Morgunblaðið - 09.05.2011, Page 15

Morgunblaðið - 09.05.2011, Page 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. MAÍ 2011 F í t o n / S Í A Virðing RéttlætiVR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS meðal félagsmanna um nýgerðan kjarasamning VR og SA hefst miðvikudaginn 11. maí kl. 9:00. Nánari upplýsingar um samninginn og atkvæðagreiðsluna á heimasíðu VR, www.vr.is Kjörstjórn VR Rafræn allsherjar- atkvæðagreiðsla heilbrigðara umhverfi = betri líðan = bjartari framtíð Ráðstefna Vistbyggðarráðs og Vistmenntar Norræna húsinu, fimmtudaginn 12. maí 2011 kl. 9:00-16:00 Fyrri hluti: erindi kl. 9:00 - 12:30 Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra. Martin Haas, arkitekt hjá Behnisch Architekten í Þýskalandi. Mikael Koch, arkitekt hjá Danskeark í Danmörku. Mark Clough, verkfræðingur hjá Genex í Bretlandi. Helga J. Bjarnadóttir, sviðsstjóri Umhverfissviðs EFLU. Harpa Birgisdóttir, sérfræðingur hjá SBi í Danmörku. Dennis Carlberg, arkitekt og forstöðumaður sjálfbærnimála við Boston University. Seinni hluti: málstofur kl. 13:30 - 16:00 Vottunarkerfi – mikilvæg tæki eða markaðsvara ? (á ensku) Kynning á starfi vinnuhópa Vistbyggðarráðs (á íslensku) Skráning og nánari dagskrá á www.vbr.is og www.ai.is Fólksflóttinn frá Líbíu heldur áfram. Greint var frá því í gær að björgunarmenn frá Ítalíu hefðu unnið þrek- virki þegar 400 líbískum flóttamönnum var bjargað úr sjónum undan ströndum eyjunnar Lampedusa. Þessi börn voru hins vegar mynduð í gær í flóttamannabúð- um staðsettum við landamæri Líbíu og Túnis. Reuters Ekkert lát á fólksflótta frá Líbíu Anders Fogh Rasmussen, fram- kvæmdastjóri Atlantshafsbanda- lagsins (NATO), sagði í viðtali við bandarísku sjónvarpsstöðina CNN í gær að farsælla væri að leysa vanda- mál Líbíu á pólitíska sviðinu fremur en með vopnavaldi. „Spilið er búið hjá Gaddafi. Hann hlýtur að átta sig á því fyrr en síðar að stjórn hans á sér enga framtíð,“ sagði Fogh Rasmussen. Atlantshafsbandalagið hefur staðið fyrir loftárásum á hern- aðarmannvirki í Líbíu frá því í mars. Hins vegar hefur ekki tekist að koma í veg fyrir árásir líbíska hers- ins á óbreytta borgara þar í landi. Fleiri nefndu ástandið í Líbíu í gær. Dick Cheney, fyrrverandi vara- forseti Bandaríkjanna, sagði að Bandaríkin hefðu hingað til átt að beita herafla sínum af meiri þunga í Líbíu. Stefna bandarískra stjórn- valda hefði hingað til ekki verið nægilega skýr í málinu. thg@mbl.is „Spilið er búið hjá Gaddafi“ Vill leysa málið á póli- tískum forsendum Þórður Gunnarsson thg@mbl.is Réttu ári eftir að Evrópusambandið (ESB) veitti gríska ríkinu 110 milljarða evra neyðarlán (18.000 milljarðar króna) þurfa Grikkir nú að endursemja um skilmála lánsins. Fulltrúar Grikklands og ESB funduðu í Lúxemborg síðastliðinn föstudag, en fram kom á þeim fundi að Grikkir gætu ekki staðið við ákveðna skilmála neyðarlánsins. Eitt skilyrða sem ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn settu fyr- ir veitingu neyðarlánsins til Grikkja í maí 2010 var að ráðist yrði í skuldabréfaútboð á alþjóðamörk- uðum snemma á árinu 2012. Grískir embættis- menn þykjast nú vita að slíkt útboð myndi ekki bera árangur sem skyldi. Heildarskuldir gríska ríkisins nema um 340 milljörðum evra. „Markaðir eru ennþá fullir vantrúar á Grikklandi,“ var haft eftir fjármálaráð- herra Grikklands, George Papaconstantinou, í gær. Grikkland þarf á 25 til 30 milljörðum evra að halda á næsta ári til að geta mætt fyrirliggjandi gjalddögum. Sú fyrirgreiðsla sem þegar hefur fengist úr neyðarsjóði ESB nægir ekki til að mæta gjalddögunum. Haft var eftir ónefndum grískum embættismanni á vef Financial Times í gær að Grikkir kynnu að freista þess að semja um leng- ingu á hluta útistandandi lána. Financial Times greindi síðan frá því í gær að evrópskir embættis- menn hefðu komið því til skila við Grikki að lítið vit væri í því að leggja alla áhersluna á auknar lántök- ur, meðan hagræðing í ríkisrekstri og baráttan gegn skattsvikum þar í landi sætu á hakanum. Deildar meiningar eru meðal aðildarþjóða ESB um hvernig eigi að taka á vandamálum Grikkja. Bretar hafa til að mynda gefið skýrt til kynna að þeir muni ekki taka þátt í stækkun björgunarsjóðs til handa Grikklandi. Fjármálaráðherra Breta, George Osbourne, sagði í gær að breytingar á samkomulaginu við Grikki væru óumflýjanlegar. „Við viljum sannarlega ekki vera hluti af nokkurs konar björgunaraðgerð til handa Grikklandi,“ sagði Osbourne. „Ég sé okkur varla skrifa undir ávísun frá breskum skattgreiðendum til Grikkja eða Portúgala eða nokkurra annarra. Írland var hins vegar sérstakt tilfelli,“ en Bretland hefur þegar veitt Írum fyrirgreiðslu. Grikkland þarf aukna aðstoð  Eitt ár liðið frá björgunarpakka ESB  Þurfa að endursemja um skilmála „Markaðir eru ennþá fullir vantrúar á Grikklandi.“ George Papaconstantinou, fjármálaráðherra Grikklands Bandarísk stjórnvöld segjast ekki hafa nein sönnunargögn undir höndum sem sýni fram á að pak- istönsk stjórnvöld hafi haft vitn- eskju um að hryðjuverkamaðurinn Osama Bin Laden hafi dvalist í fel- um þar í landi. Thomas E. Donilson, háttsettur þjóðaröryggisráðgjafi, segir að Pakistan sé mikilvægur bandamaður í baráttu Bandaríkj- anna gegn hryðjuverkasamtök- unum al-Qaeda. Pakistönsk yfir- völd hafa nú fjölskyldumeðlimi Bin Ladens í haldi, en hafa ekki gefið Bandaríkjamönnum heimild til yf- irheyrslna á því fólki hingað til. thg@mbl.is Segja pakistönsk stjórnvöld ekki hafa vitað af Bin Laden Bandarískir embættismenn halda áfram að þrýsta á kín- verska kollega sína um að gjald- miðli Kína, jú- aninu, verði leyft að styrkjast. Fjármálaráð- herrar Banda- ríkjanna og Kína, Tim Geithner og Wang Qishan, ræddu þau mál og önnur á fundi um helgina. Hingað til hafa Kínverjar ekki viljað leyfa júaninu að styrkj- ast til að halda útflutningi landsins öflugum. Hins vegar gæti það breyst núna, vegna versnandi horfa um verðbólgu í Kína. thg@mbl.is Þrýsta enn á um styrkingu júans Tim Geithner fjár- málaráðherra Stjórnvöld í afríska ríkinu Búrkína Fasó lýstu í gær yfir þjóðarsorg vegna rútuslyss sem átti sér stað í nágrannaríkinu Tógó fyrir helgi. Alls fórust 28 manns í rútuslysinu, en þar af voru 24 frá Búrkína Fasó. Rútan var á leið frá höfuðborg landsins, Ouagadougue, en slysið átti sér stað við þorp í Tógó. Auk þeirra 28 sem létust slösuðust 42. Fánar verða dregnir í hálfa stöng á öllum opinberum byggingum í Búrkína Fasó í dag. thg@mbl.is Þjóðarsorg í Búrkína Fasó vegna slyss

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.