Morgunblaðið - 20.06.2011, Page 10

Morgunblaðið - 20.06.2011, Page 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. JÚNÍ 2011 Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Appelsínugulur Litasamsetning staðarins er ekki tilviljun, róandi appelsínugulur sem jafnframt gefur kraft í bland við svartan. Hildur Kristjánsdóttir og Sóley Birgisdóttir innan við afgreiðsluborðið. ágreiningsatriðið var hvort skera ætti skorpuna af snittunum eða ekki. Samheldnin kemur sér vel þegar standa á vaktina frá morgni til kvölds alla virka daga, móta og prófa rétti sem gjarnan verða til í eldhúsinu. „Við erum búnar að þróa hér nokkra rétti sem njóta mikilla vin- sælda eins og Karmavefjur, mexí- kanska kjúklingasúpu, ýmsa fiskrétti og Karma-hollustuköku sem alltaf er til og fólk kemur á öllum tímum dags að fá sér,“ segir Hildur. Hún hefur lengi verið áhugasöm um íslenskar lækningajurtir og notað lengi með góðum árangri. Hún hefur áhuga á að nýta þær í meira mæli á veitinga- staðnum, meðal annars í orkudrykki sem stefnt er á að bjóða upp á fljót- lega. Þær leggja þó áherslu á að stað- urinn sé ekki einungis grænmetis- staður heldur sé boðið upp á máltíðir sem séu næringarlega rétt samsettar og í því sambandi er stuðst við viðmið Lýðheilsustöðvar, ásamt því að vera í samstarfi við Íslensku vigtarráðgjaf- ana. „Við höfum þó gengið lengra með grænmetið, viljum að fólk borði „Heilsa og hamingja haldast í hendur“ „Við vinkonurnar höfum til margra ára rætt um hollustu og áhrif mataræðis á heilsuna enda sameiginlegt áhugamál. Þegar tækifæri gafst að opna þennan veitingastað slógum við til,“ segja Hildur Kristjánsdóttir og Sóley Birgisdóttir, eigendur Karma Keflavík. Svanhildur Eiríksdóttir svei@simnet.is Möguleikar Suðurnesja-manna til að velja holl-ar máltíðir og skyndi-bita jókst til muna þegar veitingastaðurinn Karma Keflavík var opnaður í marsmánuði síðastliðnum. Þetta er fyrsti veit- ingastaðurinn á svæðinu sem er kynntur sem heilsustaður. Matseðill- inn er sífellt í mótun og á stefnuskrá er að hafa alltaf eitthvað í boði fyrir grænmetisætur, hvort sem fólk kýs að borða á staðnum eða taka með. „Orðið skyndibiti hefur fengið á sig neikvæðan stimpil þótt það liggi alls ekki í orðinu. Það snýst um að fá sér bita í skyndi og ekkert sem segir að hann þurfi eða eigi að vera óholl- ur. Á Karma Keflavík er skyndibit- inn mjög hollur,“ segja þær Hildur Kristjánsdóttir og Sóley Birgisdóttir í samtali við blaðamann en þeim fannst lengi hafa vantað veitingastað eins og þann sem þær reka í Reykja- nesbæ. Hildur og Sóley hafa þekkst lengi og deildu uppvexti í Keflavík. Þær hafa báðar haft áhuga á heilsu og hollustu lengi og eitt leiddi af öðru á síðasta ári. „Þannig var að mig var farið að langa að breyta til og nýta menntun mína sem lýðheilsufræðing- ur betur,“ segir Sóley sem á undan- förnum árum hefur starfað með Ís- lensku vigtarráðgjöfunum. „Svo var Hildur með Saladmaster-pottakynn- ingu heima hjá mér þar sem for- eldrar mínir voru og pabbi hreifst svo af eldmóði Hildar að hann vildi endi- lega leigja henni þetta húsnæði sem hann á með fullbúnu eldhúsi,“ segir Sóley. Þar með var hugmyndinni sáð og boltinn fór að rúlla. Enginn sykur, ger eða hveiti og engin aukaefni Málin voru mikið rædd og aðstoð var sótt til Frumkvöðlasetursins á Ásbrú við að gera markaðsrannsókn og búa til viðskiptaáætlun svo rétt væri að öllu staðið. Vinkonurnar hafa verið svo samstiga í ferlinu að eina Í Nottinghamskíri á Englandi, sögu- slóðum Hróa hattar, má finna tæp- lega fimm hundruð sandhella. Hell- arnir eru manngerðir, grafnir inn í náttúrulegan sandstein, og eru undir borginni. Hellarnir eru ein- stakir og geyma mikla sögu. Á vef- síðunni Nottinghamcavess- urvey.org.uk má lesa um rannsóknarverkefni unnið af Há- skólanum í Nottingham. Verkefnið snýst um að skoða og skrá alla sandhellana sem finna má undir borginni. Á síðunni má sjá mynd- bönd sem eru tekin í hellunum og kort yfir það hvar þeir eru stað- settir. Hægt er að smella á örvar á kortinu og sjá nánari upplýsingar um hvern helli. Einnig er hægt að smella á myndir af hellum hægra megin á síðunni og fá nánari upp- lýsingar um hvern og einn helli og sjá hvernig hann liggur undir yfir- borði jarðar. Mögnuð mannvirki sem gaman er að fræðast um. Vefsíðan www.nottinghamcavessurvey.org.uk Hellir og göng Hér má sjá hvernig einn hellirinn liggur undir húsin. Sandhellar í Nottinghamskíri Síðustu tvær helgar hafa verið langar og eflaust fjörugar hjá flestum. Fyrst var það hvítasunnu- helgin og nú var langri þjóðhátíð- arhelgi að ljúka. Það eru eflaust margir ánægðir en lúnir eftir þessar helgar og því er tilvalið að taka daginn í dag ró- lega. Takið upp úr töskunum og gangið frá útilegudótinu, þvoið þjóðhátíðarsykurleðjuna framan úr börnunum, setjið fæturna upp á borð og dragið djúpt andann. Það getur verið lýjandi að vera á fullri keyrslu tvær helgar í röð og því um að gera að njóta þess að vera heima næstu daga og slaka á. Endilega … … takið það rólega í dag Reuters Afslöppun Það getur verið gott að fá sér sæti og fara úr skónum. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Eldri konur sem eru of þungar og missa meira en 15% af líkamsþyngd sinni geta með því aukið magn D- vítamíns verulega í líkamanum. Þetta sýnir ný rannsókn sem birt var í American Journal of Clinical Nutrition nýverið og unnin af vís- indamönnum hjá Fred Hutchinson- krabbameinsrannsóknarstöðinni. Einnig bendir allt til þess að með því að rannsaka flæði D-vítamíns í líkamanum gæti það hjálpað vísindamönnum við að kanna nýjar leiðir til að koma í veg fyrir langvar- andi sjúkdóma eins og krabbamein og sykursýki. „Þar sem D-vítamín er almennt minna í fólki sem er of feitt er það möguleiki að lágt D-vítamín gæti verið hluti af hlekknum á milli offitu og sjúkdóma eins og krabbameins, hjartasjúkdóma og sykursýki,“ sagði yfirmaður rannsóknarinnar, Caitlin Mason. D-vítamín er fituleysanlegt nær- ingarefni sem gegnir mörgum mikil- vægum hlutverkum í líkamanum. Þar á meðan stuðlar það að upptöku kalks, dregur úr bólgum og hefur áhrif á heilsu frumnanna og á ónæmiskerfið. D-vítamín má fá úr ýmsum mat t.d. feitum fiski og lík- aminn framleiðir það þegar hann kemst í sólarljós. Rannsóknin náði til 439 of feitra kvenna, sem voru komnar yfir tíða- hvörf. Þær voru látnar grenna sig með æfingu eingöngu, mataræði eingöngu eða með æfingu og megr- un með engu inngripi. D-vítamín jókst aðeins í líkama þeirra kvenna sem misstu upp undir 10% af lík- amsþyngd sinni með megrun og æf- ingu. En það jókst þrisvar sinnum meira hjá konum sem misstu 15% af líkamsþyngd sinni, sama hvað þær átu. „Það kom okkur á óvart hversu mikil áhrif 15% þyngdartap og meira hafði á D-vítamín stigið í lík- amanum. Það virðist vera að sam- bandið á milli þyngdartaps og D- vítamíns í blóði sé ekki línulegt en hækki verulega eftir því sem þyngd- artapið er meira,“ sagði dr. Anne McTiernan stjórnandi Hutchinson- stöðvarinnar. Rannsakendur taka hins vegar fram að ekki sé ljóst að hversu miklu leyti D-vítamín er í boði í lík- amanum meðan á þyngdartapi stendur og eftir það. Þeir segja einnig markvissari rannsókna þörf til að skilja hvaða tengsl eru á milli D-vítamínskorts og langvarandi sjúkdóma. Heilsa D-vítamín magn er minna í líkama þeirra sem eru of feitir Reuters Sólbað Líkaminn tekur upp D-vítamín þegar hann kemst í sólarljós.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.