Morgunblaðið - 05.05.2011, Blaðsíða 10
10 5. maí 2011fasteignir
ÞAÐ ER MEIRA AÐ GERA Á FASTEIGNA-
MARKAÐINUM EN ÞIG GRUNAR.
LÁTTU MIG SELJA FYRIR ÞIG, HRINGDU NÚNA
Hafðu samband
699 5008
Hannes Steindórsson
Sölufulltrúi
hannes@remax.is
Sími: 699 5008
Þórarinn
Jónsson hdl.
lögg. Fasteignasali
Spöngin 37, 2. hæð. 112 Reykjavík
Sími 575 8585. Fax 575 8586
GSM 824-0610
Sími 575 8585 FASTEIGNASALAN ÞÍN www.fmg.is
Sigrún Stella Einarsdóttir
Lögggiltur fasteignasali
VÆTTABORGIR - EINBÝLISHÚS
Glæsilegt einbýlishús á 2 hæðum með innbyggðum bílskúr við Vættaborgir. Frábært
útsýni er úr eigninni. Stór bílskúr. Gólfefni eru granítflísar, keramikflísar og parket.
Baðherbergi nýlega innréttað á glæsilegan hátt. Stórt opið eldhús með eyju. Arinn í
stofu. Lítil auka íbúð með sérinngangi á 1. hæð. Glæsilegur garður með stórum
palli, heitum potti og sundlaug. Húsið er skráð í Fasteignaskrá Íslands sem 214,5
fm en óskráð rými því til viðbótar er 50-60 fm.
Gleðilegt grillsumar
www.weber.is
- nýr auglýsingamiðill
569-1100finnur@mbl.is
Á hverju heimili þarf að eiga til gott hurð-
arstopp. Oft þarf að halda hurðum vand-
lega opnum, t.d. þegar verið er að flytja
muni inn og út úr húsi eða hreinlega þegar
þarf að lofta út og tryggja greiðan umgang
á góðum degi.
Svo hafa hurðarstoppin ákveðnu öryggis-
hlutverki að gegna, og þá sérstaklega þar
sem hætta er á gegnumtrekk sem getur
fengið hurðir til að skella og skemmast eða
jafnvel klemmt litla fingur og skott.
Hurðarstopp þurfa ekki að vera afgangs-
stærð á heimilinu heldur má finna fjölmarg-
ar útfærslur sem búa yfir karakter og krútt-
leika og geta verið bráðsniðugt skraut.
Á myndunum hér um kring má sjá nokkr-
ar góðar útgáfur og öruggt að allir ættu að
geta fundið sér hurðarstopp sér að skapi
sem hæfir í húsinu.
ai@mbl.is
Segðu stopp
Dýr merkurinnar eru hönnuðum innblástur með ýmsu móti og hér gegna þau hlutverki hurðastoppara.
Antík hurðarstopp úr
steinungi. Virðulegur og
veglegur og kostar 495
dali á zandkantiques.com.
Þessir ofurkrúttlegu belgir
eiga vel við í barna-
herberginu eða á
heimilum þar sem
stelpulega hliðin
fær að njóta sín.
Skór í nýstár-
legu hlutverki.
Skemmtileg hurðarstopp
Unnendur hraðskreiðra bíla fengu
glaðning á dögunum þegar Lam-
borghini og Ferrari kynntu nýja
sportbíla á bílasýningunni í Genf.
Bíll Lamborghini, Aventador, dregur
nafn sitt af illskeyttum bola sem í
nautaati í október árið 1993 þótti
bera af fyrir hugrekki. Aventador LP
700-4 er líka heljarinnar tuddi, með
700 hestafla V12-vél sem koma á
bílnum upp í 100 km/klst á 2,9 sek-
úndum. Vélin á að vera 20% spar-
neytnari en næsta kynslóð á undan
en skilar samt sem áður 8% meiri
krafti.
Aventador er arftaki hins vinsæla
Murcielago og virðast fyrstu tölur
boða gott fyrir Lamborghini, en nú
þegar er búið að selja upp fyrstu
ársframleiðsluna, eða um 700 ein-
tök á litla 370.000 dali stykkið.
Bíll Ferrari heitir einfaldlega FF og
er von á 800 slíkum á götuna í ár.
Með 660 hestafla V12-vél kemst
kagginn í hundraðið á 3,7 sek-
úndum og með örlítið hærri há-
markshraða en Aventadorinn í 335
km/klst. Ferrari FF er agnarögn
ódýrari á 359.000 dali. Sömu sögu
er að segja með FF og Aventador
að bíllinn er uppseldur ár fram í
tímann.
Útlitslega minnir FF-týpan á
Panamera frá Porsche, og má kalla
hann praktískari en leikfangið
Aventador. Sæti eru fyrir fjóra og
rúmgott farangursrými í Ferr-
aríinum en varla hægt að koma fyr-
ir meiru en ökumanni og íturvöxn-
um farþega. .
Nýir sportbílar kynntir í Sviss
Tuddi frá
Lamborghini
og kaggi frá
Ferrari
Í flestum löndum eru Kók og Pepsí allsráðandi á gosmarkaðinum. Í Perú leynist hins
vegar harðskeyttur og heimatilbúinn keppinautur sem sölsað hefur undir sig um þriðj-
ung gossölunnar í landinu og nánast bolaði Pepsí úr landi á tímabili: Inca Kola.
Bragðinu má líkja við tyggjó, dísætt og með keim af vanillu og ýmsum öðrum bragð-
tegundum sem erfitt er að sundurliða en auðvelt að njóta. Sumir greina bananabragð,
aðrir ananas, enn aðrir „cream soda“ bragð, en leynihráefnið á að vera perúvísk jurt
sem gefur drykknum óvenjulegt sítrusbragð.
Fagurgulur liturinn gefur Inca Kola svo enn meiri sérstöðu og fer það vel bæði í flösku
og glasi.
Ekki þarf að koma á óvart að Inca Kola passar vel við flesta perúvíska rétti, eins og
t.d. ceviche. Hitt er merkilegra að drykkurinn á sérlega vel við sushi og gerir það mun
betur en aðrir gosdrykkir, hvort heldur eru dökkir eða ljósir.
Inca Kola má finna í mörgum bandarískum verslunum, en sá sem þetta skrifar er
ekki frá því að drykkurinn bragðist öðruvísi þar en í Perú. Til að smakka „ekta“ drykkinn
verður því að fljúga suður fyrir miðbaug.
ai@mbl.is
Hefurðu smakkað… Inca Kola?
Gylltar guðaveigar frá Perú