Morgunblaðið - 05.05.2011, Side 19

Morgunblaðið - 05.05.2011, Side 19
5. maí 2011 19 bílar Viðvörunarljós í Hilux Spurt: Ég er á 2007 árg. af Toyota Hilux, með TurboDiesel-vél og sjálf- skiptingu. Bíllinn er lítið breyttur (33“), ekinn 120 þús. km. Búið er að endurnýja spíssa. Ég var að aka í sandi í lága drifinu án sérstakra átaka þegar viðvörunarljós kviknaði í mælaborðinu („A/T-oil-temp“) og slokknaði svo eftir 10 sek. eða svo. Ekkert óeðlilegt var merkjanlegt við bílinn. Viku seinna kviknaði og slokknaði þetta sama ljós nokkrum sinnum í venjulegum akstri á jafn- sléttu á þjóðvegi. Í handbókinni er sagt að þetta ljós vari við ofhitnun sjálfskiptingarinnar. Hvað er þetta alvarlegt mál og er mér óhætt að nota bílinn svona? Svar: Reglan er sú að taka enga áhættu þegar viðvörunarljós lýsir. Pantaðu tíma hjá Toyota-verkstæði sem fyrst. Hins vegar er ekki ástæða til að hafa sérstakar áhyggjur af þessu ljósi svo lengi sem það slokkn- ar í akstri og ekki sjást merki um olíuleka undir bílnum. Í sjálfskipt- ingunni er hitaskynjari sem stjórnar þessu ljósi. Oftast er það skynjarinn sjálfur sem er bilaður. Hann kostaði um 10 þús. kr. síðast þegar ég vissi og fljótlegt að skipta um hann. Þá ætti þetta vandamál að vera úr sög- unni. Séu einhver merki um leka, sem er sjaldgæft, er ástæða til að láta athuga það sérstaklega. Ný kerti í gamlan risa Spurt: Ég er með Chevy Van af ágerð 1975, sjálfskiptur með 350 V8- bensínvél. Nú er hann farinn að ganga leiðinlega. Mér var bent á að líklega væri komið að því að end- urnýja kertin. Þeir hjá N1 segjast eiga kerti í þetta gamlan bíl og virð- ast þau vera á nokkuð sanngjörnu verði, rúmar 700 kr. stykkið. Og þá er það spurningin: Verð ég ekki að stilla bilið á nýju kertunum og hvað á það að vera mikið? Hvað annað ætti ég að hafa í huga í þessu sambandi? Svar: Þessi kerti hjá N1 eru af teg- undinni Autolite. Bilið á þeim á að vera 1,5-1,6 mm. Ef við gefum okkur að kertaþræðirnir séu í lagi þarftu ekki að gera annað en að þrífa útfell- ingar af töppunum innan í kveikju- lokinu. Sé mikil útfelling á töpp- unum bendir það til þess að þræðirnir séu lélegir. Hjá N1 eiga að vera til amerískir kertaþræðir frá STANDARD á skikkanlegu verði. Eðalvagn en eyðslufrekur Spurt:Ég er að velta fyrir mér kaup- um á Porsche Cayenne S af árgerð 2004. Veistu hvernig þeir hafa reynst hérlendis varðandi bilanir og viðhald? Verð á svona bíl er 3,5-4,2 m.kr. Þar sem ég bý fyrir norðan er ég að velta fyrir mér hvort ég muni lenda í einhverjum vandræðum með þjónustuna. Er þetta ef til vill von- laust dæmi? Svar: Þetta eru mjög vandaðir en eyðslufrekir bílar (sem endur- söluvirðið endurspeglar), enda efn- ismiklir og hlaðnir þægindabúnaði. Bensínbílarnir hafa komið mjög vel út með lága bilanatíðni. Aksturseig- inleikar og torfærugeta Porsche Ca- yenne eru í sérflokki. Ég á ekki von á öðru en að þjónustan sé ekki lakari fyrir norðan en hér á höfuðborg- arsvæðinu. Porsche Cayenne með Leó M. Jónsson svarar spurningum um bílamál Eyðslufrekir jeppar falla mest í verði Morgunblaðið/Golli Toyota Hilux á ferðinni. Reglan er sú að taka enga áhættu þegar viðvörunarljós lýsir, segir í bílapistli Leós þessa vikuna. Leó M. Jónsson véltæknifræðingur leoemm@simnet.is (Ath. Bréf geta verið stytt. Eldri spurningar og ítarlegri svör eru birt á www.leoemm.com) Sumarið er komið og fram- undan eru bílferðir um landið. Nú er ráð að huga að þrýstingi í varadekkinu og að öll áhöld séu í bílnum til að skipta megi um hjól. Í bílabúðum og á bensínstöðvum eru til útdrag- anlegir felgulyklar fyrir al- gengustu stærðir. Með þeim má losa rær/bolta sem venju- legir lyklar ráða ekki við. Margir nýir bílar, t.d. BMW, eru án varahjóls (er þinn einn þeirra?). Innan í felgunum er sérstakur meiður eða rim sem gerir kleift að aka á loft- lausu dekki á takmörkuðum hraða. Í handbókinni er sagt hve langt má komast á þeim búnaði. ÁBENDING Hugið að þrýstingi í dekkjum V6-TurboDiesel-vél er hins vegar með sparneytnustu lúxusjeppum. Af þeirri ástæðu og að hann kom ekki á markaðinn fyrr en 2009 árgerð er endursöluverð hans miklu hærra. JAZZ COMFORT Nýskráður 6/2010, ekinn 1200 km, bensín, sjálfskiptur. Verð kr. 2.840.000 HONDA CIVIC EXECUTIVE Nýskráður 3/2010, ekinn 10 þ.km, bensín, sjálfskiptur. Verð kr. 3.390.000 HONDA IMPREZA SPORT Nýskráður 10/2007, ekinn 40 þ.km, bensín, sjálfskiptur. Verð kr. 2.890.000 307 SW 2.0i Nýskráður 4/2007, ekinn 98 þ.km, bensín, sjálfskiptur. Verð kr. 1.790.000 PEUGEOT RAV-4 Nýskráður 5/2002, ekinn 119 þ.km, bensín, sjálfskiptur. Verð kr. 1.390.000 TOYOTA 206 PERFORMANCE S 1.6i Nýskráður 3/2007, ekinn 36 þ.km, bensín, sjálfskiptur. Verð kr. 1.690.000 PEUGEOT MITSUBISHI LANCER COMFORT Nýskráður 3/2004, ekinn 135 þ.km, bensín, sjálfskiptur. Ásett verð kr. 990.000 Tilboðsverð kr. 749.000 OPEL ASTRA ENJOY 1.8i Nýskráður 5/2007, ekinn 39 þ.km, bensín, sjálfskiptur. Ásett verð kr. 2.090.000 Tilboðsverð kr. 1.599.000 OPEL MERIVA ENJOY Nýskráður 2/2006, ekinn 52 þ.km, bensín, 5 gírar. Ásett verð kr. 1.390.000 Tilboðsverð kr. 990.000 TILBOÐ DAGSINS TILBOÐ DAGSINS TILBOÐ DAGSINS HR-V SMART Nýskráður 4/2005, ekinn 140 þ.km, bensín, sjálfskiptur. Verð kr. 1.190.000 HONDA ACCORD TOURER EXECUTIVE Nýskráður 10/2007, ekinn 96 þ.km, bensín, sjálfskiptur. Verð kr. 2.690.000 HONDA CR-V ES Nýskráður 1/2006, ekinn 88 þ.km, bensín, sjálfskiptur. Verð kr. 2.350.000 HONDA FOCUS C-MAX GHIA Nýskráður 12/2005, ekinn 58 þ.km, bensín, sjálfskiptur. Verð kr. 1.750.000 FORD Bílakjarnanum • Eirhöfða 11 • Sími 551 7171 • notadir.bernhard.isVið seljum bílinn fyrir þig! Opið laugardaga milli kl. 12:00 og 16:00 NOTAÐIR BÍLAR Á FRÁBÆRU VERÐI SUBARU

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.