úr viði að vera ekki að taka þau inn á vet- urna. Ef það er gert þornar viðurinn upp, opnast, skrepp- ur saman og koma í hann sprungur. Þegar húsgagnið er sett út næsta sumar bólgnar viðurinn aftur upp og dregur í sig raka og vætu og þornar svo enn eina ferðina inni í geymslu veturinn eftir. Þetta verður til þess að smám saman byrjar allt að losna og skemmast.“ Viðarhús- gögnin á ekki að taka inn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.