Morgunblaðið - 20.06.2011, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 20.06.2011, Qupperneq 19
bið að heilsa þér í bili, með söknuð í hjarta kveð ég þig nú og bið al- góðan Guð að varðveita Kristján, Stefaníu, Evu Lind og þeirra fólk um alla ævi. Þín frænka Rakel Jóna Hreiðarsdóttir. Á stundu sem þessari, þegar maður kveður ástkæra frænku sína, þjóta minningarnar í gegn- um hugann. Begga frænka hefur verið í mínu lífi alla ævi og minn- ingarnar því æði margar. Ég minnist þess þegar við heimsótt- um þau í Ástúnið og þegar þau fluttu til Raufarhafnar þar sem við bjuggum þá, það var alltaf mikið hlegið þegar við vorum öll saman. Eftir að við fluttum öll suður fór ég að vinna með Beggu í Búbót, það var einstakega gott að vinna með henni. Stundum var Stefanía dóttir hennar líka að vinna með okkur og ætli það hafi ekki verið í einu skiptin sem heyrðist kvart í Beggu því hún sagði að við Stefanía töluðum svo mikið að hún væri með suð fyrir eyrunum allan daginn en við lét- um það nú ekki á okkur fá. Þegar ég varð eldri og fékk að fara í partíin þá kynntist ég partí- hliðinni á Beggu og eins og allar hinar hliðarnar var hún alveg frá- bær. Það var yndislegt og mikið hlegið að Beggu þegar hún var að rifja upp æskuminningar sínar og segja okkur hvað stóru systkinin hennar höfðu verið vond við hana að því að hún var yngst. Það var líka svo fyndið að þegar hún byrj- aði að segja sögurnar settist hún alltaf í næsta stól þrátt fyrir að þar sæti einhver fyrir, sá þurfti þá bara að sitja með hana. Það verður skrýtið að mæta í fjöl- skylduveislur þar sem vantar Beggu mína til að hlæja með. Elsku Begga, nú hefur þú fengið lausn við báðum þínum sjúkdómum og líður eflaust ósköp vel, hvíl í friði. Elsku Stefanía mín, Eva mín og Kristján, ég samhryggist ykk- ur innilega, missir ykkar er mik- ill. Lína Sigríður Hreiðarsdóttir. Elsku Begga frænka. Það er sárt að kveðja, en ég geymi minningar um fallega frænku í hjarta mér, þar til við hittumst aftur. Takk fyrir góðan en allt of stuttan tíma sem okkur var fenginn hérna megin. Það má svo sem vera að vonin ein, hálf veikburða, sofni í dá. Finnst vera eitthvað sem íþyngir mér en svo erfitt í fjarlægð að sjá. Það gilda má einu hvort ég áleiðis fer eða staldra hér ögn við og bíð. Þótt tómið og treginn mig teymi út á veginn ég veit ég hef alla tíð verið umvafin englum sem að vaka hjá meðan mannshjörtun hrærast þá er huggun þar að fá. Þó að vitskert sé veröld þá um veginn geng ég bein því ég er umvafin englum aldrei ein – aldrei ein. Svo endalaus ótti við allt sem er og alls staðar óvini að sjá. Veðrin svo válynd og víðáttan grimm, ég vil fría mig skelfingu frá. Í tíma og rúmi töfraljóðin mín og tilbrigðin hljóma svo blíð. Líst ekki að ljúga mig langar að trúa að ég hafi alla tíð verið umvafin englum sem að vaka hjá meðan mannshjörtun hrærast þá er huggun þar að fá. Þó að vitskert sé veröld þá um veginn geng ég bein því ég er umvafin englum aldrei ein – aldrei ein. (Guðrún Gunnars.) Guðný Soffía Sigvaldadóttir. Margt ég vildi þakka þér og þess er gott að minnast að þú ert ein af þeim sem mér þótti gott að kynnast. (Guðrún Jóhannsdóttir) Mikið er óraunverulegt að sitja hér og skrifa minningargrein um þig kæra vinkona. Mér verður hugsað til þess er við fórum til Vestmannaeyja þegar við vorum ungar og hversu gaman var að vera þar með þér. Það var alltaf svo gaman að koma til þín og Kristjáns í Þjórsárdalinn og átt- um við yndislegar stundir þar saman. Einnig eru ógleymanlegar ferðirnar okkar svo ekki sé minnst á Spánarferðina okkar. Þessar og fleiri minningar koma í hugann þegar ég hugsa til þín elsku vin- kona. Það er ekki auðvelt að lýsa Beggu í fáum orðum en þessi orð koma þó strax upp í hugann: ákveðin, sanngjörn, jákvæð, bjart- sýn og besta vinkona sem hugsast getur. Þú varst alltaf svo góð og traustur vinur. Elsku Kristján, Stefanía, Eva Lind og aðrir aðstandendur, ég votta ykkur samúð mína og megi guð geymi ykkur öll. Ég þakka þær góðu stundir sem við áttum saman og ég gleymi þér aldrei. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð, hjartans þakkir fyrir liðna tíð, lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir) Halldóra Gunnarsdóttir. Elsku Begga. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Hinsta kveðja. Ragnhildur Ragnarsdóttir. MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. JÚNÍ 2011 ✝ Dóra MaggaArinbjarn- ardóttir fæddist á Ísafirði 29. ágúst 1940. Hún lést á deild B-2 á Land- spítalanum Foss- vogi 9. júní 2011. Foreldrar henn- ar voru G. Salóme Veturliðadóttir, f. 20. sept 1911, d. 17. okt. 1996, og Ar- inbjörn G. Guðnason, f. 26. des. 1906, d. 28. ágúst 1983. Systkini Dóru Möggu: Sigríður, f. 29. júlí 1932, Dóra Magga, f. 4. júlí 1935, d. 1939, Arinbjörn Guð- mundur, f. 30. jan. 1937, d. 10. júlí 1988, Bára, f. 18. feb. 1948. Þann 31. desember 1962 gift- ist Dóra Magga Sigurði Gests- syni, f. 19. maí 1932. Dóra og Siggi eignuðust fjögur börn, en fyrir átti Dóra þrjú og Siggi eitt. 1) Guðný Elíasdóttir, f. 1957, maki Hörður Ingi Torfason. Börn þeirra: Margrét Klara, lát- in, Agla Sif, Steinunn Dóra og Börn þeirra: Aðalsteinn Sesar, Kristófer Leví og Natalía Rós. Fyrir átti Siggi soninn Björgvin Theódór, f. 1957, maki Sigríður Ingólfsdóttir. Börn þeirra: Björgvin Pétur, Birgitta Rós, Karitas Ósk og eitt barnabarn. Dóra Magga ólst upp á Ísa- firði, lengst af á Brunngötu 12. Hún lauk gagnfræðaprófi og vann síðan um tíma á barna- heimilinu á Silungapolli. Þau Siggi hófu sinn búskap á Hlíða- vegi 18 á Ísafirði og bjuggu þar þangað til þau fluttu til Hafn- arfjarðar 1971. Lengst voru þau á Öldugötu 42, en fluttu á Kríuás 19 fyrir sjö árum. Dóra Magga var með stórt heimili sem hún sinnti af alúð og var hún lista- kona í tertuskreytingum, mat- argerð, fatasaumi, prjónaskap, bútasaumi og annarri handa- vinnu. Hún var heimavinnandi húsmóðir til 1980, þegar hún hóf störf í Snorrabakaríi en vann síðan í rúm tuttugu ár í Öldu- túnsskóla í Hafnarfirði, fyrst við ræstingar, en síðan sem bað- vörður, gangavörður og skóla- liði. Hún var félagi í Slysavarna- félagi Hafnarfjarðar. Dóra Magga verður jarð- sungin frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði í dag, 20. júní 2011, og hefst athöfnin kl. 15. Sara Margrét, barnabörnin eru tvö. 2) Grétar Páll Stefánsson, f. 1960, maki Erla Svein- björnsdóttir. Börn þeirra: Arnar, Daníel og Birna. 3) Axel Bessi Bald- vinsson, f. 1962, maki Halldóra Pét- ursdóttir. Börn þeirra: Aðalsteinn, Baldvin, látinn, og Dagný Ósk. 4) Kristín Þóra, f. 1963, maki Haraldur Ragnarsson. Börn þeirra: Árni Mar, Ívar Örn, Sig- urður Ragnar, Arnór Gauti og Salóme Kristín, barnabörnin eru sex. 5) Salbjörg, f. 1964, maki Guðmundur Magnús Hall- dórsson. Börn þeirra: Ásta Minney, Karen Lind, Arthúr Rúnar og eitt barnabarn. 6) Gestur, f. 1971, maki Íris Huld Guðmundsdóttir. Börn þeirra: Sigurður Arthúr og Thelma Björk. 7) Linda, f. 1972, maki Páll Jóhannes Aðalsteinsson. Hvernig eigum við að fara að því að kveðja svona yndislega móður, tengdamóður og vin- konu, sem alltaf var svo kát og hress, mesti stuðboltinn í öllum boðum, til í allt og dansaðir alla fjölskylduna undir borð, en allt- af hélst þú áfram þótt allir aðr- ir væru búnir á því. En eins og sagt er: ef við ættum ekki svona margar og góðar minn- ingar, væri sorgin ekki svona mikil. Elsku mamma, ef hægt er að tala um ofvirkni og að við systkinin séum nett ofvirk, þá höfum við það alfarið frá þér. Dugnaðurinn og orkan í þér alla daga var ótrúleg, það var alveg sama hvort það var tertu- gerð, handavinna, eldamennska eða almenn heimilisstörf, þú leystir þetta allt fljótt og vel af hendi og varst alltaf að. Við systkinin, fjölskyldur og vinir eigum svo margt fallegt hand- verk eftir þig, sem við eigum eftir að varðveita mjög vel. Það var alveg sama hvort okkur langaði í dúk, púða, peysu, steiktar fiskibollur eða hvað sem þú gast útbúið, ef við minntumst á það við þig, þá varst þú komin með það um hæl. Við vorum stundum að grínast með það að ef við pönt- uðum peysu hjá þér, tæki það þig 15 mínútur að prjóna hana og 20 mínútur ef hún væri með hettu. Og ef við minnumst á pabba – hvað þú varst ótrúlega dugleg að hugsa um hann og veita honum öryggi. Þú vildir hafa hann sem mest heima og þar leið honum langbest þó að hann væri ekki að gera neitt sérstakt, bara að vita af þér í næsta herbergi og ef við systk- inin hringdum í þig og hann svaraði þá varst þú alltaf inni í herbergi að púsla (bútasaum). Við skulum hugsa vel um pabba og gera allt sem við getum fyrir hann. En það kemur enginn í staðinn fyrir þig, og hann sakn- ar þín sárt. Hafðu hjartans þakkir fyrir allt. Margs er að sakna. Hvíl í friði, elsku mamma. F.h. barna og tengdabarna, Kristín Þóra Sigurðardóttir. Elsku besta amma mín, ég bara trúi ekki að þú sért farin frá okkur og það langt fyrir aldur fram. Þú sem varst svo súperhress og áttir að vera dansandi í fjölskylduboðum eft- ir 20 ár. Gleymi því ekki hvað okkur barnabörnunum þínum fannst gaman að fylgjast alltaf með þér enda varstu mesti fjör- kálfurinn í fjölskyldunni, alltaf fyrst manna út á dansgólfið og seinust af því, gafst unga fólk- inu sko ekkert eftir. Þú kunnir sko að skemmta þér enda alltaf svo glöð og kát. Hvað ég á eftir að sakna þín mikið elsku amma mín, þú sem varst alltaf vön að koma til mín í kaffi í hverri viku. Maður leit alltaf út um gluggann að bíða eftir ömmu á litla rauð og gerir enn af gömlum vana enda er búið að vera eitthvað svo tóm- legt síðustu vikur, maður bíður einhvern veginn eftir því að sjá litla rauð koma aftur. Þú varst alltaf til í að gera allt fyrir mann, tala nú ekki um þegar maður hringdi í þig og þurfti pössun, það var varla að maður væri búinn að skella á þá varstu mætt að passa Mjúkus þinn. Svo var alltaf svo ynd- islegt að koma í heimsókn til þín og afa og fá heitar kleinur og auðvitað að fá að sjá alla handavinnuna þína, bútasaum- inn, prjónadótið og heklið svo eitthvað sé nefnt. En það var sko eitthvað nýtt í hvert skipti sem maður kom, þvílík fram- leiðsla. Ef maður pantaði eitt- hvað hjá þér varstu sko mætt með það tilbúið á innan við viku, hvort sem það var prjónuð peysa eða bútasaumsteppi. Það var alveg sama þótt maður sæti við það að prjóna og prjóna, maður hafði samt ekki roð við þér. Það var svo gott að geta alltaf leitað til þín ef ég þurfti hjálp við prjónadótið eða bara að fá að heyra álit þitt á því sem maður var að gera enda varstu svo dugleg að hrósa því sem ég var að gera. Þú varst einfaldlega bara besta amma sem hægt var að óska sér. Þín verður sko sárt saknað. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Ásta Minney Guðmundsdóttir. Amma var veik. Rosalega mikið veik, en við vorum að reyna að bjarga henni en við náðum því ekki. Núna er amma farin upp til guðs og orðin fal- legur engill og við söknum mik- ið, því að hún var amma okkar. Elsku besta amma í heimi. Hvíl í friði. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Ömmustelpurnar þínar, Natalía Rós og Salóme Kristín. Elsku yndislega besta amma mín, þú hefur verið tekin frá okkur. Ofboðslega finnst mér erfitt að skrifa þetta niður, óraunverulegt. Það var ekki langur aðdragandi að þessum veikindum þínum, en þú barðist eins og hetja allan tímann. Ég hélt alltaf að þú yrðir 100 ára, svo hress varstu. Söknuð- urinn er svo mikill, mér þykir svo óraunverulegt að þú skulir ekki vera hérna lengur að gant- ast í okkur hlæjandi, því jú allt- af varstu hress og kát, með bros á vör. Ég man ekki eftir þér, amma mín, öðruvísi en brosandi. Að ég geti ekki komið heim til þín og við saman skipulagt komandi brúðkaup mitt. Brúð- kaupið sem þú hlakkaðir svo til að taka þátt í og ég svo glöð hvað þú vildir taka mikinn þátt í því, vildir allt fyrir okkur gera. Jú þannig manneskja varstu. Ég veit að þú verður með okkur á stóra deginum okkar Ottós, en ég mun sakna þín, sakna þín sárt. Ég á margar góðar minn- ingar um þig sem ég mun varð- veita alla mína ævi. Allir sem kynntust þér féllu strax fyrir þér, því betri konu er vart að finna. Ég var svo heppin að vera skírð í höfuðið á þér, elsku amma mín, og mun ég alltaf bera það nafn með stolti, enda engin önnur til eins og þú. Þú varst alltaf svo stolt af mér, og mér þótti svo vænt um það. Ég er og verð alltaf stolt af því að þú sért amma mín, sú allra besta. Elsku amma Dóra, ég bið alla heimsins engla að vaka yfir þér. Ég elska þig og mun ávallt sakna þín, en minningarnar geymi ég í hjarta mínu. Hvíl í friði. Þín nafna og barnabarn, Steinunn Dóra Harðardóttir. Fallin er frá góð vinkona mín, Dóra M. Arinbjarnardótt- ir, sem ennfremur var starfs- félagi minn til margra ára við Öldutúnsskóla í Hafnarfirði. Hún var ein þeirra síðustu sem ég kvaddi þegar við hjónin fór- um utan – eldhress og kát að vanda. Það var því dapurleg heimkoma þegar Dóra mín mætti ekki í kaffisopa og spjall þegar við komum til baka. Þetta minnir okkur sannarlega á hversu skammt er á milli lífs og dauða. Dóra var góður félagi jafnt í leik sem starfi. Í Öldutúnsskóla sinnti hún ýmsum störfum. Hún hafði gott lag á börnunum. Þau skynjuðu léttleika hennar og góðvilja í þeirra garð og var hún laus við allt fjas yfir smá- munum. Starfsfélagar hennar mátu dugnað hennar og ósér- hlífni að verðleikum enda eign- aðist hún þar marga vini. Þegar Dóra og Siggi fluttu í Áslandið urðum við nágrannar. Þá styrktust okkar vináttubönd enda báðar hættar að vinna og höfðum nægan tíma fyrir tóm- stundir, rabb, handavinnu og fleira. Handavinnan var okkar sameiginlega áhugamál. Á þeim vettvangi var Dóra snillingur. Hún var alltaf að sauma eitt- hvað, prjóna eða hekla fyrir af- komendur sína. Umhyggja hennar var mikil fyrir fjölskyld- unni og eiga þeir því mikils að sakna. Elsku vinkona, ég þakka þér allar góðar stundir sem við átt- um saman á liðnum árum um leið sendi ég Sigga, börnum þeirra og fjölskyldum mínar innilegustu samúðarkveðjur. Guð styrki ykkur öll. Hulda G. Sigurðardóttir. Dóra Magga Arinbjarnardóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.