Morgunblaðið - 09.05.2011, Page 24

Morgunblaðið - 09.05.2011, Page 24
24 DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. MAÍ 2011 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand ÞAÐ ER EITTHVAÐ FLJÓTANDI Í KJÚKLINGASÚPUNNI MINNI ÞETTA ER KJÚKLINGABITI EN ÞAÐ ER MEÐ VÆNGI KJÚK- LINGAR ERU MEÐ VÆNGI MIG LANGAR EKKERT AÐ VERÐA FORSETI MIG LANGAR BARA AÐ VERÐA HÚSMÓÐIR OG GÓÐ MAMMA, ÞEGAR ÉG VERÐ STÓR ÞANNIG AÐ ÞAÐ ER ENGIN ÁSTÆÐA FYRIR MIG AÐ FARA Í LEIKSKÓLA EINU SINNI LOFAÐIR ÞÚ MÉR AÐ ÞÚ MYNDIR KAUPA ÞENNAN KASTALA HANDA MÉR JÁ, EN NÚNA ER EKKI RÉTTI TÍMINN... ÉG ER AÐ BÍÐA EFTIR ÞVÍ AÐ HANN FARI Á NAUÐUNGARUPPBOÐ ÞÉR TÓKST ÞAÐ ÁSTIN MÍN! JÁ, EN ÞESSIR 40 KM VORU MIKLU ERFIÐARI EN ÉG HÉLT AÐ ÞEIR YRÐU ÉG ER SVO ÁNÆGÐ MEÐ AÐ ÞÚ SKULIR HAFA HJÓLAÐ Í MINN STAÐ ÞRÁTT FYRIR AÐ ÞÚ HEFÐIR ÞÍNAR EFASEMDIR JÁ, ÉG LÆRÐI SVOLÍTIÐ ÞAÐ ER MIKLU MEIRA GEFANDI AÐ LEGGJA EITTHVAÐ Á SIG FYRIR MÁLSTAÐ, HELDUR EN AÐ SENDA BARA ÁVÍSUN SVO AÐ ÞÚ KEMUR MEÐ NÆST? ÉG ER EKKI Í NÓGU GÓÐU FORMI TIL AÐ GERA ÞETTA AÐ STAÐALDRI HVAÐ ÆTLARÐU AÐ REYNA AÐ FÁ MIG TIL AÐ GERA FYRIR ÞIG? ÉG ÞARF Á KRÖFTUM ÞÍNUM AÐ HALDA, VIÐ AÐ FREMJA RÁN ÉG ÆTLA EKKI AÐ LEGGJA GLÆPI FYRIR MIG ÞÚ ÞARFT EKKI AÐ GERA ÞAÐ ÞÚ ÞARFT BARA AÐ FREMJA EITT RÁN OG SVO EKKI MEIR EFTIR ÞAÐ VERÐ ÉG ORÐINN MOLDRÍKUR OG SÁTTUR ÞAÐ ER EKKERT SKRÍTIÐ AÐ HANN LÍTI KJÁNALEGA ÚT, HANN ER “ÚR HAFNA- FYRÐINUM” Ódýr matur Allnokkuð er bæði rætt og ritað um fá- tækt á Íslandi um þessar mundir. Í því sambandi langar mig til þess að benda þeim, sem eiga varla til hnífs og skeiðar, á ódýrt fæði, sem er bæði hollt og gott. Í þau ár, sem ég var búsettur í Sló- vakíu var mikið um þjóðarrétti á borð- um. Einn þeirra samanstóð af soðn- um kartöflum, brúnuðum lauki og súrmjólk. Þessi matur var oft á borðum hjá Slóvökum og sér- staklega á stríðstímum, þegar lítið annað var að hafa. En uppskriftin er þessi: Laukur er brúnaður á pönnu í sólblómaolíu og síðan eru soðnar kartöflur með skrælinu skornar niður á pönnuna, þegar laukurinn er orðinn hæfilega brúnaður. Þessu er blandað saman á pönnunni og smá salti stráð yfir. Síðan er þetta borið fram með glasi af súrmjólk. Matur þessi er bæði ódýr og fljót- lega matreiddur. Hann er einnig hollur og bragðast vel og sem allir ættu að ráða við að elda, þó þeir kunni ekki mikið fyrir sér í matreiðslu. Þó fólk í Slóvakíu búi almennt betur nú til dags en á stríðs- tímum eru ennþá margir, sem hafa þennan mat á borð- um og njóta hans. Sumir taka hann jafnvel fram yfir nú- tímalegri rétti. Þessa einföldu máltíð ætti fólk að geta haft á borðum án mikils tilkostn- aðar og fyrirhafnar. Því datt mér í hug að deila þessu, ef það gæti komið einhverjum að gagni í kreppunni. Eða er „fátæktin" á Ís- landi kannski af annarri stærð- argráðu og af öðrum toga spunn- in? Einar Ingvi Magnússon. Ást er… … svefnfélagar. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Aflagrandi 40 | Vinnustofa kl. 9. Út- skurður/myndlist kl. 13. Félagsvist kl. 13.30. Árskógar 4 | Handavinna/Smíði/ Útskurður kl. 9. Félagsvist kl. 13.30. Myndlist kl. 16. Dalbraut 18-20 | Myndlist og postu- lín kl. 9, leikfimi kl. 10, brids kl. 13. Dalbraut 27 | Handavinnustofa kl. 8, bænastund kl. 9.30, leikfimi kl. 11. Upplestur á 2. hæð kl. 14. Listamaður mán. Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids kl. 13. Kaffi/spjall kl. 13.30. Félagsheimilið Boðinn | Jóga kl. 9. Botsía kl. 11. Handverksklúbbur Val- dórs kl. 13. Félagsheimilið Gjábakki | Handa- vinnustofa, leiðbeinandi til hádegis, botsía kl. 9.30, lomber kl. 13, kanasta kl. 13.15. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Postulín kl. 9, ganga kl. 10, handa- vinna og brids kl. 13, félagsvist kl. 20.30. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Kvennaleikfimi kl. 9.15, 10, 11, vatns- leikfimi kl. 12.10. Hluti vorsýningar ennþá í Jónshúsi, poolsalur lokaður til miðvikudags. Félagsstarf eldri borgara í Mos- fellsbæ | Þann 11. maí ferð í Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn, þar stendur yf- ir sýning á listaverkum Barböru Árna- son. Einnig verður farið í Nátt- úrufræðistofu Kóp. í næsta húsi. Lagt af stað kl. 13 frá Hlaðhömrum. Skrán- ing í síma 5868014 og 6920814. Félagsstarf Gerðubergi | Vinnustofur kl. 9, m.a. fjölbreytt handavinna. Vatnsleikfimi kl. 9.50. Frá hádegi er spilasalur opinn. Kóræfing kl. 15.30. Fimmtud. 12. maí leikhúsferð í Þjóð- leikhúsið, ,,Allir synir mínir“. Háteigskirkja - starf eldri borgara | Félagsvist kl. 13, kaffi og samfélag. Hraunbær 105 | Handavinna kl. 9, bænastund kl. 10, Helga fótafræðingur á staðnum, tímapantanir í síma 6984938. Hárgreiðslustofa Fjólu er opin kl. 9-14, tímapantanir í síma 8946856. Hraunsel | Ganga kl. 10 frá Hauka- húsi, glerbræðsla kl. 13, tréskurður kl. 13, félagsvist og botsía kl. 13.30, vatnsleikfimi kl. 14.40. Hvassaleiti 56-58 | Jóga kl. 8.30, 9.30 og 10.30. Vinnustofa kl. 9. Brids kl. 13. Hádegisverður, miðdagskaffi. Hæðargarður 31 | Við Hringborðið kl. 8.50. Listasmiðja kl. 9. Félagsvist kl. 13.30. Baráttuhópur um bætt veðurfar miðvikudag kl. 13.30; Páll Berþórsson. Tónar og Trix frá Þorlákshöfn í heim- sókn hjá Sönghóp Hjördísar Geirs fimmtudag kl. 13.30. Íþróttafélagið Glóð | Ringó í Smár- anum kl. 11.30. Korpúlfar Grafarvogi | Ganga í Egils- höll kl. 10 í dag og botsía í Eirborgum, Fróðengi kl. 13.30. Sjúkraleikfimi kl. 14.30 á sama stað. Á morgun þriðju- dag er sundleikfimi kl. 9.30. Norðurbrún | Botsía kl. 10, handa- vinna kl. 9. Samvera með djákna kl. 14. Útskurður kl. 13. Vesturgata 7 | Handavinna, botsía, leikfimi kl. 9.15. Tölvukennsla kl. 12. Kóræfing kl. 13. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja, bókband og postulín kl. 9. Morg- unstund kl. 9.30. Botsía kl. 10. Fram- h.saga kl. 12.30. Handavinnustofa kl. 13. Spil kl. 13. Stóladans kl. 13. Davíð Hjálmar Haraldsson lasum það á Mbl.is að kaffi- drykkja, kynlíf og það að snýta sér gæti aukið hættuna á heilablóðfalli samkvæmt niðurstöðum hollenskra lækna við Háskólann í Utrecht. Allt ylli þetta hærri blóðþrýstingi sem gæti sprengt æðar. Honum varð að orði: Í lífinu menn leika að eldi, læknar segja þig fá slag við hnerra að morgni, kaffi að kveldi og kynlíf eftir sólarlag. Pétur Stefánsson er ánægður með hlýrri og bjartari tíð: Árstíð þessi er eins og draumur, ilm af gróðri að vitum ber. Um mig hríslast unaðsstraumur alltaf þegar vora fer. Árni Jónsson í Kotabyggð fór að vinna flag í gærmorgun og sáði korni í flagið seinnipartinn. Tæti ég gráan tyrfinn svörð, torfið hráa saxa, fræin smáu fel í jörð fljótt svo nái að vaxa. Davíð Hjálmar Haraldsson heyrði af því og sendi honum kveðju: Árni sá ei svanga hjörð er svipti gráu stéli. Grjónum sáði í grýtta jörð. Gæsir náðu méli. Kristján Eiríksson er einnig í vorhugleiðingum og slær á létta strengi: Víst gaman er þá golan hlý gleður fugl í mónum og Austurvöllur enn á ný angar af gömlum rónum. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af kaffi og kynlífi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.