Morgunblaðið - 09.05.2011, Síða 6

Morgunblaðið - 09.05.2011, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. MAÍ 2011 SÉRFRÆÐINGAR Í RAFGEYMUM Bíldshöfða 12 · 110 RVK · 577 1515 · www.skorri.is Mesta úrval landsins af rafgeymum í allar gerðir farartækja                 MEÐ ALLIR ÚT AÐ HJÓLA „Þessi orðaskipti voru á milli mín og viðmælenda minna og koma starfi Þingvallanefndar ekkert við,“ segir Þráinn Bertelsson, fulltrúi VG í Þingvallanefnd Alþingis. Á fundi nefndarinnar á fimmtudag var tekist á um hverja skyldi velja í dómnefnd vegna hugmyndavinnu um framtíð Þing- valla. Eftir að fundi var slitið mun Þorgerður Katrín Gunn- arsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hafa sagt við Þráin að engu hefði skipt hvaða nöfn hefðu komið frá Sjálf- stæðisflokknum, Þráinn hefði hafnað þeim öllum. Þá mun Þráinn hafa snöggreiðst og sagst ekki í neinum vandræð- um með að ræða við sjálfstæðismenn. Hann talaði bara ekki við „fasistapakk“ og beindi þá orðum sínum að Þor- gerði og Ragnheiði Elínu Árnadóttur. Þær hafa lagt fram bókun, krefjast afsökunarbeiðni og segja nefndina annars óstarfhæfa. Á fundinum gerðu þær athugasemdir við að formaðurinn, Álfheiður Ingadóttir, vildi með einstreng- ingslegum hætti koma ákveðnu fólki inn í dómnefndina. Þær hefðu lagt til ný nöfn í þeirri von að hægt yrði að ná samstöðu en ekki hefði verið neinn vilji til þess. Samkvæmt heimildum mun mestur styr hafa staðið um að Álfheiður vildi fá rithöfundinn Andra Snæ Magnason í dómnefndina, en verk hans eru umdeild. En er Þráinn, sem síðan hefur farið ófögrum orðum um Þorgerði á Facebook-síðu sinni og m.a. kallað hana „kúlu- lána- og íhaldsbelju,“ reiðubúinn að biðjast afsökunar til að skapa frið um nefndina? „Ekki fyrr en það frýs í víti,“ segir hann, en „það er velkomið að biðjast afsökunar þeg- ar þær og Sjálfstæðisfokkurinn hafa beðist afsökunar á því að valda hér þjóðfélagshruni.“ onundur@mbl.is Biður forláts þegar frýs í víti  Þráinn Bertelsson segir sjálfsagt að biðjast afsökunar þegar sjálfstæðismenn biðjast afsökunar á hruninu  Fór ófögrum orðum um fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Tengist ekki nefndinni » Álfheiður segir í yfirlýsingu að deilur Þráins og fulltrúa Sjálfstæðisflokks tengist ekki starfsemi Þingvallanefndar. » Fundurinn hafi verið mál- efnalegur, en atkvæði hafi ver- ið greidd um tvo lista með til- lögum um fólk í dómnefndina, ekki um einstaklinga. Nokkuð óvenjuleg guðsþjónusta var haldin í Akureyrarkirkju í gærkvöldi sem hluti af Kirkjulistaviku. Um var að ræða dansmessu þar sem sr. Svavar A. Jónsson messaði og dansaði ásamt söfnuði sínum á milli þess sem hann las upp úr ritningunni. Kirkjugestir voru á öllum aldri, frá börnum og upp úr og var frjálsleg stemning í kirkjunni. Það voru dansarar frá Point dans- stúdíói sem leiddu dansinn en höfundur dansa var Sigyn Blöndal og lék hljómsveit vikunnar undir. Markaði messan upphaf Kirkjulistaviku sem nú er haldin í Akureyrarkirkju í 12. sinn og stendur til 15. maí. Hafa helstu markmið hennar frá upphafi verið að efla samvinnu og tengsl listafólks við kirkjuna og gefa Akureyringum kost á að njóta þar góðra lista. Ljósmynd/Þorgeir Baldursson. Kirkjulistavika hófst með dansmessu í Akureyrarkirkju Dansandi prestur og söfnuður á Akureyri Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út síðdegis í gær að tón- listar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu, en boð höfðu borist frá brunaboða í húsinu. Nokkur viðbúnaður var vegna þessa en þegar fyrsti slökkvi- bíllinn kom á vettvang varð ljóst að ekki var um eldsvoða að ræða held- ur höfðu boðin borist vegna þess að verið var að tengja öryggiskerfi hússins. Slökkvilið var einnig kallað út aðfaranótt sunnudags vegna sinu- bruna í Elliðaárdal. Þegar þangað var komið var ljóst að eldur logaði í áningarbekk neðan við Bakka- hverfið í Breiðholti. Greiðlega gekk að slökkva eldinn en þeir sem kveiktu hann voru á bak og burt og náðust ekki. Slökkvilið kallað út að tónlistarhúsinu María Ólafsdóttir maria@mbl.is „Við ákváðum að byrja í Norðlinga- skóla þar sem skólastefnan þar er mjög sveigjanleg. Síðan vonumst við til að fólk fari að skoða betur heild- rænar lausnir og fleiri skólar sláist í hópinn,“ segir Sigríður Jónsdóttir, ADHD-markþjálfi og ráðgjafi, en fé- lagið Lifðu lífinu hefur undirritað samkomulag við skólann um að halda námskeiðið „Hvernig má auð- velda vinnuumhverfið í skólastofunni fyrir ADHD og aðrar raskanir“. Markmið félagsins er að aðstoða fólk við að öðlast betri andlega og líkamlega líðan til að það nái stjórn á lífi sínu og námskeiðin eru ætluð til að veita bæði kennurum og foreldr- um betri upplýsingar um hvað hægt sé að gera „en í meðferð á ADHD er meðal annars mikilvægt að börnin fræðist um hvernig þau geti unnið með sjálf sig. Sjálf byrjaði ég að blómstra í mínu lífi þegar ég fór að skilja sjálfa mig,“ segir Sigríður. Meiri fræðsla um úrræði  Börn með ADHD læri aðferðir til að vinna með sjálf sig Ljósmynd/hag Samstarf Forsvarsmenn félagsins Lifðu Lífinu og Norðlingaskóla undirrita samning um námskeiðshald er varðar meðferðarúrræði við ADHD. Ráðning umsjónarmanns á Bessa- stöðum var ekki í samræmi við fyrir- mæli stjórnsýslulaga, að mati Um- boðsmanns Alþingis. Í auglýsingu um starfið var tekið fram að meira- próf væri skilyrði fyrir ráðningu en sá sem var ráðinn hafði ekki slíkt próf. Honum var síðar gert að afla sér þeirra réttinda. Umboðsmaður telur einnig að for- setaskrifstofan hafi ekki hagað málsmeðferð sinni við öflun um- sagna og skráningu upplýsinga úr viðtölum við umsækjendur í sam- ræmi við upplýsingalög. Einnig tel- ur hann að rökstuðningur fyrir ráðn- ingunni hafi ekki verið í samræmi við stjórnsýslulög. Tveir umsækjendur kvörtuðu til umboðsmanns vegna ráðning- arinnar. Hann segist í niðurstöðu sinni telja ólíklegt að annmarkarnir á meðferð málsins leiði til ógildingar ráðningarinnar, vegna hagsmuna þess sem ráðinn var, en beinir hins vegar þeim tilmælum til forseta- skrifstofu að leita leiða til að rétta hlut umsækjendanna. Það sé verk- efni dómstóla að fjalla um hugsan- legar afleiðingar annmarkanna sem voru á meðferð málsins. Forseta- embættið braut lög Ráðning braut í bága við stjórnsýslulög Á morgun, þriðjudag, verður opið hús hjá félaginu Lifðu lífinu. Þar munu forsvarsmenn þess, sem all- ir hafa persónulega reynslu af ADHD-sjúkdómnum, deila reynslu- sögum sínum. Einnig munu gestir geta deilt reynslu sinni ef vill og kynnt sér starfsemina. Félagið miðar að því að vinna bug á sjúk- dómnum án lyfja, meðal annars með breyttu mataræði og aðstoð við uppeldisaðferðir. Meðferð án lyfja BREYTT MATARÆÐI OG AÐSTOÐ VIÐ UPPELDISAÐFERÐIR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.