Morgunblaðið - 20.06.2011, Page 9

Morgunblaðið - 20.06.2011, Page 9
Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Hugmyndin er að leyfa útlend- ingum að smakka íslenskan mat,“ segir Sigmundur Helgason, 17 ára menntaskólanemi, sem ásamt félaga sínum úr körfuboltanum, Hlyni Hreinssyni, hefur opnað söluskúr við Ísafjarðarhöfn. Þar er vel pipraður plokkfiskur efst á matseðlinum en einnig rækjuborgarar og fleiri réttir fyrir þá sem ekki vilja plokkarann. Farþegar skemmtiferðaskipanna ganga hjá skúrnum þegar þeir koma í land. Stórt skip var á Ísafirði fyrsta daginn sem strákarnir höfðu opið. Fólkið er í fæði um borð og kemur ekki svangt í land. Hlynur og Sig- mundur lögðu sig þó fram um að láta vita af sér og nokkrir komu til að kaupa sér litla skammta, til að smakka. Þar eignaðist fyrirtækið sína fyrstu aðdáendur en því miður er dagskrá skipanna þannig að ekki eru líkur á að þetta fólk komi aftur til Ísafjarðar. Fer í reynslubankann Ekki er aðeins verið að stíla inn á ferðamennina því heimamenn hafa tekið framtakinu vel. „Eruð þið með plokkfisk hér?“ spyr aðvífandi viðskiptavinur og greinilegt er að fiskisagan flýgur um bæinn. Þessi er matmaður og biður um tvo stóra skammta til að taka með heim, ásamt rúgbrauðinu sem fylgir, og bætir síðan þriðja skammt- inum við, svona til öryggis. Annar kúnni sem er í sömu hugleiðingum, ættaður úr Djúpinu, staðfestir að plokkfiskurinn sé eins og hann var matreiddur í Djúpinu. Sigmundur og Hlynur réðust í það að leigja sér skúr og setja upp fyr- irtækið, með dyggum stuðningi for- eldra sinna, til að geta stundað æf- ingar í sumar. Þeir eru báðir í körfuboltanum, að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokki, og þurfa að koma í góðu líkamlegu standi til leiks í haust. Þeir eru því að lyfta og styrkja sig. Erfitt er að mæta reglu- lega á æfingar, þegar menn eru í al- mennri vinnu. Foreldrarnir hafa lof- að að leysa þá af, þegar þeir þurfa að fara á æfingar. „Það er lærdómsríkt og skemmti- legt að prófa þetta. Vonandi gefur þetta einhvern pening líka,“ segir Sigmundur um reynsluna af því að stofna fyrirtæki og starfa sjálfstætt. „Þetta fer beint í reynslubankann,“ bætir Hlynur við. Selja plokkfisk og rækjuborgara  Tveir ungir körfuboltamenn stíga sín fyrstu skref í sjálfstæðri starfsemi  Bjóða ferðafólki og heimamönnum fiskrétti úr söluskúr við Ísafjarðarhöfn Ljósmynd/Halldór Sveinbjörnsson Athafnamenn Hlynur Hreinsson og Sigmundur Helgason afgreiða sjálfir í matsöluskúrnum við Ísafjarðarhöfn. FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. JÚNÍ 2011 Janus Arn Guðmundsson janus@mbl.is Þórir Kr. Þórisson, fyrrverandi bæjarstjóri í Fjallabyggð, ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur, en hann mun hjóla frá Seltjarnarnesi til Siglufjarðar nk. þriðjudag til styrktar Iðju/ dagvistun fyrir fatlaða á Siglu- firði. Aðspurður segist Þórir ætla að leggja af stað klukkan sex að morgni þriðjudagsins frá Sel- tjarnarneskirkju en hann áætlar að ferðin muni taka fjóra daga. „Mig hefur alltaf langað til að hjóla frá Seltjarnarnesi til Siglu- fjarðar og þegar ég frétti að Iðja gæti ekki fjármagnað skynörv- unarherbergið, sem staðið hefur til að koma á laggirnar lengi, ákvað ég að láta slag standa,“ segir Þórir kappsamur, en hann segir að málefni fatlaðra séu sér mjög hugleikin og bætir því við að Iðja/dagvistun í Fjallabyggð veiti fólki þjálfun, vinnu, umönn- un og afþreyingu sem fötlunar sinnar vegna þarf á sérhæfðri og einstaklingsmiðaðri þjónustu að halda. Skynörvunarherbergi Skynörvunartæki miða að því að örva skynfæri fatlaðra ein- staklinga sem ná ekki sömu skynjun út úr umhverfi sínu sem eðlilegt telst að ná. „Okkur dreymir um að kaupa vatnsrúm með útvarpi, en tónlistin hefur það hlutverk að leiða hljóð- bylgjur í gegnum líkamann og örvar það skynfæri þeirra sem notast við þessa tækni,“ segir Þórir og bætir við að í herberg- inu verði sérstök lýsing sem hjálpar til við örvunina, það er sérstök lýsing. Spurður út í starfsemi Iðju segir hann starfið miða að því að aðstoða fatlaða við að vera virkir þátttakendur í daglegu lífi. Í dag nýta tólf einstaklingar sér þjón- ustuna og eru þeir 18 ára og eldri. Þórir vill hvetja fólk til að leggja málefninu lið, en stefnt er að því að safna einni milljón. Þeir sem vilja gera það geta gert það með því að leggja inn á reikning:1102-05-402699, kt. 580706-0880 í Sparisjóði Siglu- fjarðar. Hjólar Þórir safnar fé til styrktar dagvistun fyrir fatlaða á Siglufirði. Hjólar 400 kíló- metra á 4 dögum Ásta Katrín Vilhjálmsdóttir var í gær verðlaunuð fyrir að vera sjálf- boðaliði ársins hjá Fjölskylduhjálp Íslands. Anna Auðunsdóttir var jafnframt gerð að heiðursfélaga Fjölskylduhjálparinnar. Matthías Imsland, stjórnarmaður í Fjölskylduhjálp Íslands, veitti þeim verðlaun og viðurkenningar. Verðlaunin voru veitt í húsnæði Fjölskylduhjálparinnar í Eskihlíð. Skv. upplýsingum Fjölskyldu- hjálparinnar hafa 3.757 ein- staklingar á síðastliðnum 10 mán- uðum leitað til Fjölskylduhjálparinnar eftir mat- araðstoð og var fjöldi úthlutana á þessu tímabili 26.120. Hver sá sem sækir um matarað- stoð þarf að sýna fram á þörf sína fyrir aðstoðina. Fólk kemur með gögn um innkomu og útgjöld hvers mánaðar. Morgunblaðið/Ernir Viðurkenning Matthías Imsland og Anna Auðunsdóttir heiðursfélagi. Verðlauna sjálfboðaliða

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.