Morgunblaðið - 20.06.2011, Síða 11

Morgunblaðið - 20.06.2011, Síða 11
Heilsa Sumir viðskiptavinir kjósa að borða í hlýlegum veitingasal Karma Keflavík meðan aðrir kjósa að taka matinn með sér heim. Fastagestur Á stuttum tíma hafa Hildur og Sóley laðað að marga fasta- gesti. Daníel Sigmundsson er einn þeirra og hér gæðir hann sér á hinni þekktu Karma heilsuköku um leið og hann ræðir við aðra gesti staðarins. enn meira af því en mælt er með og svo sleppum við öllu geri, sykri og hveiti,“ segir Sóley. Það gerir það að verkum að fólk sem hefur óþol fyrir áðurnefndum afurðum getur borðað matinn á Karma Keflavík áhyggju- laust. Listsýningar í sal Sóley og Hildur matbúa allt frá grunni á veitingastaðnum, búa sjálf- ar til sínar sósur, brauð og allan grunn sem notaður er í réttina til að koma í veg fyrir aukaefni í matnum. „Við hugsum bæði fyrir því að mat- urinn sé hollur og ódýr og þetta tvennt flækir málin þegar útbúa á mat. Við viljum ekki að verðið standi í vegi fyrir því að fólk velji hollt og viljum auk þess stuðla að því að fólk geti fengið sér holla máltíð eða skyndibita í dagsins önn. Við bjóð- um því fólki að taka réttina með sér heim eða borða á staðnum. Okkar slagorð er „Heilsan og hamingjan haldast í hendur,“ segja þær vinkon- ur. Salurinn er hlýlegur og hafa margir gestir haft orð á því að þar sé sérstaklega góður andi. Listsýningar eru alltaf í salnum og hafa nú þegar tvær listakonur sýnt á Karma Kefla- vík, Jónína Ninný Magnúsdóttir og Ingibjörg Ottósdóttir. Einnig er salurinn leigður út fyrir fundi og veislur. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. JÚNÍ 2011 Fyrirfólkið í Bretlandi flykktist á konunglegu Ascot- veðreiðarnar sem fóru fram 14. til 18. júní í ár. Fáir íþróttaviðburðir eiga sér jafnlanga hefð og sögu og Ascot-veðreiðarnar sem hafa verið haldnar í um 250 ár. Frá upphafi hefur þetta verið einn aðalviðburðurinn í félagslífi fyrirfólksins auk þess sem bestu veð- hlaupahestar í heimi keppa á brautinni og er spennan mikil. Tískan hefur alltaf skipað stóran sess í hátíðahöldunum og keppast konurnar við að mæta með skrautlega og eftirtektarverða hatta. Eins og sjá má á með- fylgjandi myndum virðist athyglissýkin tekin fram- yfir smekkvísina hjá mörgum. Allt er þetta þó hin besta skemmtun og kallar fram bros. Tíska Blómleg Þessi frú hefur látið binda sér blómakrans. Skrautleg hattasýning við veðhlaupabrautina Reuters Í stúkunni Karlarnir mæta með pípuhatta og eru í fantastuði. Veglegur Þessi hattur er engin smásmíð en nær þó að geta kallast smekklegur. Rjómakaka Þessi kona sér nú varla mikið út, getur tæplega hreyft sig. Nei hæ! Tveir skrautlegir hattar mætast, eins gott að rekast ekki á. Gestir Þetta skrautlega par fékk sér sæti á bekk einum. Lán til endurbóta og viðbygginga Íbúðalánasjóður veitir lán til endurbóta á húsnæði að innan og utan. Meðal annars eru veitt lán til lóðarframkvæmda og viðbóta við húsnæði. Lán geta numið allt að 80% af framkvæmdakostnaði. Hámarkslán eru 20 milljónir og lánstími 5 til 40 ár. Sömu vextir eru á þessum lánum og almennum lánum Íbúðalánasjóðs. Borgartúni 21 | 105 Reykjavík | Sími : 569 6900, 800 6969 www.ils.is „Sumir halda að hollt fæði sé einhliða og ólystugt. Það er misskilningur,“ segir á heima- síðu Lýðheilsustöðvar. Starfs- fólk stöðvarinnar bendir á að úrval af hollum mat sé mikið sem geri öllum kleift að velja eftir smekk. „Allt sem þarf að gera er að velja GÓÐAN MAT af skynsemi,“ segir ennfremur á heimasíðu. Þetta vita Sóley og Hildur og hafa á veitingastað sínum ráðleggingar Lýðheilsustöðvar til grundvallar. Allir réttir Karma Keflavík eru næring- arlega rétt samsettir og inni- halda ekki sykur, ger eða hveiti. Einkunnarorð staðarins eru: Hollt fæði eykur lífsins gæði og er að finna í einkenn- ismerki veitingastaðarins. Hollt fæði eykur lífsins gæði RÁÐLEGGINGAR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.