Morgunblaðið - 20.06.2011, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 20.06.2011, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. JÚNÍ 2011 Hallur Már hallurmar@mbl.is Í dag mun dr. Daniel Fisher taka þátt í opnu málþingi um geðheilbrigðismál sem samtökin Hugarafl, Manía og Unghugar standa fyrir. Fisher býr að afburðamenntun. Hann er með BA-gráðu frá Prince- ton, lauk doktorsprófi í lífefnafræði við Wisconsin-háskóla og læknanámi í George Washington-háskóla. Þá afl- aði hann sér starfsréttinda í geðlækn- ingum í Harvard. Í dag er hann fram- kvæmdastjóri í National Empowerment Center, stofnun sem berst fyrir vitundarvakningu um bata frá geðsjúkdómum, og starfandi geð- læknir í Massachusetts. Háði baráttu við geðklofa Það sem gerir Fisher einstakan er að hann hefur sjálfur háð baráttu við geðsjúkdóm. Á sjöunda áratugnum sem ungur maður háði hann baráttu við geðklofa og var þrisvar sinnum lagður inn á geðsjúkrahús. Eftir að hafa náð bata með viðtalsmeðferð ákvað hann að nýta reynslu sína af innlögnum og notkun lyfja til að hjálpa öðrum sem geðlæknir. Hann er einn fárra geðlækna sem ræða op- inberlega um reynslu sína af geð- sjúkdómum í baráttu sinni fyrir eyð- ingu þeirra skoðana að ekki sé hægt að ná bata af geðsjúkdómum. Fisher nýtur virðingar í sínu fagi og var skipaður í fagnefnd Hvíta hússins um geðlækningar árið 2003. Fisher segir að í sínu tilfelli hafi valdefling og trú annarra á getu hans til að kljást við sjúkdóminn skipt höf- uðmáli í átt að bata en Fisher hefur lifað eðlilegu lífi án lyfja í þrjátíu ár. Aðferðin gegnir lykilatriði í hug- myndafræði Fishers þar sem fjöl- skylda, vinir og fólk í svipaðri stöðu höfðu trú á því að hann gæti náð full- um bata. Eftir vist sína á sjúkra- húsum og reynslu af notkun lyfja seg- ir hann að hinn raunverulegi bati hafi átt sér stað með því að læra að hafa samskipti við fólk að nýju. Vísindin sem flótti Fisher varð fyrir áfalli sem barn þegar hann var beittur kynferðislegu ofbeldi af kennara sínum. Þetta varð til að hann náði ekki þroskast og mót- ast eðlilega. Fisher segist ekki hafa getað treyst öðru fólki og að hans eigin sjálfsmynd hafi jafnframt verið brengluð. Sem ungur maður var hann feiminn og hlédrægur en sjúkdóm- urinn tók völdin þegar kona Fishers yfirgaf hann. Á sama tíma og hann greindist með geðklofa starfaði hann sem lífefnafræðingur. Áfallið varð til að Fisher hörfaði inn í eigin heim í vísindastarfi þar sem hann fyrir kald- hæðni örlaganna rannsakaði líf- efnafræði í tengslum við geðklofa. Fisher varð heltekinn af starfinu og sýn hans á heiminn varð bundin við efnafræði, í stað fólks sá hann efna- hvörf. Stór þáttur af bata hans var að gera greinarmun þar á milli þ.e. að mannleg og andleg málefni gætu ver- ið forsenda fyrir efnafræðilegum breytingum. Í þessu samhengi segist Fisher hafa miklar áhyggjur af því hvar áherslur liggja bæði í eigin þjóðfélagi og víðar. Of mikil áhersla segir hann að sé lögð á vísindin þegar hið mann- lega sé í raun mun mikilvægari þáttur í geðheilbrigði. Reynsla hans sé lýs- andi fyrir það hvert sú leið liggi. Sé of mikil áhersla lögð á efnafræði heilans segir Fisher að höfuðatriði á borð við merkingu, tilgang og sérkenni ein- staklinga glatist. Vélvæðing samfélagsins Þegar Fisher var sem veikastur trúði hann að allar mannverur væru vélmenni og honum finnst uppbygg- ing vestræns samfélags í raun gera fólk vélrænt í eðli sínu. Fisher bendir á tæknivæðingu í samskiptum í þeim efnum, þar sem samskiptatól á borð við iPhone stýra eðli samskiptanna. Meðferð Fishers fólst í viðtölum við geðlækni sem sjálfur hafði séð hermenn og flóttafólk ná fullum bata af geðsjúkdómum í kjölfar áfalla. Trú hans á getu Fishers til að ná bata gegndi lykilatriði. Fisher mælist ekki til að þeir sem eigi við geðraskanir stríða hætti notkun lyfja. Samt sem áður náði hann sínum bata nánast al- farið með viðtalsmeðferð. Þegar hann var lagður inn á sjúkrahús var lyfjum dælt í hann gegn vilja hans en í sam- ráði við lækninn sinn trappaði hann skammtinn niður þegar hann kom út. Fisher bendir líka á að rannsóknir WHO hafi gert rannsóknir á bata í þróunarlöndum þar sem batahlutfall er hærra en á Vesturlöndum þó að notkun geðlyfja þar sé miklu minni. Sérfræðivæðing og fordómar Fisher segir merkilegt að for- dómar gagnvart geðsjúkdómum séu í raun meiri nú en þegar hann var veik- ur. Hugarfar hippanna segir hann hafi skipt verulegu máli, samfélagið og samskipti hafi verið ofar á baugi þá en nú. Nú sé allt sérfræðingavætt í tengslum við mannleg málefni. Fyrir 20 árum varð sú skoðun ráðandi í heilbrigðisstéttinni að geðsjúkdómar væru líffræðilegir gallar. Í fyrstu var haldið að það myndi vinna gegn for- dómum gagnvart geðrænum vanda- málum. Raunin sé þó sú að fordómar hafi í raun aukist þar sem margir haldi að ekki sé hægt að yfirstíga geð- ræna sjúkdóma. Fisher segir mörg dæmi um að fólk hafi náð að yfirstíga veikindi sín. Til þess þurfi rétt þjálfað starfsfólk, stuðningshópa, samtöl við jafningja og ekki síst von um bata. Þörf sé á hugarfarsbreytingu til að slíkar framfarir geti orðið víðar. Málþingið verður í HÍ við Stakka- hlíð á milli kl. 16 og 18 í dag. Geðlæknir talar um geð- ræn vandamál af reynslu  Sjálfur lagður inn á geðsjúkrahús  Telur of mikla áhersla lagða á vísindin Morgunblaðið/Ernir Talar af reynslu Dr. Daniel Fisher er geðlæknir og lífefnafræðingur sem hefur barist við geðklofa. Janus Arn Guðmundsson janus@mbl.is Bæjarstjórn Garðabæjar samþykkti á fundi sínum sl. fimmtudag að hald- ið yrði áfram með uppbyggingu á nýjum miðbæ Garðabæjar, en fram- kvæmdum var frestað í byrjun hruns eða árið 2009. Þetta kemur fram í nýjum viðauka við samkomu- lag sem gert var við fyrirtækið Klasa ehf., sem mun sjá um áfram- haldandi byggingu miðbæjarins. Hætt við niðurrif Samkvæmt nýjum viðauka hef- ur verið gerð töluverð breyting á framkvæmdunum sem fyrirhugaðar voru, en þegar framkvæmdir voru settar í frost árið 2009 átti að rífa Garðatorg 1 (gamla Hagkaups- húsið). Nú hefur verið hætt við þessi áform og ætlar bærinn að nýta það húsnæði til framtíðar undir Hönn- unarsafn Íslands o.fl. en fyrsta hluta verkefnisins er nú lokið. „Framkvæmdir munu hefjast innan 18 mánaða, en þá verður byrj- að á íbúðabyggingum,“ segir Erling Ásgeirsson, formaður bæjarráðs Garðabæjar, og bætir við: „Fram- kvæmdirnar eru búnar að vera í frosti en nú fer ísinn að bráðna, haf- ist verður handa með þriðja hluta verkefnisins eigi síðar en árið 2014.“ Þar munu rísa á annað hundrað íbúðir ásamt verslunarkjarnanum.“ Ísinn bráðnar af fram- kvæmdum í nýjum miðbæ Morgunblaðið/Jakob Fannar Garðatorg Töluverð breyting á fyrirhuguðum framkvæmdum  Áframhaldandi uppbygging Framkvæmdir » Framkvæmdir vegna íbúðabygginga munu hefjast innan 18 mánaða. » Hafist verður handa með þriðja hluta verkefn- isins, verslunarkjarna og íbúðir, eigi síðar en árið 2014. Georg Guðni Hauks- son listmálari varð bráðkvaddur laugar- daginn 18. júní sl. Hann fæddist í Reykjavík 1. janúar 1961. Foreldrar hans eru Karitas Jónsdóttir kjólameistari og Haukur Tómasson jarðfræðingur. Georg Guðni stund- aði nám við Myndlista- og handíðaskóla Ís- lands í Reykjavík 1980-1985 og síðan við Jan Van Eyck Aca- demie í Maastricht í Hollandi 1985- 1987. Fyrsta einkasýning hans í Nýlista- safninu í Reykjavík árið 1985 vakti mikla athygli, enda birtist þar sér- stök sýn á íslenskt landslag í fjalla- myndum hans og markaði upphaf að ferli hans sem frumkvöðuls í endur- reisn landslagsmálverksins með ný- stárlegri túlkun form- rænt og hugmyndalega. Georg Guðni hélt fjöl- margar málverkasýn- ingar víða um heim og hlaut margvíslega viður- kenningu fyrir verk sín, m.a. Menningarverðlaun DV árið 1988, tilnefn- ingu til Ars Fennica- verðlaunanna árið 2000 og þrívegis tilnefningu til Carnegie-verð- launanna. Verk hans eru í eigu margra listasafna á Íslandi og erlendis. Listasafn Íslands hélt yfirlitssýningu á verkum hans árið 2003 er hann var einungis 42 ára. Hann sat í stjórn sjóðs Richard Serra, í safnráði Listasafns Íslands og kenndi í Listaháskóla Íslands og víðar. Georg Guðni lætur eftir sig eigin- konu, Sigrúnu Jónasdóttur, og fimm börn á aldrinum 8-23 ára. Andlát Georg Guðni Hauksson Fullur bati eftir geðsjúkdóma segir Fisher að náist þegar einstaklingar nái að fylla líf sitt merkingu. Með því að eignast vini, stunda atvinnu, halda eigið heimili og bera ábyrgð á eigin fjárhag nái fólk að gerast full- gildir samfélagsþegnar. Eftir að hafa háð baráttu við geðræn vanda- mál segir Fisher við hæfi að tala um endurheimt lífsins. Hann sé sjálfur gott dæmi um að það sé hægt og bendir á að hann gegni mikilli ábyrgð í starfi, sé í hjónabandi, sé faðir o.s.frv. Hann neytir áfengis í hófi en heldur sig frá skynörvandi lyfjum á borð við marijúana og LSD sem ollu vandamálum þegar sjúk- dómurinn herjaði á hann á sjöunda áratugnum. Fisher segir að lengi vel hafi al- mennt verið álitið að einungis væri hægt að halda sjúkdómnum niðri. Sífellt oftar sé þó talað um fullan bata í tengslum við geðsjúkdóma. Hann segir hugarfarið í Bandaríkj- unum og jafnvel Evrópu hafa tekið miklum breytingum á undanförnum árum þar sem ekki sé lengur litið hornauga að tala um bata. Finnska aðferðin Í því samhengi bendir hann á at- hyglisverðan árangur sem finnsk yf- irvöld hafi náð í baráttu sinni gegn geðrænum vandamálum í Norður- Finnlandi þar sem staðan hafi verið alvarleg og um 4-5% íbúanna glímdu við geðklofa. Þar varð hugarfarsleg bylting sem fólst í því að líta ekki lengur á vandamálið sem eingöngu persónubundið. Sjúkdómurinn er ekki síður talinn eiga rætur sínar í tengslaneti viðkomandi ein- staklinga. Meðferðin fer því fram á meðal allra í nánasta umhverfi þess sem á við vandamál að stríða. Með- ferðin felur í sér afar litla notkun á geðlyfjum og í stað þeirra eiga sér stað dagleg samtöl um stutt skeið á milli þjálfaðs starfsfólks og fólks í kringum einstaklinginn. Afrakst- urinn segir Fisher einn besta árang- ur sem náðst hefur í baráttunni við geðklofa sem mælst hefur í vest- rænu samfélagi. Morgunblaðið/Ernir Barátta Hugarafl stendur að mál- þinginu í HÍ í Stakkahlíð í dag. Má loksins tala um fullan bata

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.