Morgunblaðið - 05.05.2011, Side 22
bílar22 5. maí 2011
arctictrucks.is
Kletthálsi 3 | 110 Reykjavík
Sími 540 4900 | www.arctictrucks.is
DEKK
Mikið úrval
af jeppadekkjum
í stærðum 33-44”.
Ódýr og góð
þjónusta - lítil bið.
Kíktu í heimsókn!
Rover-bílar voru aldrei al-gengir hér á landi. Égman þó eftir að hafa séðbíl þessarar gerðar á
götunum hér fyrir margt löngu og
af einum sem er eitthvað laskaður
hafði ég spurnir austur í sveitum,“
segir Halldór Olesen í Daltúni 8 í
Kópavogi sem á og ekur um á Ro-
verR-100 sem er árgerð 1961, fram-
leiddur í Bretlandi.
Hreppti hnossið
Bílinn góða eignaðist Halldór árið
1989 og tók endurgerð hans um það
bil hálfan annan áratug. Fyrri eig-
andi bílsins Halldór Gíslason kom
með bílinn til landsins frá Bretlandi
árið 1977, hvar hann stundaði nám.
„Nafni minn hafði notað bílinn tals-
vert úti og fékk hann hjá eigand-
anum sem var númer tvö í röðinni,“
segir Halldór. „Roverinn hefur sem
sé ekki borið mörg númeraspjöld í
gegnum tíðina. Í Bretlandi hafði
hann YBK 788 og þegar hingað var
komið var númerið á plötum hans R
54564 og G 2512.“
Smáauglýsing í dagblaði haustið
1989 vakti athygli Halldórs á Rov-
ernum góða. Nokkrir sýndu bílnum
áhuga en Halldór hreppti hnossið.
„Ég held að úrslitum hafi ráðið af
hálfu seljandans að ég hugðist gera
bílinn upp í stað þess að fara á hon-
um strax út í umferðina,“ segir
Halldór sem tók sér góðan tíma til
að gera bílinn upp.
Það var svo vorið 2006 sem bíll-
inn fór aftur á götuna, þá með
skráningarnúmerið R 211. „Mér
finnst gaman að hafa komist yfir
þetta númer sem faðir minn, Alfred
Olesen, hafði lengi á sínum bílum,
meðal annars sem leigubílstjóri hjá
Hreyfli á upphafsárum stöðv-
arinnar.“
Halldór segir Roverinn hafa
hentað vel til endurgerðar; verið
heillegur og tiltölulega sléttur og
allt króm og listar í tiltölulega góðu
standi. Vél og gírkassa tók hann í
gegn til skoðunar og hreinsunar,
skipti um legur í gírkassa og bullu-
hringi í vél sem var annars í góðu
lagi. Allflesta varahluti reyndist
auðvelt að fá sérpantaða frá Eng-
landi. Hjólkoppar fengust svo hjá
Vala Koppasala á hinni rómuðu
hjólkoppasölu Hólmi ofan við
Reykjavík.
Fyrirmyndarbíll
„Ég slípaði niður lakk og lag-
færði það sem þörf var á. Svo
reyndust gólf og undirvagn í góðu
lagi. Sævar Pétursson vann svo bíl-
inn endanlega undir málningu og sá
um litaval og sprautun sem tókst
mjög vel og ég er ánægður með.
Bólstrun á sætum og endurnýjun á
topp var í höndum Auðunar Jóns-
sonar á Kársnesbrautinni hér í
Kópavogi, hann hefur meðhöndlað
þá marga. Frágangur á hurð-
arspjöldum og allt annað sá ég um
sjálfur. Sem sagt alveg fyrirmynd-
arfínn bíll og ég er sáttur,“ segir
Halldór Olesen að síðustu.
sbs@mbl.is
Kópavogsbúi keyrir um á fimmtíu ára gömlum Rover
Heillegur og
hentaði til
endurgerðar
Komið með á rúntinn! Halldór er hæstánægður enda bíladellukarl alveg af lífi og sál.
Bíllinn er góður, grænn og glansandi. Endurgerð hans tók fimmtán ár en nú er hann sem spánýr úr kassanum.
Eins og í breskum bílum er stýrið hægra megin sem Íslendingar eru óvanir.
Bílar
VW POLO SJÁLFSK. ÁRG. '07 EK. 29 Þ.KM
VW Polo 5 dyra, 1400, bensín, sjálfskiptur,
einungis ekinn 29 þús. km, til sölu. Heil
vetrar- og sumardekk fylgja. Upplýsingar í
síma 6947064 eða ins29@hi.is
VW GOLF 1600 COMFORT ÁRG. 2000
til sölu. Ekinn 196.000. Ný tímareim, vatns-
dæla, hvarfakútur, demparar, gormar og
dekk. Verð 540 þús.
Upplýsingar í síma 866 0784.
NISSAN ÁRG. '07, EK. 45.000 KM
Patrol í mjög góðu standi með öllum auka-
búnaði. Diesel. Stóra 35" breytingin frá
Arctic Trucks. Verð kr. 5,2 m. Uppl. í síma
772 9927.
SVÖRT HONDA CRV-ELEGANCE
ÁRG. 2007. Bílinn lítur vel út og er aðeins
keyrður 52 þ. km. Hann er sjálfskiptur og
það fylgir honum dráttarbeisli. Verð
3.390.000 kr. Upplýsingar í síma 8498501
VW Touareg árg. '04
Vel með farinn svartur Touareg V6,
bensín, ekinn aðeins 72 þús. km.
Leður, sóllúga, hiti + rafm. í sætum &
rúðum, ofl., ekkert áhv. Verð 2.950 þ. S.
896-0747.
Bátar
SKEMMTIBÁTUR
Til sölu 5,95M Quicksilver skemmtibátur
árg 2007. Flottur með góðri yfirbyggingu,
Webasto miðstöð, gashellu, handlaug,
dýptarmæli, gps, vhf talstöð, fisksjá,
útvarp/geislasp., björgunarvestum og
björgunarbát.115 hestafla Mercury utan-
borðsmótor. Verð 3,8 m. S. 893 6959.