Morgunblaðið - 20.06.2011, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.06.2011, Blaðsíða 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. JÚNÍ 2011 Björn Bjarnason hefur nýlega gefið út bókina Rosabaugur yfir Íslandi og Morg- unblaðið fjallar um bókina í leiðara sl. föstudag. Björn fær mikið lof fyrir verkið og er tal- inn vera mjög hógvær í lýsingum sínum um þetta deilumál sem Baugsmálið var og verður um ókomna tíð enda sumir helstu leikendur ennþá að í íslensku samfélagi. Dómar í málum Baugs- manna eru hvergi nærri allir komn- ir fram og því ennþá of snemmt að spá hvernig fer að lokum í þeim efnum. En um hvað er þessi deila og hver er bakgrunnurinn og rótin að vandanum? Það hefði verið mjög áhugavert að einhver jafn skelegg- ur og fróður maður og Björn Bjarnason hefði tekið saman allan pakkann um þessa atvinnuþróun- arsögu okkar á svipuðu formi og Björn er að gera núna um Baugs- málið. Nýlegar merkar bækur hafa komið út um atvinnuþróun á Íslandi svo sem Hrunið eftir Guðna Th Jó- hannesson, Draumalandið eftir Andra Snæ Magnason og nú nýlega ævisaga Gunnars Thoroddsen sem einnig er skráð af Guðna Th. Jó- hannessyni sagnfræðingi og sagna- meistara. Allar þessar bækur og eflaust miklu fleiri eru um atvinnuþróun og valdabaráttu á Íslandi, barátta um peninga og völd sem hefur tröllriðið samfélaginu allar götur frá land- námi. Eini munurinn núna og við landnám er að þá drápu menn hver annan með sverðum en núna drepa menn hver annan fjárhagslega með nýjum leikvopnum svo sem excel- skjölum og öðrum gáfulegum að- ferðum. Lýsingar Björns Bjarnasonar á þeim Baugsmönnum eru eflaust í dúr við það sem við höfum séð í fjölmiðlum og flestir þekkja. Þeir voru taldir setja allt á hausinn hérna með fjárfestingahraðlest sem margir vildu fá far með og sem virt- ist vera á góðri leið með að leggja undir sig alla fjárfestingateina á Ís- landi. Heildarskuldir veldisins voru líklega á annað þúsund milljarðar þegar lestin stoppaði með hruni sem Guðni lýsir ágætlega í bók sinni um Hrunið. Fyrir hrun og fyrir Rosabaug Baugsmanna þá var einnig atvinnu- líf á Íslandi sem Björn Bjarnason er ekkert að minnast á í dag og lík- lega best að gleyma en í ævisögu Gunnars Thoroddsen er mjög gagn- merk lýsing á því miskunnarlausa atvinnulífi og valdabaráttu á Ís- landi, allt byggt á minnisblöðum Gunnars. Gunnar hafði stutt tengdapabba sinn Ásgeir Ásgeirsson til forseta og Sjálfstæðisflokkurinn gat ekki fyrirgefið Gunnari sem aldrei varð formaður flokksins fyrir bragðið og heldur ekki forsætisráðherra Sjálf- stæðisflokksins. Gunnar var þó há- menntaður lögfræðingur, doktor og prófessor í lögfræði og var um tíma sendiherra í Kaupmannahöfn. Á blómaskeiði Gunnars var mikið um skömmtun og einokun í sam- félaginu. Atvinnugreinar áttu allt sitt undir fyrirgreiðslu stjórnmála- manna og öllum verkefnum á veg- um opinberra aðila var skammtað úr hnefa valdaklíkna á vegum stjórnvalda. Barist var um hvern einasta bita þar sem einhverjir möguleikar voru að skapa sér atvinnu og allt var skammtað eða haldið í einhvers konar herkví stjórnmála- manna eða SÍS. Þessi valdabarátta hefur ekki tekið neinn enda og í dag er enn verið að berjast um fiskveiðistjórn- unina og fiskinn í sjónum sem nokkrir stjórnmálamenn gáfu út- gerðinni árið 1984, löngu fyrir hrun og löngu fyrir þann tíma sem stjórnmálamennirnir gáfu nokkrum völdum aðilum í sínum vinahópi bankana sem á endanum leiddi til Rosabaugs sem leiddi til hruns hér á landi og erlendis auk Icesave og bankahrunsins. Ef stjórnmálamennirnir hefðu ekki gefið fiskveiðiheimildirnar og bankana þá væri samfélagið ekki að lesa Rosabaug Björns Bjarnasonar í dag. Andri Snær fjallar í sinni bók Draumalandið um hvernig hinir misvitru stjórnmálamenn okkar fóru með landið og settu í gang ál- framleiðslu á heimsmælikvarða og hvernig margir óraunhæfir og skað- legir draumar hafa verið settir fram af stjórnvöldum þar sem sumu hef- ur verið hrint í framkvæmd en öðru ekki. Þegar allt er samantekið þá er varla að undra að út komi nokkrar bækur um mistökin en nú ber svo við að menn úr stjórnmálageiranum og tengdum greinum svo sem Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra og Styrmir Gunnarsson fyrrverandi ritstjóri eru farnir að skrifa sjálfir um mistökin. Hér áður voru það sagnfræðingar og rithöfundar. Eitt- hvað er því að breytast í þessum herbúðum sem fram til þessa hafa verið algerlega lokaðar fyrir al- menningi. Breytingin sýnist manni vera það að Baugsmenn voru ekki menn úr þeim armi hagsmunaklíkunnar sem þeir Björn og Styrmir tilheyrðu og því er þessi armur að skrifa núna og eru þeir ekki ánægðir með stöð- una þó að þeirra armur í valda- blokkinni hafi bæði gefið frá sér fiskveiðiheimildirnar og bankana og verið helstu leikendur í Drauma- landi Andra Snæs. Voru menn ekki ánægðir með þær aðgerðir? Græddu þeir ekki nóg? Vilja þeir gera eitthvað annað núna? Hvað á eignalaust og atvinnu- laust fólkið í landinu að þola mikið sjónarspil frá valdakjörnum í sam- félaginu til að ná einhverri lendingu um að samfélagið á Íslandi verði eins og hjá öðrum þjóðum? Það er líklega akkúrat þessi valdabarátta og hringavitleysa sem mun koma landinu inn í Evrópu- sambandið að lokum. Rosabaugur og valdabaráttan Eftir Sigurð Sigurðsson Sigurður Sigurðsson » Það er líklega akkúrat þessi valda- barátta og hringavit- leysa sem mun koma landinu inn í Evrópu- sambandið að lokum. Höfundur er cand. phil., byggingaverkfræðingur. Ég hafði greinilega ekki hugmynd um hvað ég var að hella mér í. Ég hef oft velt fyrir mér hvað hélt mér þarna. Ég var búin að ráða mig í vinnu, sem ég ætlaði aldrei að vinna við á ævinni, ég var orðin starfsmaður á leik- skóla. Þegar sagt var við mig í byrjun að ég væri ráðin samkvæmt samn- ingi í ár, helltist yfir mig áhyggju- alda, ég hlyti að geta hætt ef þetta væri ekki fyrir mig. Fyrsti dagurinn í leikskólanum rann upp, ég var mætt í miðja að- lögun, 8 litlir nýir krakkar grétu í byrjun sárt eftir foreldrum sínum. Hin börnin voru undrandi á nýja starfsmanninum og ég, já ég, úff, ég vissi ekki hvað neinn hét eða hvað ég í rauninni ætti að gera. Mér leið eins og á tifandi sprengju- svæði nema það að sprengjuna var ekki hægt að aftengja og enginn gat forðað sér neitt. Börnin voru orkumikil og þegar þau voru öll svona saman virtust þau fá aukna orku sem kom fram í hávaða, hlaupum, handæði og stöku sinnum öskrum sem engin leið var að stöðva. Hvernig stendur á því að konurnar sem eru menntaðar geta sagt eitt orð og börnin hætta þess- um hávaða, hvað geri ég vitlaust? Af hverju hlýða þau mér ekki eins og kennurunum? Fyrsta árið var rannsóknarferli fyrir mig. Ég kom oft hálfsnökt- andi heim, búin andlega eftir dag- inn. Ég hafði alltaf verið fyr- irmyndarstarfsmaður og unnið hratt og vel. Þarna komu þeir hæfileikar ekkert að notum, ég þurfti að vinna í höfðinu, með skynseminni, þolinmæðinni, heil- brigðinni, ástúðinni og vinsemdinni og helst allt á sama tíma. Ég var búin að ákveða að það væri best fyrir mig og öll börn í heiminum að ég mundi hætta þessu starfi, en þegar ég komst að því að þannig liði stundum mennt- uðu kennurunum líka fór ég að hugsa betur um þetta starf, leik- skólakennarann og hvað hann gerir. Deildarstjórinn minn er einn af þess- um góðu yfirmönnum, nei ég meina með þeim betri sem gerast, og það sem gerir góð- an yfirmann að góðum yfirmanni er að ýta undir kostina sem hann sér í hverjum starfsmanni. Mér var hrósað óspart fyrir það góða sem ég gerði og það efldi mig. Í byrjun voru samverustundir mér erfiðar, börn- in sýndu mér lítinn skilning um að þetta gæti verið erfitt fyrir mig, kannski ekki skrítið. Oftar en ekki náði ég ekki að lesa heila bók, þol- inmæðin hjá þeim var engin og engin hjá mér eða ég ekki nógu góður sögumaður. Ég velti öllu fyr- ir mér, hvað ég gæti gert betur og verið hinu starfsfólkinu samboðin. Þetta var að verða erfiðasta starf í heimi, ég kom heim þreytt og þráði þögn og kyrrð, ekki tilbúin að halda vinnunni áfram heima með börnunum mínum. Hvernig er þetta hægt, og ekki fékk ég mikið útborgað, var það þess virði? Ég var nýbúin í viðtali við yfirmann minn þar sem ég sagði að ástæðan fyrir því að ég tók þetta starf væri ekki launin, enda ekki há, heldur til að læra eitthvað af þessu. Og það sem ég lærði var stór- merkilegt og erfitt að útskýra í svona færslu. Hvers vegna kenn- ararnir halda áfram að koma í leik- skólann dag eftir dag tók mig um heilt ár að skilja, á stað þar sem hávaðamörk eru oft yfir leyfðum mörkum, þar sem ekkert hádeg- ishlé er, þar sem er reynt á þol- inmæðina á hæsta stigi. En eins og ég segi, fyrsta árið fór í rannsókn- arleiðangur, ég fylgdist með, lærði mikið um sjálfa mig og hvað þol- inmæði er nauðsynleg. Á launa- seðlinum mínum er ekki há upp- hæð, en það fylgir honum svolítið annað. Að fá litlar barnahendur vafðar um hálsinn á þér þegar eitthvað bjátar á, að heyra fyndin gullkorn, fá falleg orð til mín frá jafn ein- lægum og fallegum einstaklingum og börn eru, það er ómetanlegt. Að geta eignað sér hluta af framförum og þroska barna er tilfinning sem ég hélt að gæti ekki verið mér jafn mikils virði og hún er. Að fá að kenna og efla börn, já, að fá að umgangast þau og eignast virðingu þeirra. Það er nefnilega ekkert sjálfgefið að börnum líki við þig og þú þarft að leggja þig fram við það. Það var svo síðar sem ég fatt- aði af hverju ég kem í vinnuna á hverjum degi og hugsa ekki hvort launin nægi fyrir reikningunum þennan mánuðinn. En eins ískaldur og raunveru- leikinn er, þá lifir maður víst ekki á þessum fallegum minningum sem eiga sér stað innan veggja skólans. Til að leikskólakennarar geti hald- ið áfram að kenna þurfa þeir sjálfir að geta lifað lífi utan veggja skól- ans. Og eins og allar stéttir eru eftir hrun að biðja um hærri laun, þá hefur kennarastéttin verið að berjast fyrir rétti sínum og við- urkenningu á starfi í of langan tíma. Börn reyna á alla mögulega þolinmæðisþræði sem þú hefur og þau geta brætt allt sem hægt er að bræða, og þau geta gert mann ráðalausan og sýnt hæfileika sem gera mann spenntan að vinna með. Þau geta líka gert mig hissa og þreytta, ringlaða, ráðalausa, mátt- vana, glaða, stolta og allt þetta get- ur gerst á 5 mínútum í starfinu. Þú upplifir allar tilfinningar á hverjum degi í leikskólanum. Það er það sem er erfitt, og þú getur bókað það að enginn dagur er eins. Lengi lifi gott leikskólastarf og lengi lifi heilbrigð og góð æska. Lengi lifi leikskólakennarar. Í leikskóla er gaman, þið ættuð bara að vita Eftir Guðfinnu Árnadóttur » Að fá litlar barna- hendur vafðar um hálsinn á þér þegar eitt- hvað bjátar á, að heyra fyndin gullkorn, fá fal- leg orð til mín frá jafn einlægum og fallegum einstaklingum og börn eru, það er ómetanlegt. Guðfinna Árnadóttir Höfundur er leikskólaleiðbeinandi. Um þessar mundir er mjög mikið um alls lags heilsurækt sem þarf mikla orku og sé allra meina bót. Að vísu gerir hreyfing í hófi flestum gott en hve hollt er þetta ann- ars? Styttir það bara ekki ævilengd okkar? Ef við lítum til annarra spendýra sést að þau stærri lifa yfirleitt lengur en þau minni. Þetta er skýrt með hægari efnaskiptum en öll hreyfing eykur nú bara hraða efna- skiptanna. Og aukin efnaskipti þurfa meiri orkunæringu. Af þessu má því álykta að aukin hreyfing og meiri næring er ekki beint til þess fallið að auka lífslengdina. Þvert á móti. Hins vegar gerir öll hreyfing eldra fólki og kyrrsetufólki gott varðandi styrkingu lungna og hjarta. Ég minnist þess hve hugfanginn ég var af litlu músunum sem voru einu sinni í Tívolí í Kaupmannahöfn. Mýs þessar voru stöðugt að og á hreyfingu og lifðu um 28 daga til jafnaðar. Hjarta þeirra sló 600 slög á mínútu. Þær urðu kynþroska viku gaml- ar. Þær skorti því ekki hreyfinguna. Þau minni dýr sem lifa lengi eru t.d. skjald- bökur og krókódílar enda fara þau sparlega með orku sína. Þá lifa dýr sem leggjast í dvala á veturna lengur en þau sem alltaf eru að. Það virðist geta verið háð genunum hve lengi spendýrin geta lifað og nú er vitað að flestar frumur líkama okkar geta ekki endurnýjað sig oftar en 40-50 sinnum áður en þær deyja. Hraðari efnaskipti saxa því hraðar á þennan kvóta. Öll erfiðisvinna er þverrandi vegna tækninnar og fólk getur loks- ins ráðið hvernig það fer með lík- ama sinn hvað þetta snertir. Við eigum víst að geta náð um 120 ára aldri, þótt fæstum takist það í heiminum. Ég minnist þess að hafa lesið viðtöl við háaldrað fólk sem kvaðst yfirleitt hafa borðað mest lít- ið og jafnvel soltið um ævina, þ.e. neytt minni orku en gengur og ger- ist. Niðurstöður þessa hafa verið staðfestar með svelti í dýra- tilraunum. Meðalævilengd Íslend- inga um 80 ár er enn langt frá 120 ára markinu, en hún gæti þó aukist eins og hjá Japönum sem eru komn- ir með 87 ára meðalaldur í dag. Þeir virðast yfirleitt grannir sem bendir til hógværðar í mat. Þeir sem stilla orkunotkun sinni í hóf slíta líkama sínum hægar og eldast betur og geta náð hærri aldri en ella að því er virðist. Nú er alkunna að konur lifa lengur en karlar og skýringin á því er sú að þær borða að meðaltali minna en karlar, þótt yfir ævina sé orkumagnið sem innbyrt er sem matur svipað og hjá styttra lifandi körlunum. Það að borða of mikið og fara svo í líkamsrækt til að brenna meiri orku er varla til þess fallið að auka á langlífi, því að hér er orkunotkun líkamans komin úr hófi. Upp á lang- lífi er mun farsælla að læra af dýr- unum að því er virðist. Hreyfing, orka og langlífi Eftir Pálma Stefánsson » Af öðrum spendýr- um má sjá hvernig samspil matarorku og hreyfingar getur haft áhrif á langlífi Pálmi Stefánsson Höfundur er efnaverkfræðingur. - nýr auglýsingamiðill  569-1100finnur@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.