Morgunblaðið - 20.06.2011, Síða 14

Morgunblaðið - 20.06.2011, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. JÚNÍ 2011 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Forseti leið-togaráðsEvrópu- sambandsins, Her- man van Rompuy, fer víða þessa dag- ana til að bera út boðskapinn um að Evrópusam- bandið þurfi á auknum sam- runa að halda til að tryggja framtíðina. „Það er ein sam- eiginleg framtíð: „meiri Evr- ópa“. Það er engin leið til baka. Þeir sem vilja forða nýju „Grikklandi“ verða að velja leið meiri fjárhagslegs og efna- hagslegs samruna,“ sagði for- setinn fyrir helgi. Forsetinn sagði einnig að það hefðu verið mistök á sínum tíma að kynna evruna til sög- unnar á þeim forsendum að hún væri hagkvæmur kostur fyrir viðskiptalíf og ferða- langa, „en ekki grundvallar- breyting í samskiptum ríkjanna“. Evran var þó ekki aðeins ranglega kynnt til sög- unnar heldur líka rangnefnd, að sögn forsetans. Það hafi verið mistök að tala um „Evru- svæðið“, nú þurfi að fara að tala opið um hvað það þýði að hafa sameiginlega mynt. „Það þýðir að við erum í „Evru- landi“,“ segir forsetinn, og bætir við: „Það að hafa sameig- inlega mynt þýðir að við erum í einu landi, í það minnsta pen- ingalega. Þetta gerir það miklu skýrara hvers vegna ákvörðun eins hefur áhrif á alla! Við get- um einfaldlega ekki haft eina mynt en 17 ólíkar stefnur.“ Þetta eru skýr skilaboð frá forsetanum og þau eru í full- komnu samræmi við skilaboð annarra ráðamanna innan Evrópusambandsins. Þeir hafa áttað sig á að evran gengur ekki upp nema miðstýringin auk- ist í Evrópusam- bandinu. Ákvarð- anir um opinber fjármál og efna- hagsstefnu ríkjanna verður í framtíðinni að taka í Brussel en ekki í ein- stökum aðildarríkjum. Um þetta er ekkert val að mati forsetans og í þessu efni verða allir að spila með. Hann tekur sem dæmi að Evrópu- sambandið hafi vanmetið að efnahagserfiðleikar í þremur litlum ríkjum, sem samtals hafi aðeins sex prósent af landsframleiðslu Evrusvæð- isins, geti ógnað fjármála- legum stöðugleika svæðisins. Mistök af þessu tagi eru emb- ættismenn í Brussel stað- ráðnir í að láta ekki endurtaka sig. Þeir sem reyna að koma Ís- landi inn í Evrópusambandið ræða málin ekki út frá þeim aðstæðum sem nú eru uppi eða þeim forsendum sem for- ystumenn Evrópusambands- ins ganga út frá. Þetta er væntanlega ein af ástæðum þess að Rompuy forseti nefndi Ísland ekki í ræðu fyrir helgi þar sem hann nefndi áhuga- söm og vænleg ný aðildarríki. Önnur ástæða er vafalaust að skoðanakannanir, nú síðast ný- leg könnun Capacent-Gallup, sýna ítrekað að stuðningur al- mennings hér á landi við aðild er alls ekki til staðar. Stjórn- völd halda þrátt fyrir þetta áfram að berja höfðinu við steininn og ekki er við miklu að búast úr þeirri átt. En hvenær ætli Alþingi grípi inn í og stöðvi þessa rándýru erindis- leysu? Forseti ESB segir ekkert annað í boði en aukna miðstýr- ingu frá Brussel} Ekki „Evrusvæði“ heldur „Evruland“ Viðbrögð vara-formanns sjávarútvegs- nefndar Alþingis, Ólínu Þorvarð- ardóttur, við skýrslu sér- fræðihóps sem mat áhrifin af stóra fiskveiðistjórnarfrum- varpinu, eru upplýsandi. Um harða gagnrýni sérfræðing- anna á stutta tímalengd nýt- ingarsamninganna segir vara- formaðurinn að tímalengdin ráðist af „pólitískri skoðun“ en ekki hagfræðilegu mati. Óneitanlega var mikilvægt að fá þetta fram hjá helsta talsmanni Samfylkingarinnar í sjávarútvegsmálum. Þar með liggur fyrir að efnahagsleg rök eiga ekki að vera í fyrirrúmi við endurskoðun á lagaumhverfi und- irstöðuat- vinnugreinar landsins, heldur „pólitísk skoðun“ Samfylking- arinnar. Hagkvæmni skiptir ekki máli og þar með ekki heldur lífskjör í landinu. „Pólitísk skoðun“ Samfylk- ingarinnar er að íslenskur sjávarútvegur skuli ekki vera rekinn á hagkvæman hátt og í skjóli VG er raunveruleg hætta á að flokknum takist að gera þessa kreddu að lögum frá Alþingi. „Pólitísk skoðun“ Samfylkingarinnar gæti orðið þjóðinni dýrkeypt} Kreddurnar ráði ferðinni Þ að er rigning á þjóðhátíðardags- morguninn 17. júní og ég hef kom- ið mér fyrir við útiborð á Café Flora í Grasagarðinum í Laug- ardal. Skjól undan regninu er að finna undir stóru og laufríku tré rétt við inn- ganginn og á næsta borði sitja tveir útiteknir menn á skrafi, klæddir í regnhelda jakka og reykja netta vindla í tilefni dagsins. Að öðru leyti er enginn á ferli. Grasagarðurinn og kaffihúsið eru dálítið mögnuð fyrirbrigði, finnst mér, í miðri Reykjavík og það er eitt- hvað mjög notalegt en um leið afskaplega óís- lenskt við stemninguna hér í dag. Klukkan er fjórar mínútur yfir tíu, það er logn í garðinum og regnið fellur lóðrétt niður eins og því sé beint á litríkar plöntur garðsins úr fínstilltum, himneskum sturtuhaus. Ég hafði mælt mér mót við vinkonu hér í morgun en hún lætur ekki sjá sig og ég er orðinn örlítið frústrer- aður og örugglega búinn að drekka svona sex sopa af kaffi á rétt rúmlega einni mínútu þegar ég geri mér grein fyrir að það er eiginlega algjör þögn í garðinum, ég heyri regndropa falla á lífríkið allt í kringum mig og ein- hvers staðar í fjarska talar fjörmikill, lítill fugl, líklega við vin sinn, og mennirnir á næsta borði – það eru örugg- lega 20-25 mannlaus borð laus allt í kringum okkur en við sitjum við einu tvö borðin sem njóta skjóls frá trénu góða – muldra eitthvað og hlæja lágt. Það er alltaf sér- stakt að upplifa kyrrð í borg og ég finn skyndilega fyrir friðsemd og hamingju við það að vera ein- samall í þessu umhverfi, eins og Grasagarð- urinn sé athvarf fyrir borgarbörn, eins og sjálfan mig, sem þrá að öðlast tímabundið frelsi frá togstreitunni eilífu milli þess að upplifa sjálf sig huglægt – öllum stundum, allt sitt líf – sem miðju alheimsins en vera um leið meðvituð um hlutlægt áhrifa- og merk- ingarleysi tilveru sinnar. Ég sit rólegur um stund og nýt lífsins. Það er hlýtt og rigning í logni er afskaplega til- komumikið veður og allt umhverfið er grænt og snyrtilegt en hefur um leið yfir sér dálítið vélrænt og ónáttúrulega tilbúið yfirbragð. Hvert einasta laufblað er eins og því hafi ver- ið stillt sérstaklega upp. Ég hef aldrei komið á alvörugolfvöll en grasflöt um það bil sjö metrum frá borðinu mínu er svo slétt og ný- slegin að hún minnir mig á myndir af golfvöllum sem ég hef séð í sjónvarpi og dagblöðum. Lítill fugl hoppar í grasinu í hljóðlátri rigningunni, svartur með gulan gogg, og eftir að hafa fylgst með hon- um stutta stund finnst mér eins og hann sé glaður yfir einhverju og velti í kjölfarið fyrir mér hvort þessi fugl geti haft skapsveiflur – geti verið ánægður eða leiður í sömu merkingu og ég – og hvort við séum yfir höfuð svo ólíkir ég og fuglinn, hvor um sig fangi í eigin táknheimi í rigningunni. Stuttu síðar erum við báðir á bak og burt úr Grasagarðinum en rigningin heldur áfram. haa@mbl.is Halldór Armand Pistill Í Grasagarðinum STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Ómar Friðriksson omfr@mbl.is S trandveiðar fá ekki háa einkunn í nýútkominni greinargerð sex hagfræð- inga um hagræn áhrif frumvarpsins um breyt- ingar á stjórn fiskveiða. „Strandveiðar eru í eðli sínu ólympískar veiðar en reynsla af slík- um veiðum, hér á landi sem og ann- ars staðar, er mjög á einn veg. Þær leiða til kapphlaups um afla sem hækkar sóknarkostnað, lækkar verðmæti afla og hvetja til brott- kasts meðafla,“ segir í samantekt þeirra. „Sérfræðihópurinn telur mikil- vægt að stjórnvöld séu sér meðvituð um þessa hættu og þann kostnað sem þessum veiðum mun fylgja. Jafnframt leggur sérfræðihópurinn á það áherslu að strandveiðar greiði sama auðlindagjald og aðrar veiðar svo koma megi í veg fyrir að allri auðlindarentu í þeim sé sóað,“ segir í samantekt þeirra um strandveið- arnar. „Drepur niður hvatann til að viðhalda gæðum“ Bent er á að með frumvarpinu eigi enn að auka strandveiðar eða í 9.000 lestir og ljóst sé að um verulegar veiðiheimildir sé að ræða. Þá segja höfundar að einu afkomutölurnar sem til eru fyrir strandveiðar bendi til þess að afkoma í þeim sé umtals- vert lakari en í smábátaútgerð al- mennt. En engu að síður sé hagn- aðurinn samt verulegur. Stöðugt nýir aðilar sækist eftir því að stunda veiðarnar meðan nokkur hagnaðar- von sé, sem smám saman auki sókn- arkostnað. „Tilraunir útgerðanna til að ná sem stærstum hluta heildarmagns- ins drepur niður hvatann til að við- halda gæðum, með þeim afleiðingum að gæðum hráefnis hrakar […].“ Strandveiðar hafa verið stundaðar frá 2009 og í nýliðnum mánuði voru 470 bátar á strandveiðum, eða álíka margir og í fyrra. Skýrsluhöfund- arnir telja líklegt að strandveiði- bátum eigi enn eftir að fjölga. Sam- tímis muni þrýstingur aukast á stjórnvöld að lengja strandveiði- tímabilið og auka heildarafla. Þá er á það bent að mjög skiptar skoðanir hafi verið um gæði aflans sem strandveiðarnar hafa aflað. Vís- að er í úttektir sem bentu til að flest- ir kaupendur væru ánægðir með þann afla sem skilað var 2009. „Á hinn bóginn virðist viðhorf þeirra sem rætt var við vegna þessarar könnunar vera að strandveiðifiskur væri verra hráefni og verulegt óhag- ræði væri að því hve mikið af aflan- um berst á stuttum tíma.“ Verðlauna þá sem hafa selt aflaheimildir Í greinargerðinni er tekið er undir þau sjónarmið að vissulega geti strandveiðarnar komið til móts við kröfur um aukna nýliðun í sjávar- útvegi en þeir taka þó fram að áhrif þeirra hljóti að verða takmörkuð og benda þeir á ýmsar neikvæðar hliðar þeirra: „Raunar er viss hætta á að strandveiðar laði að sér fyrrum sjó- menn sem hafa valið að hætta útgerð og selja aflahlutdeild á undan- gengnum árum. Þeir eiga oft báta sína enn og hafa reynsluna til að nýta þá. Margir þeirra gera sér jafn- framt grein fyrir því að veiðireynsla í strandveiðum getur orðið forsenda úthlutunar varanlegra réttinda í framtíðinni, eins og saga tilrauna til stjórnunar smábátaútgerðar á und- anförnum áratugum sýnir,“ segir í greinargerðinni. „Vandséð er hvers vegna stjórnvöld ættu að verðlauna þá sem áður hafa selt aflaheimildir sem þeim var úthlutað endurgjalds- laust með því að opna þeim leið að veiðum sem hugsanlega gætu orðið forsenda frekari úthlutunar seinna meir.“ Gagnrýna „ólympísk- ar“ strandveiðar Morgunblaðið/RAX Umdeildar veiðar Í greinargerð hagfræðinganna er bent á að mjög skiptar skoðanir hafa verið um gæði aflans sem strandveiðarnar hafa aflað. Í skýrslu sérfræðinefndarinnar er sérkafli þar sem birtar eru beinar tilvitnanir í ónafngreinda viðmælendur um strandveiði- fiskinn. „Þarna eru menn að koma til baka inn í kerfið sem voru búnir að selja sínar heimildir.“ „Og þó Jóni Bjarnasyni finn- ist þetta rómantískt þá finnst mér það ekki.“ „Það vantar nýtingu á þennan fisk, það vantar svona 2-4% á hann.“ „Fiskur veiddur á handfæri á grunnu vatni og oft og tíðum er þetta fiskur sem hentar ekki vel í saltfiskinn, alls ekki.“ „Hann er mjög misjafn að gæðum og í samanburði við annan fisk er hann miklu lélegri að gæðum.“ „Það eru til strandveiðibátar sem fara vel með aflann.“ „Ja, við prófuðum þennan fisk hérna áður yfir sumarið og þetta var slæmt hráefni, ormað mikið og frágangurinn var ekki[… …].“ Miklu lélegri að gæðum SAGT UM STRANDVEIÐAR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.